Sló heimsmet og sagði annað vera tímasóun Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2025 21:32 Karsten Warholm gladdi norsku þjóðina með heimsmeti á heimavelli í kvöld og gaf sér góðan tíma í að sinna aðdáendum. Getty/Maja Hitij Norski grindahlauparinn Karsten Warholm naut sín á botn fyrir framan landa sína á Bislett-leikvanginum í kvöld og setti nýtt heimsmet. Annað hefði verið tímaeyðsla að hans eigin sögn. Warholm sló sitt eigið heimsmet í 300 metra grindahlaupi, sem vissulega hefur mun sjaldnar verið keppt í en 400 metra grindahlaupi sem Warholm hlaut silfur í á síðustu Ólympíuleikum og gull í Tókýó 2021. Hann hljóp á Demantamótinu í kvöld á 32,67 sekúndum og sló metið sitt frá því í Kína í vor um 62/100 úr sekúndu. Í ár er í fyrsta sinn keppt í 300 metra grindahlaupi á Demantamótaröðinni en heimsmet í greininni eru þó ekki skráð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það skemmtilegasta var að vinna og sjá gleðina hjá öllum áhorfendunum. Það toppar ekkert tilfinninguna við að vinna á heimavelli og setja heimsmet. Ef mér tekst ekki að koma mér í svona stöðu þá finnst mér ég vera að sóa tíma mínum,“ sagði Warholm við SVT Sport. The fastest 300m hurdles in history! 🔥 Karsten Warholm 🇳🇴 shatters his world best with 32.67 at the Bislett Games in Oslo!He takes 0.38 off his previous mark. 🥵#DiamondLeague pic.twitter.com/IM7eSeoRB9— European Athletics (@EuroAthletics) June 12, 2025 Warholm var þó ekki með forystuna framan af hlaupi því Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin byrjaði betur. Warholm nýtti hins vegar stuðninginn úr stúkunni og endaði rúmlega hálfri sekúndu á undan Benjamin sem kom í mark á 33,22 sekúndum. Alison dos Santos varð svo þriðji á 33,38 sekúndum. Benjamin hafði haft betur gegn Warholm á Ólympíuleikunum í fyrra og Dos Santos vann hann á Bislett-leikvanginum í fyrra, svo sigurinn var enn kærkomnari í kvöld. „Þetta hefur angrað mig mikið. En það verður að segjast að svona lagað er líka langbesta hvatningin og eitthvað sem ekkert annað getur fært þér,“ sagði Warholm um samkeppnina. Frjálsar íþróttir Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjá meira
Warholm sló sitt eigið heimsmet í 300 metra grindahlaupi, sem vissulega hefur mun sjaldnar verið keppt í en 400 metra grindahlaupi sem Warholm hlaut silfur í á síðustu Ólympíuleikum og gull í Tókýó 2021. Hann hljóp á Demantamótinu í kvöld á 32,67 sekúndum og sló metið sitt frá því í Kína í vor um 62/100 úr sekúndu. Í ár er í fyrsta sinn keppt í 300 metra grindahlaupi á Demantamótaröðinni en heimsmet í greininni eru þó ekki skráð hjá alþjóða frjálsíþróttasambandinu. „Það skemmtilegasta var að vinna og sjá gleðina hjá öllum áhorfendunum. Það toppar ekkert tilfinninguna við að vinna á heimavelli og setja heimsmet. Ef mér tekst ekki að koma mér í svona stöðu þá finnst mér ég vera að sóa tíma mínum,“ sagði Warholm við SVT Sport. The fastest 300m hurdles in history! 🔥 Karsten Warholm 🇳🇴 shatters his world best with 32.67 at the Bislett Games in Oslo!He takes 0.38 off his previous mark. 🥵#DiamondLeague pic.twitter.com/IM7eSeoRB9— European Athletics (@EuroAthletics) June 12, 2025 Warholm var þó ekki með forystuna framan af hlaupi því Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin byrjaði betur. Warholm nýtti hins vegar stuðninginn úr stúkunni og endaði rúmlega hálfri sekúndu á undan Benjamin sem kom í mark á 33,22 sekúndum. Alison dos Santos varð svo þriðji á 33,38 sekúndum. Benjamin hafði haft betur gegn Warholm á Ólympíuleikunum í fyrra og Dos Santos vann hann á Bislett-leikvanginum í fyrra, svo sigurinn var enn kærkomnari í kvöld. „Þetta hefur angrað mig mikið. En það verður að segjast að svona lagað er líka langbesta hvatningin og eitthvað sem ekkert annað getur fært þér,“ sagði Warholm um samkeppnina.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Haukar - ÍR | Hörkuslagur á Ásvöllum Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning Ragna í nýju hlutverki hjá TBR „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Big Ben í kvöld: Óli Stef og Sveppi setjast við hringborðið Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Halda styrktarmót til að greiða leið Alexanders til Ally Pally Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti