Þegar neyðin er mest er Caruso næst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2025 20:47 Alex Caruso kann vel við sig í bláu. Joshua Gateley/Getty Images Fimm ár eru síðan Vísir fjallaði um óvænt hlutverk Alex Caruso á leið Los Angeles Lakers að NBA-meistaratitlinum í körfubolta. Nú er hann máttarstólpi í einu besta liði NBA. Hlutverk hins fjölhæfa Caruso hjá Oklahoma City Thunder er engan veginn jafn óvænt og það fyrir fimm árum síðan þegar hann var þó 26 ára gamall. Síðan Caruso varð meistari með Lakers hefur hann verið einn besti varnarmaður deildarinnar og gæti verið að hann landi sínum öðrum meistaratitli áður en langt um líður. Hinn 31 árs gamli Caruso hefur rakað af sér það litla hár sem var á höfði hans þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Lakers, bónar skallann og spilar með blátt svitaband um höfuðið en eitt breytist aldrei. Hann er enn að leggja bestu leikmenn andstæðingsins hverju sinni í einelti. Segja má að Caruso sé snúinn aftur heim en það var góð frammistaða með Oklahoma City Blue, G-deildarliði OKC, sem hann vakti athygli NBA-liða eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann endaði hjá Lakers og þar var það gríðarlegur dugnaður og ótrúlega hátt orkustig, sérstaklega varnarlega, sem skilaði honum samning og meistaratitli. Á óskiljanlegan hátt ákvað Lakers að senda Caruso til Chicago Bulls árið 2021 en sem betur fer fyrir OKC og NBA-deildina í heild sinni gekk hann til liðs við OKC á síðasta ári. Eftir tap gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í ár vann OKC öruggan sigur í öðrum leik liðanna og er staðan því jöfn 1-1 fyrir þriðja leik sem fram fer í kvöld. Í sigrinum þar sem Shai Gilgeous-Alexander stal fyrirsögnunum gerði Caruso þó nokkuð sem hann gerir sjaldan, hann skoraði fjöldann allan af stigum. Venjulega leyfir hann öðrum að njóta sín en þegar neyðin er mest er Caruso næst. Hann skoraði alls 20 stig, annað skiptið sem hann afrekar það í úrslitakeppninni eftir að gera það núll sinnum í deildarkeppninni. „Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist að mætir með „það“ á hverju einasta kvöldi. Skiptir engu hvort hann er 22. ára gamall eða þrítugur. Hann mætir með „það.“ Mér finnst eins og það smiti út frá sér til liðsins. Svo býr hann yfir þessum eiginleika að lesa leikinn og átta sig samstundis á hvað er að gerast. Hann kemur þeim upplýsingum svo áleiðis til okkar hinna,“ sagði Chet Holmgren eftir sigurinn á Indiana í leik tvö. Upphitun fyrir þriðja leik OKC og Pacers um NBA-meistaratitilinn hefst á miðnætti. Hálftíma síðar, klukkan 00.30, hefst svo þriðji leikur einvígisins. Körfubolti NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Hlutverk hins fjölhæfa Caruso hjá Oklahoma City Thunder er engan veginn jafn óvænt og það fyrir fimm árum síðan þegar hann var þó 26 ára gamall. Síðan Caruso varð meistari með Lakers hefur hann verið einn besti varnarmaður deildarinnar og gæti verið að hann landi sínum öðrum meistaratitli áður en langt um líður. Hinn 31 árs gamli Caruso hefur rakað af sér það litla hár sem var á höfði hans þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Lakers, bónar skallann og spilar með blátt svitaband um höfuðið en eitt breytist aldrei. Hann er enn að leggja bestu leikmenn andstæðingsins hverju sinni í einelti. Segja má að Caruso sé snúinn aftur heim en það var góð frammistaða með Oklahoma City Blue, G-deildarliði OKC, sem hann vakti athygli NBA-liða eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann endaði hjá Lakers og þar var það gríðarlegur dugnaður og ótrúlega hátt orkustig, sérstaklega varnarlega, sem skilaði honum samning og meistaratitli. Á óskiljanlegan hátt ákvað Lakers að senda Caruso til Chicago Bulls árið 2021 en sem betur fer fyrir OKC og NBA-deildina í heild sinni gekk hann til liðs við OKC á síðasta ári. Eftir tap gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í ár vann OKC öruggan sigur í öðrum leik liðanna og er staðan því jöfn 1-1 fyrir þriðja leik sem fram fer í kvöld. Í sigrinum þar sem Shai Gilgeous-Alexander stal fyrirsögnunum gerði Caruso þó nokkuð sem hann gerir sjaldan, hann skoraði fjöldann allan af stigum. Venjulega leyfir hann öðrum að njóta sín en þegar neyðin er mest er Caruso næst. Hann skoraði alls 20 stig, annað skiptið sem hann afrekar það í úrslitakeppninni eftir að gera það núll sinnum í deildarkeppninni. „Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist að mætir með „það“ á hverju einasta kvöldi. Skiptir engu hvort hann er 22. ára gamall eða þrítugur. Hann mætir með „það.“ Mér finnst eins og það smiti út frá sér til liðsins. Svo býr hann yfir þessum eiginleika að lesa leikinn og átta sig samstundis á hvað er að gerast. Hann kemur þeim upplýsingum svo áleiðis til okkar hinna,“ sagði Chet Holmgren eftir sigurinn á Indiana í leik tvö. Upphitun fyrir þriðja leik OKC og Pacers um NBA-meistaratitilinn hefst á miðnætti. Hálftíma síðar, klukkan 00.30, hefst svo þriðji leikur einvígisins.
Körfubolti NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira