Sló heimsmet og sagði annað vera tímasóun Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 21:32 Karsten Warholm gladdi norsku þjóðina með heimsmeti á heimavelli í kvöld og gaf sér góðan tíma í að sinna aðdáendum. Getty/Maja Hitij Norski grindahlauparinn Karsten Warholm naut sín á botn fyrir framan landa sína á Bislett-leikvanginum í kvöld og setti nýtt heimsmet. Annað hefði verið tímaeyðsla að hans eigin sögn. Warholm sló sitt eigið heimsmet í 300 metra grindahlaupi, sem vissulega hefur mun sjaldnar verið keppt í en 400 metra grindahlaupi sem Warholm hlaut silfur í á síðustu Ólympíuleikum og gull í Tókýó 2021. Hann hljóp á Demantamótinu í kvöld á 32,67 sekúndum og sló metið sitt frá því í Kína í vor um 62/100 úr sekúndu. Í ár er í fyrsta sinn keppt í 300 metra grindahlaupi á Demantamótaröðinni en heimsmet í greininni eru þó ekki skráð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það skemmtilegasta var að vinna og sjá gleðina hjá öllum áhorfendunum. Það toppar ekkert tilfinninguna við að vinna á heimavelli og setja heimsmet. Ef mér tekst ekki að koma mér í svona stöðu þá finnst mér ég vera að sóa tíma mínum,“ sagði Warholm við SVT Sport. The fastest 300m hurdles in history! 🔥 Karsten Warholm 🇳🇴 shatters his world best with 32.67 at the Bislett Games in Oslo!He takes 0.38 off his previous mark. 🥵#DiamondLeague pic.twitter.com/IM7eSeoRB9— European Athletics (@EuroAthletics) June 12, 2025 Warholm var þó ekki með forystuna framan af hlaupi því Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin byrjaði betur. Warholm nýtti hins vegar stuðninginn úr stúkunni og endaði rúmlega hálfri sekúndu á undan Benjamin sem kom í mark á 33,22 sekúndum. Alison dos Santos varð svo þriðji á 33,38 sekúndum. Benjamin hafði haft betur gegn Warholm á Ólympíuleikunum í fyrra og Dos Santos vann hann á Bislett-leikvanginum í fyrra, svo sigurinn var enn kærkomnari í kvöld. „Þetta hefur angrað mig mikið. En það verður að segjast að svona lagað er líka langbesta hvatningin og eitthvað sem ekkert annað getur fært þér,“ sagði Warholm um samkeppnina. Frjálsar íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira
Warholm sló sitt eigið heimsmet í 300 metra grindahlaupi, sem vissulega hefur mun sjaldnar verið keppt í en 400 metra grindahlaupi sem Warholm hlaut silfur í á síðustu Ólympíuleikum og gull í Tókýó 2021. Hann hljóp á Demantamótinu í kvöld á 32,67 sekúndum og sló metið sitt frá því í Kína í vor um 62/100 úr sekúndu. Í ár er í fyrsta sinn keppt í 300 metra grindahlaupi á Demantamótaröðinni en heimsmet í greininni eru þó ekki skráð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það skemmtilegasta var að vinna og sjá gleðina hjá öllum áhorfendunum. Það toppar ekkert tilfinninguna við að vinna á heimavelli og setja heimsmet. Ef mér tekst ekki að koma mér í svona stöðu þá finnst mér ég vera að sóa tíma mínum,“ sagði Warholm við SVT Sport. The fastest 300m hurdles in history! 🔥 Karsten Warholm 🇳🇴 shatters his world best with 32.67 at the Bislett Games in Oslo!He takes 0.38 off his previous mark. 🥵#DiamondLeague pic.twitter.com/IM7eSeoRB9— European Athletics (@EuroAthletics) June 12, 2025 Warholm var þó ekki með forystuna framan af hlaupi því Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin byrjaði betur. Warholm nýtti hins vegar stuðninginn úr stúkunni og endaði rúmlega hálfri sekúndu á undan Benjamin sem kom í mark á 33,22 sekúndum. Alison dos Santos varð svo þriðji á 33,38 sekúndum. Benjamin hafði haft betur gegn Warholm á Ólympíuleikunum í fyrra og Dos Santos vann hann á Bislett-leikvanginum í fyrra, svo sigurinn var enn kærkomnari í kvöld. „Þetta hefur angrað mig mikið. En það verður að segjast að svona lagað er líka langbesta hvatningin og eitthvað sem ekkert annað getur fært þér,“ sagði Warholm um samkeppnina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Körfubolti Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Enski boltinn Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Sjá meira