Sakhæfi og refsing móður sem myrti eigið barn staðfest Árni Sæberg skrifar 12. júní 2025 16:46 Móðirin bjó ásamt drengjunum tveimur á Nýbýlavegi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest átján ára fangelsisrefsingu móður, sem sakfelld var fyrir að ráða syni sínum bana og að reyna að ráða öðrum syni sínum bana. Landsréttur féllst á það með héraðsdómi að konan væri sakhæf en lögmaður hennar taldi að meta ætti andleg veikindi konunnar henni til refsilækkunar eða refsileysis. Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp síðdegis. Konan var upphaflega sakfelld fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum í janúar í fyrra í héraði í nóvember þess árs. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi svipt drenginn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn hafi látist af völdum köfnunar. Í kjölfarið hafi hún farið inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar hafi hún tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar. Þunglynd en ekki ósakhæf Í dómi héraðsdóms sagði að konan hefði verið þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. „Málinu verður áfrýjað til Landsréttar, þar sem telja verður nauðsynlegt að tekið verði til endurskoðunar annarsvegar hve þungur dómurinn er og hinsvegar að ekki hafi verið fallist á að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu og hafi átt sér ákveðnar málsbætur í ljósi þess hve alvarleg andleg veikindi hún glímdi við er verknaðurinn var framinn,“ sagði í skriflegu svari Evu Dóru Kolbrúnardóttur, skipaðs verjanda konunnar, við fyrirspurn Vísis á sínum tíma. Landsréttur hefur nú komist að sömu niðurstöðu og héraðsdómur og dæmt konuna til átján ára fangelsisvistar. Í dómi Landsréttar kom fram að ákvæði almennra hegningarlaga geymdi undantekningu frá því þeirri meginreglu að mönnum skyldi refsað fyrir afbrot sín og það leiddi ekki til sakhæfisskorts þótt sá, sem framið hefði refsiverðan verknað, væri haldinn ranghugmyndum af völdum geðsjúkdóms nema hann hefði alls ekki verið fær um að stjórna gerðum sínum er hann vann verkið. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, hafi dómur héraðsdóms verið staðfestur. Andlát barns á Nýbýlavegi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Þetta segir í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp síðdegis. Konan var upphaflega sakfelld fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum í janúar í fyrra í héraði í nóvember þess árs. Í dómi héraðsdóms segir að konan hafi svipt drenginn lífi með því að setja kodda yfir andlit hans og með báðum höndum þrýst koddanum yfir vit hans og þrýst á háls hans og efri hluta brjóstkassa og ekki linað þau tök fyrr en hún varð þess áskynja að hann var látinn. Drengurinn hafi látist af völdum köfnunar. Í kjölfarið hafi hún farið inn í herbergi eldri sonar síns þar sem hann lá sofandi. Þar hafi hún tekið fyrir vit hans með annarri hendi og í hnakka hans með hinni og þannig þrýst andliti hans niður í rúmið, þannig að hann gat ekki andað. Drengurinn hafi vaknað og tekist að losa sig úr taki móður sinnar. Þunglynd en ekki ósakhæf Í dómi héraðsdóms sagði að konan hefði verið þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. „Málinu verður áfrýjað til Landsréttar, þar sem telja verður nauðsynlegt að tekið verði til endurskoðunar annarsvegar hve þungur dómurinn er og hinsvegar að ekki hafi verið fallist á að ákærða hafi verið ósakhæf á verknaðarstundu og hafi átt sér ákveðnar málsbætur í ljósi þess hve alvarleg andleg veikindi hún glímdi við er verknaðurinn var framinn,“ sagði í skriflegu svari Evu Dóru Kolbrúnardóttur, skipaðs verjanda konunnar, við fyrirspurn Vísis á sínum tíma. Landsréttur hefur nú komist að sömu niðurstöðu og héraðsdómur og dæmt konuna til átján ára fangelsisvistar. Í dómi Landsréttar kom fram að ákvæði almennra hegningarlaga geymdi undantekningu frá því þeirri meginreglu að mönnum skyldi refsað fyrir afbrot sín og það leiddi ekki til sakhæfisskorts þótt sá, sem framið hefði refsiverðan verknað, væri haldinn ranghugmyndum af völdum geðsjúkdóms nema hann hefði alls ekki verið fær um að stjórna gerðum sínum er hann vann verkið. Að þessu gættu en að öðru leyti með vísan til forsendna hins áfrýjaða dóms, hafi dómur héraðsdóms verið staðfestur.
Andlát barns á Nýbýlavegi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira