Oft langar og miklar tafir við Ölfusárbrú á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júní 2025 20:03 Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar, sem hvetur ökumenn til að fara þrengslin og yfir Óseyrarbrú til að losna við langa biðröð við Ölfusárbrú, ekki síst á álagstíma fyrir helgar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bæjarfulltrúi í Árborg hvetur ökumenn, sem eru að fara austur fyrir fjall að fara frekar þrengslin og yfir Óseyrarbrú á álagstímum í stað þess að fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi því þar myndast oft miklar umferðarteppur. Dæmi er um að fólk þurfi að bíða allt upp í hálftíma til fjörutíu og fimm mínútur í röð í bílum sínum til að komast yfir brúna. það eru oft miklar raðir af bílum af öllum stærðum og gerðum við Ölfusárbrú og stundum nær röðin sleitulaust fram hjá Ingólfsfjalli og að brúnni. Mestar eru raðirnar á fimmtudögum og föstudögum. Og það sem hjálpar ekki fyrir er að nú má aðeins einn stór bíll fara yfir brúna í einu samkvæmt tilmælum frá Vegagerðinni. „Já, það eru margir, sem vilja fara hérna í gegnum þorpið og við bíðum auðvitað spennt yfir nýrri brú, sem mun létta töluvert á umferðinni í gegnum þorpið. Þetta er ótrúleg umferð en þetta er líka bara stórt svæði. Hér hefur fjölgað gríðarlega íbúum og líka gestum á Suðurlandi öllu,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar. En hvað með að fólk fari yfir Óseyrarbrúna, hvetur Sveinn Ægir til þess eða hvað? „Já þeir, sem geta þá mæli ég eindregið með að taka þrengslin sérstaklega á föstudögum og um helgar.“ Langar raðir myndast oft við Ölfusárbrú á Selfoss þegar ökumenn eru að koma inn í bæjarfélagið eða að fara lengra austur á bóginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn Ægir segir mikla spennu fyrir nýju Ölfusárbrúnni, sem er verið að byggja en gjaldtaka verður yfir þá brú, sem á að vera tilbúin vorið 2029. Samkvæmt tilmælum frá Vegagerðinni má bara eitt þungt ökutæki fara yfir brúna í einu og tefur það líka umferðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er mikil spenna fyrir brúnni og íbúar fylgjast mjög vel með öllum framkvæmdum og framgangi verksins,“ segir Sveinn Ægir. Nýja brúin yfir Ölfusá á að vera tilbúin 2029.Aðsend Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Umferð Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira
það eru oft miklar raðir af bílum af öllum stærðum og gerðum við Ölfusárbrú og stundum nær röðin sleitulaust fram hjá Ingólfsfjalli og að brúnni. Mestar eru raðirnar á fimmtudögum og föstudögum. Og það sem hjálpar ekki fyrir er að nú má aðeins einn stór bíll fara yfir brúna í einu samkvæmt tilmælum frá Vegagerðinni. „Já, það eru margir, sem vilja fara hérna í gegnum þorpið og við bíðum auðvitað spennt yfir nýrri brú, sem mun létta töluvert á umferðinni í gegnum þorpið. Þetta er ótrúleg umferð en þetta er líka bara stórt svæði. Hér hefur fjölgað gríðarlega íbúum og líka gestum á Suðurlandi öllu,“ segir Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Árborgar. En hvað með að fólk fari yfir Óseyrarbrúna, hvetur Sveinn Ægir til þess eða hvað? „Já þeir, sem geta þá mæli ég eindregið með að taka þrengslin sérstaklega á föstudögum og um helgar.“ Langar raðir myndast oft við Ölfusárbrú á Selfoss þegar ökumenn eru að koma inn í bæjarfélagið eða að fara lengra austur á bóginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveinn Ægir segir mikla spennu fyrir nýju Ölfusárbrúnni, sem er verið að byggja en gjaldtaka verður yfir þá brú, sem á að vera tilbúin vorið 2029. Samkvæmt tilmælum frá Vegagerðinni má bara eitt þungt ökutæki fara yfir brúna í einu og tefur það líka umferðina.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það er mikil spenna fyrir brúnni og íbúar fylgjast mjög vel með öllum framkvæmdum og framgangi verksins,“ segir Sveinn Ægir. Nýja brúin yfir Ölfusá á að vera tilbúin 2029.Aðsend
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Umferð Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Sjá meira