Tökum höndum saman áður en það er of seint Karólína Helga Símonardóttir skrifar 12. júní 2025 12:16 Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. Því miður eru hvorki Hafnarfjörður né hafnfirsk ungmenni undanskilin þessari þróun. Ég, undirrituð, fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hef ítrekað kallað eftir því að bærinn leggi meiri og markvissari stuðning í þennan mikilvæga málaflokk. Þar má meðal annars nefna tillögu mína um að auka stöðugildi forvarnarfulltrúa bæjarins – tillögu sem var samþykkt. Við getum gert betur í forvörnum sem sveitarfélag. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur. Þar á meðal hefur verið lögð áhersla á að í innleiðingu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar verði unnið sérstaklega með sjálfsmynd barna og ungmenna. Að styrkja einstaklingana er eitt stærsta forvarnarverkefnið sem við getum ráðist í. Þegar börn og ungmenni hafa meiri trú á sér, öðlast þau betri færni til að takast á við andlegar og félagslegar áskoranir. Þau byggja upp seiglu og verða sterkari einstaklingar. Við erum að horfa upp á vaxandi vandamál sem þarf að bregðast við nú þegar. Hér er um að ræða börn og ungmenni sem mörg hver þrífast ekki í hefðbundnum tómstundum og finna sig ekki í hinu hefðbundna samfélagi. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem ná til þessa hóps. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt. Ég byrjaði strax að vekja athygli á því eftir að Covid-faraldurinn fór að réna. Strax í kjölfarið komu fram vaxandi áhyggjur meðal skólastjórnenda og kennara um að ýmis hættumerki væru á lofti. Ég bókaði strax þá í fræðsluráði Hafnarfjarðar: „Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál – aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Hér þarf að stíga niður fæti og bregðast hratt og skipulega við vandanum.“ Því miður hafa þær aðgerðir sem ráðist var í ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað á þá að gera næst? Þegar kallað var eftir auknu stöðugildi í Ungmennahúsinu Hamrinum var svar meirihlutans að loka húsinu. Ástæðan? Breytingar og að verið væri að mæta þörfum ungmenna. En hvernig var það gert og hefur þörfum þessara ungmenna sannarlega verið mætt? Við í Viðreisn teljum einnig mikilvægt að minna á að besta forvörnin er að hjálpa börnum og ungmennum að finna að þau tilheyri. Að vera hluti af heild – hvort sem er í tómstundum eða annarri skipulagðri samveru. Við megum ekki gleyma því að boltaíþróttir, afreksíþróttir og keppnisíþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem standa til boða. Við þurfum fjölbreyttari úrræði fyrir ungmennin okkar – rými þar sem öll upplifa sig sem virka þátttakendur og hluta af hópi. Allur Hafnarfjörður þarf að taka höndum saman. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Hafnarfjörður Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi fræðsluráðs Hafnarfjarðar þann 28. maí 2025 lagði ég fram fyrirspurn um stöðu barna og ungmenna í Hafnarfirði með áherslu á forvarnir. Áhyggjur hafa komið fram í samfélaginu vegna aukins ofbeldis, áfengisneyslu og notkunar annarra vímu- og hugbreytandi efna meðal ungmenna. Því miður eru hvorki Hafnarfjörður né hafnfirsk ungmenni undanskilin þessari þróun. Ég, undirrituð, fulltrúi Viðreisnar í fræðsluráði Hafnarfjarðar, hef ítrekað kallað eftir því að bærinn leggi meiri og markvissari stuðning í þennan mikilvæga málaflokk. Þar má meðal annars nefna tillögu mína um að auka stöðugildi forvarnarfulltrúa bæjarins – tillögu sem var samþykkt. Við getum gert betur í forvörnum sem sveitarfélag. Viðreisn hefur ítrekað lagt fram tillögur um úrbætur. Þar á meðal hefur verið lögð áhersla á að í innleiðingu nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar verði unnið sérstaklega með sjálfsmynd barna og ungmenna. Að styrkja einstaklingana er eitt stærsta forvarnarverkefnið sem við getum ráðist í. Þegar börn og ungmenni hafa meiri trú á sér, öðlast þau betri færni til að takast á við andlegar og félagslegar áskoranir. Þau byggja upp seiglu og verða sterkari einstaklingar. Við erum að horfa upp á vaxandi vandamál sem þarf að bregðast við nú þegar. Hér er um að ræða börn og ungmenni sem mörg hver þrífast ekki í hefðbundnum tómstundum og finna sig ekki í hinu hefðbundna samfélagi. Nauðsynlegt er að finna lausnir sem ná til þessa hóps. Þetta áhyggjuefni er þó ekki nýtt. Ég byrjaði strax að vekja athygli á því eftir að Covid-faraldurinn fór að réna. Strax í kjölfarið komu fram vaxandi áhyggjur meðal skólastjórnenda og kennara um að ýmis hættumerki væru á lofti. Ég bókaði strax þá í fræðsluráði Hafnarfjarðar: „Við viljum ekki bíða eftir því að hér gjósi upp stórkostleg vandamál – aukin eiturlyfjaneysla og ofbeldi. Hér þarf að stíga niður fæti og bregðast hratt og skipulega við vandanum.“ Því miður hafa þær aðgerðir sem ráðist var í ekki skilað nægjanlegum árangri. En hvað á þá að gera næst? Þegar kallað var eftir auknu stöðugildi í Ungmennahúsinu Hamrinum var svar meirihlutans að loka húsinu. Ástæðan? Breytingar og að verið væri að mæta þörfum ungmenna. En hvernig var það gert og hefur þörfum þessara ungmenna sannarlega verið mætt? Við í Viðreisn teljum einnig mikilvægt að minna á að besta forvörnin er að hjálpa börnum og ungmennum að finna að þau tilheyri. Að vera hluti af heild – hvort sem er í tómstundum eða annarri skipulagðri samveru. Við megum ekki gleyma því að boltaíþróttir, afreksíþróttir og keppnisíþróttir eru ekki einu tómstundirnar sem standa til boða. Við þurfum fjölbreyttari úrræði fyrir ungmennin okkar – rými þar sem öll upplifa sig sem virka þátttakendur og hluta af hópi. Allur Hafnarfjörður þarf að taka höndum saman. Höfundur er varabæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun