Stórfyrirtæki flýi borgina vegna skatta Árni Sæberg skrifar 12. júní 2025 17:06 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismenn í Reykjavík munu leggja til að borgarstjórn samþykki að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026, þannig að tekjur borgarsjóðs af álögðum fasteignagjöldum hækki ekki milli áranna 2025 og 2026. Oddviti þeirra segir að mörg stærstu fyrirtæki landsins hafi flúið borgina undanfarin ár vegna hæstu fasteignaskatta á höfuðborgarsvæðinu. Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði sent öllum sveitarfélögum í landinu erindi, þar sem hvatt er til þess að álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði verði endurskoðuð til að mæta hækkunum fasteignamats, þannig að sköttum á atvinnuhúsnæði verði haldið óbreyttum á milli ára. Í tilkynningu á vef félagsins sagði að á síðasta ári hefði álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði verið um 36,6 milljarðar króna. Þá hefði álagningin hækkað að raunvirði um fimmtíu prósent á einum áratug, þrátt fyrir lækkanir sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu á tímabilinu. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir í samtali við Vísi að hún taki heilshugar undir með Félagi atvinnurekenda. Vilja frysta tekjur af fasteignagjöldum Hún segir að á næsta fundi borgarstjórnar muni borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun, sem hafi raunar verið lögð fram á hverju ári kjörtímabilsins: „Borgarstjórn samþykkir að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026, þannig að tekjur borgarsjóðs af álögðum fasteignagjöldum hækki ekki milli áranna 2025 og 2026. Með lækkuninni verði brugðist við hækkun fasteignamats sem kynnt var á dögunum en fasteignamat hefur tekið gríðarlegum hækkunum á kjörtímabilinu. Fjármála- og áhættustýringasviði verði falið að gera tillögur að nýju álagningarhlutföllum til samræmis við ofanritað.“ Óvinveitt kerfi leggi stein í götu fyrirtækja Hildur segir að hækkun fasteignamats á atvinnuhúsnæði um helming síðasta áratuginn þyngi auðvitað róðurinn fyrir atvinnurekendur. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafi fært höfuðstöðvar sínar úr höfuðborginni til nágrannasveitarfélaga á síðustu árum og meðal skýringa séu fasteignaskattar, sem reynist hvergi hærri á höfuðborgarsvæðinu en í Reykjavík. „Mér finnst skorta virka atvinnustefnu í höfuðborginni og skýrari áherslu á að styðja við verðmætasköpun í Reykjavík. Til þess þarf að tryggja samkeppnishæft skattaumhverfi, sveigjanlegri stjórnsýslu og aukið framboð atvinnulóða. Því miður birtast síendurtekin dæmi af óvinveittu borgarkerfi sem leggur stein í götu atvinnurekenda. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru þeir hæstu á höfuðborgarsvæðinu hér í Reykjavík, sífellt birtast nýjar gjaldtökur sem hrekja viðburðahald úr höfuðborginni og skortur er á atvinnulóðum.“ Fyrirtækin hrakin á brott í nafni þéttingar Þá sé uppi grafalvarleg staða á Ártúnshöfðanum en fjöldi fyrirtækja verði á næstu árum hrakinn af því atvinnusvæði í þágu þéttingar byggðar, án þess að borgin vinni að því að tryggja fyrirtækjunum ný svæði. Sumir séu jafnvel í þeirri stöðu að þurfa að rífa atvinnuhúsnæði á svæðinu á eigin kostnað, án þess að borgin greiði nokkrar bætur. „Það skortir allan skilning hér í Reykjavík á því að án verðmætasköpunar verður ekki hægt að standa undir þeirri grunnþjónustu sem okkur ber að veita lögum samkvæmt. Á næsta fundi borgarstjórnar leggjum við Sjálfstæðismenn til frystingu fasteignaskatta, þannig að krónutalan haldist óbreytt milli áranna 2025 og 2026. Grunnhugsunin er að draga úr áhrifum af hækkandi fasteignamati á þá skatta sem við innheimtum af fasteignaeigendum. Við höfum raunar lagt samskonar skattalækkun til árlega allt þetta kjörtímabil, enda gríðarlegar hækkanir fasteignamats raungerst síðustu árin.“ Tillögurnar hafi verið felldar í öllum tilfellum, sem sé miður. „Þá helst með þeim rökum að þessi aukna skattheimta hafi reynst nauðsynleg til að snúa við rekstri borgarinnar. Við Sjálfstæðismenn erum því ósammála enda viljum við ekki kafa dýpra í vasa borgarbúa til að leiðrétta óráðsíuna í rekstri borgarinnar, mun nærtækara væri að ráðast í róttæka tiltekt í borgarkerfinu.“ Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Tengdar fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur lagt til að gjaldtaka vegna minni háttar viðburða verði lögð af og gjaldtaka vegna meiri háttar viðburða verði helmingað. Borgin sjái reglulega á eftir viðburðum vegna gjaldtöku. 15. maí 2025 17:02 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Greint var frá því í gær að Félag atvinnurekenda hefði sent öllum sveitarfélögum í landinu erindi, þar sem hvatt er til þess að álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði verði endurskoðuð til að mæta hækkunum fasteignamats, þannig að sköttum á atvinnuhúsnæði verði haldið óbreyttum á milli ára. Í tilkynningu á vef félagsins sagði að á síðasta ári hefði álagður fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði verið um 36,6 milljarðar króna. Þá hefði álagningin hækkað að raunvirði um fimmtíu prósent á einum áratug, þrátt fyrir lækkanir sumra sveitarfélaga á álagningarprósentu á tímabilinu. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir í samtali við Vísi að hún taki heilshugar undir með Félagi atvinnurekenda. Vilja frysta tekjur af fasteignagjöldum Hún segir að á næsta fundi borgarstjórnar muni borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins leggja fram eftirfarandi bókun, sem hafi raunar verið lögð fram á hverju ári kjörtímabilsins: „Borgarstjórn samþykkir að lækka álagningarhlutfall fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og íbúðarhúsnæði við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026, þannig að tekjur borgarsjóðs af álögðum fasteignagjöldum hækki ekki milli áranna 2025 og 2026. Með lækkuninni verði brugðist við hækkun fasteignamats sem kynnt var á dögunum en fasteignamat hefur tekið gríðarlegum hækkunum á kjörtímabilinu. Fjármála- og áhættustýringasviði verði falið að gera tillögur að nýju álagningarhlutföllum til samræmis við ofanritað.“ Óvinveitt kerfi leggi stein í götu fyrirtækja Hildur segir að hækkun fasteignamats á atvinnuhúsnæði um helming síðasta áratuginn þyngi auðvitað róðurinn fyrir atvinnurekendur. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafi fært höfuðstöðvar sínar úr höfuðborginni til nágrannasveitarfélaga á síðustu árum og meðal skýringa séu fasteignaskattar, sem reynist hvergi hærri á höfuðborgarsvæðinu en í Reykjavík. „Mér finnst skorta virka atvinnustefnu í höfuðborginni og skýrari áherslu á að styðja við verðmætasköpun í Reykjavík. Til þess þarf að tryggja samkeppnishæft skattaumhverfi, sveigjanlegri stjórnsýslu og aukið framboð atvinnulóða. Því miður birtast síendurtekin dæmi af óvinveittu borgarkerfi sem leggur stein í götu atvinnurekenda. Fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði eru þeir hæstu á höfuðborgarsvæðinu hér í Reykjavík, sífellt birtast nýjar gjaldtökur sem hrekja viðburðahald úr höfuðborginni og skortur er á atvinnulóðum.“ Fyrirtækin hrakin á brott í nafni þéttingar Þá sé uppi grafalvarleg staða á Ártúnshöfðanum en fjöldi fyrirtækja verði á næstu árum hrakinn af því atvinnusvæði í þágu þéttingar byggðar, án þess að borgin vinni að því að tryggja fyrirtækjunum ný svæði. Sumir séu jafnvel í þeirri stöðu að þurfa að rífa atvinnuhúsnæði á svæðinu á eigin kostnað, án þess að borgin greiði nokkrar bætur. „Það skortir allan skilning hér í Reykjavík á því að án verðmætasköpunar verður ekki hægt að standa undir þeirri grunnþjónustu sem okkur ber að veita lögum samkvæmt. Á næsta fundi borgarstjórnar leggjum við Sjálfstæðismenn til frystingu fasteignaskatta, þannig að krónutalan haldist óbreytt milli áranna 2025 og 2026. Grunnhugsunin er að draga úr áhrifum af hækkandi fasteignamati á þá skatta sem við innheimtum af fasteignaeigendum. Við höfum raunar lagt samskonar skattalækkun til árlega allt þetta kjörtímabil, enda gríðarlegar hækkanir fasteignamats raungerst síðustu árin.“ Tillögurnar hafi verið felldar í öllum tilfellum, sem sé miður. „Þá helst með þeim rökum að þessi aukna skattheimta hafi reynst nauðsynleg til að snúa við rekstri borgarinnar. Við Sjálfstæðismenn erum því ósammála enda viljum við ekki kafa dýpra í vasa borgarbúa til að leiðrétta óráðsíuna í rekstri borgarinnar, mun nærtækara væri að ráðast í róttæka tiltekt í borgarkerfinu.“
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Tengdar fréttir Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur lagt til að gjaldtaka vegna minni háttar viðburða verði lögð af og gjaldtaka vegna meiri háttar viðburða verði helmingað. Borgin sjái reglulega á eftir viðburðum vegna gjaldtöku. 15. maí 2025 17:02 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni hefur lagt til að gjaldtaka vegna minni háttar viðburða verði lögð af og gjaldtaka vegna meiri háttar viðburða verði helmingað. Borgin sjái reglulega á eftir viðburðum vegna gjaldtöku. 15. maí 2025 17:02