Réðust á tómstundamiðstöð fyrir útlendinga þegar óeirðir héldu áfram Kjartan Kjartansson skrifar 12. júní 2025 13:38 Hettuklæddir óeirðaseggir reyna að grýta lögreglumenn sem beina að þeim háþrýstidælum í Ballymena á Norður-Írlandi. Óeirðir gegn útlendingum hafa geisað þar þrjár nætur í röð. AP/Peter Morrison Grímuklæddir óeirðaseggir lögðu eld að tómstundamiðstöð sem er notuð sem skýli fyrir förufólk á Norður-Írlandi í gærkvöldi. Fólkið í stöðinni hafði flúið óeirðir í bænum Ballymena sem hafa nú geisað þrjár nætur í röð. Friðsöm mótmæli vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot á hendur tveimur rúmenskumælandi táningspiltum snerust fljótt upp í óeirðir í bænum Ballymena á Norður-Írlandi á mánudag. Kveikt var í húsum og bílum og köstuðu óeirðaseggir eldsprengjum, múrsteinum og lausamunum í lögreglumenn. Rúmlega fjörutíu lögreglumenn hafa særst í óeirðunum í vikunni. Í gærkvöldi kveikti hópur grímuklæddra ungmenna í tómstundamiðstöð í bænum Larne þangað sem fólk sem varð fyrir árásum óeirðaseggja í Ballymena hafði verið flutt. Larne er um þrjátíu kílómetra austur af Ballymena. Rýma þurfti húsið en konur og börn tóku þátt í sundkennslu og líkamsrækt þegar eldur var borinn að stöðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að eldurinn hafi aðallega verið í móttöku hússins eða umtalsverðar reykskemmdir hafi orðið á húsnæðinu. Gordon Lyons, samfélagsmálaráðherra Norður-Írlands, sagði að orðrómur hefði farið á kreik um að tómstundastöðin yrði notuð til þess að hýsa útlendinga varanlega. Hann hafði sjálfur greint frá því á samfélagsmiðlum að fólkið hefði verið flutt í stöðina og hlaut bágt fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa verið að reyna að eyða fölskum sögusögnum. Lögregluyfirvöld hafa kallað óeirðirnar rasískar í eðli sínu og að þær beinist að þjóðernisminnihlutum og lögreglumönnum. John O'Dowd, fjármálaráðherra Norður-Írlands, tók í sama streng og kallaði óeirðaseggina „rasíska óþokka“. Ballymena erum 30.000 manna bær um fjörutíu kílómetra norðvestur af Belfast. Bærinn hefur verið þekktur sem sterku vígi sambandssinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að herskáir hópar sambandssinna standi að óeirðunum nú. Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Friðsöm mótmæli vegna ásakana um alvarleg kynferðisbrot á hendur tveimur rúmenskumælandi táningspiltum snerust fljótt upp í óeirðir í bænum Ballymena á Norður-Írlandi á mánudag. Kveikt var í húsum og bílum og köstuðu óeirðaseggir eldsprengjum, múrsteinum og lausamunum í lögreglumenn. Rúmlega fjörutíu lögreglumenn hafa særst í óeirðunum í vikunni. Í gærkvöldi kveikti hópur grímuklæddra ungmenna í tómstundamiðstöð í bænum Larne þangað sem fólk sem varð fyrir árásum óeirðaseggja í Ballymena hafði verið flutt. Larne er um þrjátíu kílómetra austur af Ballymena. Rýma þurfti húsið en konur og börn tóku þátt í sundkennslu og líkamsrækt þegar eldur var borinn að stöðinni, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Breska ríkisútvarpið BBC segir að eldurinn hafi aðallega verið í móttöku hússins eða umtalsverðar reykskemmdir hafi orðið á húsnæðinu. Gordon Lyons, samfélagsmálaráðherra Norður-Írlands, sagði að orðrómur hefði farið á kreik um að tómstundastöðin yrði notuð til þess að hýsa útlendinga varanlega. Hann hafði sjálfur greint frá því á samfélagsmiðlum að fólkið hefði verið flutt í stöðina og hlaut bágt fyrir. Sjálfur sagðist hann hafa verið að reyna að eyða fölskum sögusögnum. Lögregluyfirvöld hafa kallað óeirðirnar rasískar í eðli sínu og að þær beinist að þjóðernisminnihlutum og lögreglumönnum. John O'Dowd, fjármálaráðherra Norður-Írlands, tók í sama streng og kallaði óeirðaseggina „rasíska óþokka“. Ballymena erum 30.000 manna bær um fjörutíu kílómetra norðvestur af Belfast. Bærinn hefur verið þekktur sem sterku vígi sambandssinna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögreglan hefur sagt að ekkert bendi til þess að herskáir hópar sambandssinna standi að óeirðunum nú.
Norður-Írland Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira