Íslandsmeistarinn getur orðið NBA meistari Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2025 08:00 Jenny Boucek fagnar hér á bekknum ásamt stórstjörnu Indiana Pacers, Tyrese Haliburton, og aðstoðarþjálfaranum Mike Weinar. Indiana Pacers er 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu á móti Oklahoma City Thunder. Getty/Maddie Meyer Það er sterk Íslandstenging í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í ár þar sem Indiana Pacers mætir Oklahoma City Thunder. ESPN fjallaði um Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Indiana Pacers. Pacers liðið er komið 2-1 yfir í einvíginu og vantar tvo sigra í viðbót til að verða NBA meistari. Körfuboltaáhugafólk á Íslandi ætti að kannast aðeins við hana enda varð hún Íslandsmeistari með Keflavík fyrir 27 árum síðan. Boucek tók þátt í fyrsta WNBA tímabilinu frá upphafi með Cleveland Rockers en endaði síðan körfuboltaferil sinn með Keflavík vorið 1998. Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari með hana innan borðs og Boucek var með 20,7 stig, 5,3 stolna bolta og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni 1998. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hún sneri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk, fyrst í WNBA deildinni en svo fékk hún tækifæri hjá Sacramento Kings í NBA. Boucek var líka hjá Dallas Mavericks í þrjú ár en hefur verið hjá Indiana Pacers. Rick Carlisle fékk hana til Dallas og svo aftur til Indiana. Það sem gerir vegferð hennar enn merkilegri er að hún er einstæð móðir í þessu allt öðru en fjölskylduvænu starfi. „Ég ætlaði mér aldrei að vera þjálfari, kannski að verða læknir en ég ætlaði alltaf að verða móðir,“ sagði Boucek í viðtali við ESPN sem má sjá brot úr með því að fletta hér fyrir neðan. ESPN fjallaði sérstaklega um konuna sem er að reyna að hjálpa Indiana Pacers að verða NBA meistari í fyrsta sinn. Jenny Boucek fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Keflavík sem hún vann í Hagaskólanum í lok mars 1998.timarit.is „Ég vildi sýna það og sanna að kona gæti staðið sig vel í þessu starfi þannig að aðrar konur myndu fá tækifæri í framtíðinni. Svo ætlaði ég að finna út úr mínum kringumstæðum seinna því ég taldi það ekki vera möguleika að sinna þessu starfi sem einstæð móðir,“ sagði Boucek. Hún ákvað 43 ára gömul að verða móðir með hjálp gervifrjógunnar. Hún þurfti að borga fyrir allt sjálf. „Þó að þetta hefði kostað mig allan minn pening, starfið og ferilinn þá vildi ég þetta umfram allt. Ég þurfti að reyna fimm sinnum en svo varð ég ófríks sem var draumur minn alla tíð,“ sagði Boucek. Árið 2018, Tólf dögum eftir að hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks þá eignaðist hún stúlkuna Riley. „Ég vildi sýna að kona gæti sinnt þessu starfi og vildi ekki fá sérmeðferð frá öðrum þjálfurum eða leikmönnum. Ég elska að þjálfa en bjóst við því á einhverjum tímapunkti að ég yrði að velja á milli eins og við konurnar þurfum oft að gera,“ sagði Boucek. Boucek kom því seinna inn í samning sinn við Pacers að Riley mætti vera með henni ef hún yrði í meira en þrjá daga í burtu. „Ég á ótrúlega dóttur sem virðist vera fædd fyrir þetta líf. Þetta er líka það eina sem hún þekkir,“ sagði Boucek. „Ef það hefði kostað mig allt að verða móðir þá væri það þess virði,“ sagði Boucek. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt, bæði frá öðrum þjálfurum Pacers en líka frá leikmönnunum sjálfum. Hún þekkir leikinn út og inn og kann að koma réttu skilaboðunum til skila. Þetta er fæddur leiðtogi eins og hún sýndi svo vel með Keflavíkurliðinu í lok síðustu aldar. Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland og fékk íslenskar stelpur út til sín til að hjálpa sér um Riley. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
ESPN fjallaði um Jenny Boucek sem er aðstoðarþjálfari Rick Carlisle hjá Indiana Pacers. Pacers liðið er komið 2-1 yfir í einvíginu og vantar tvo sigra í viðbót til að verða NBA meistari. Körfuboltaáhugafólk á Íslandi ætti að kannast aðeins við hana enda varð hún Íslandsmeistari með Keflavík fyrir 27 árum síðan. Boucek tók þátt í fyrsta WNBA tímabilinu frá upphafi með Cleveland Rockers en endaði síðan körfuboltaferil sinn með Keflavík vorið 1998. Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari með hana innan borðs og Boucek var með 20,7 stig, 5,3 stolna bolta og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitakeppninni 1998. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Hún sneri sér að þjálfun eftir að ferlinum lauk, fyrst í WNBA deildinni en svo fékk hún tækifæri hjá Sacramento Kings í NBA. Boucek var líka hjá Dallas Mavericks í þrjú ár en hefur verið hjá Indiana Pacers. Rick Carlisle fékk hana til Dallas og svo aftur til Indiana. Það sem gerir vegferð hennar enn merkilegri er að hún er einstæð móðir í þessu allt öðru en fjölskylduvænu starfi. „Ég ætlaði mér aldrei að vera þjálfari, kannski að verða læknir en ég ætlaði alltaf að verða móðir,“ sagði Boucek í viðtali við ESPN sem má sjá brot úr með því að fletta hér fyrir neðan. ESPN fjallaði sérstaklega um konuna sem er að reyna að hjálpa Indiana Pacers að verða NBA meistari í fyrsta sinn. Jenny Boucek fagnar Íslandsmeistaratitlinum með Keflavík sem hún vann í Hagaskólanum í lok mars 1998.timarit.is „Ég vildi sýna það og sanna að kona gæti staðið sig vel í þessu starfi þannig að aðrar konur myndu fá tækifæri í framtíðinni. Svo ætlaði ég að finna út úr mínum kringumstæðum seinna því ég taldi það ekki vera möguleika að sinna þessu starfi sem einstæð móðir,“ sagði Boucek. Hún ákvað 43 ára gömul að verða móðir með hjálp gervifrjógunnar. Hún þurfti að borga fyrir allt sjálf. „Þó að þetta hefði kostað mig allan minn pening, starfið og ferilinn þá vildi ég þetta umfram allt. Ég þurfti að reyna fimm sinnum en svo varð ég ófríks sem var draumur minn alla tíð,“ sagði Boucek. Árið 2018, Tólf dögum eftir að hún var ráðin sem aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks þá eignaðist hún stúlkuna Riley. „Ég vildi sýna að kona gæti sinnt þessu starfi og vildi ekki fá sérmeðferð frá öðrum þjálfurum eða leikmönnum. Ég elska að þjálfa en bjóst við því á einhverjum tímapunkti að ég yrði að velja á milli eins og við konurnar þurfum oft að gera,“ sagði Boucek. Boucek kom því seinna inn í samning sinn við Pacers að Riley mætti vera með henni ef hún yrði í meira en þrjá daga í burtu. „Ég á ótrúlega dóttur sem virðist vera fædd fyrir þetta líf. Þetta er líka það eina sem hún þekkir,“ sagði Boucek. „Ef það hefði kostað mig allt að verða móðir þá væri það þess virði,“ sagði Boucek. Hún hefur fengið mikið hrós fyrir starf sitt, bæði frá öðrum þjálfurum Pacers en líka frá leikmönnunum sjálfum. Hún þekkir leikinn út og inn og kann að koma réttu skilaboðunum til skila. Þetta er fæddur leiðtogi eins og hún sýndi svo vel með Keflavíkurliðinu í lok síðustu aldar. Boucek hefur haldið tengslum sínum við Ísland og fékk íslenskar stelpur út til sín til að hjálpa sér um Riley. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira