Fær ýmist þumalinn eða löngutöng vegna einkanúmersins Bjarki Sigurðsson skrifar 11. júní 2025 22:32 Björgvin Sævarsson keyrir um bæinn á Teslu með einkanúmerinu TRUMP. Vísir/Stefán Maðurinn sem keyrir um á Teslu-bifreið með einkanúmerinu TRUMP, hlýtur að hafa miklar skoðanir á vinslitum Donalds Trump og Elons Musk. Eða hvað? Bandaríkjaforseti og ríkasti maður heims urðu perluvinir í kringum framboð Trump til forseta í fyrra. Það slitnaði nýlega upp úr því sambandi og þeir skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Musk hefur sagst ætla að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og Trump ætlar að selja Teslu-bílinn sinn, en Musk er forstjóri bílaframleiðandans. Pælir ekki mikið í vinslitunum Vinslitin hafa þó ekki teljandi áhrif á manninn sem keyrir um götur landsins á Teslu úr smiðju Musk, með einkanúmerið Trump. „Svefnlausar nætur bara,“ segir Björgvin Sævarsson, eigandi bílsins, kaldhæðnislega og hlær. „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja.“ Fólk tekur vel í þetta? „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja. Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg,“ segir Björgvin. Vantaði rétta bílinn Björgvin rekur Kef Guesthouse og bílastæðafyrirtækið CarPark í Keflavík og sækir stundum ferðamenn á bílnum. Hann segir þá alla jafna hafa gaman af einkanúmerinu. Hann segist hafa átt réttinn á númerinu nokkuð lengi. „Ég náði því rétt fyrir forsetakosningarnar 2016, en mér fannst ég eiga bílinn til að setja þetta á. Það var ekki fyrr en ég eignaðist þennan sem mér fannst kominn tími til að flagga því,“ segir Björgvin. Ekki mikill stuðningsmaður Trump Þrátt fyrir einkanúmerið segist Björgvin ekki sérstakur stuðningsmaður Trump. „Ég er bara eins og vindurinn, fram og til baka. Ég hef verið vinstra megin, miðjunni og hægra megin. Verið hægra megin síðustu ár. En ég viðurkenni það fúslega að af því sem var í boði í kosningunum 2016 og í fyrra, ég hefði kosið Trump í bæði skiptin,“ segir Björgvin. En þú myndir ekki segja að þú værir mikill Trump-stuðningsmaður? „Ekki þannig, ég er bara að hafa gaman af þessu.“ Eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja En hvorum megin er Björgvin í þessum deilum Musk og Trump? „Ég er mitt á milli bara,“ segir Björgvin og hlær dátt. Líður þér eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja? „Það er svolítið svoleiðis, ég er alveg brotinn,“ segir Björgvin og hlær enn hærra. Donald Trump Elon Musk Bílar Vistvænir bílar Grín og gaman Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Bandaríkjaforseti og ríkasti maður heims urðu perluvinir í kringum framboð Trump til forseta í fyrra. Það slitnaði nýlega upp úr því sambandi og þeir skipst á skotum á samfélagsmiðlum. Musk hefur sagst ætla að stofna sinn eigin stjórnmálaflokk og Trump ætlar að selja Teslu-bílinn sinn, en Musk er forstjóri bílaframleiðandans. Pælir ekki mikið í vinslitunum Vinslitin hafa þó ekki teljandi áhrif á manninn sem keyrir um götur landsins á Teslu úr smiðju Musk, með einkanúmerið Trump. „Svefnlausar nætur bara,“ segir Björgvin Sævarsson, eigandi bílsins, kaldhæðnislega og hlær. „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja.“ Fólk tekur vel í þetta? „Menn eru ýmist ósáttir eða ánægðir. Það er bara gaman af hvoru tveggja. Við erum eins misjöfn eins og við erum mörg,“ segir Björgvin. Vantaði rétta bílinn Björgvin rekur Kef Guesthouse og bílastæðafyrirtækið CarPark í Keflavík og sækir stundum ferðamenn á bílnum. Hann segir þá alla jafna hafa gaman af einkanúmerinu. Hann segist hafa átt réttinn á númerinu nokkuð lengi. „Ég náði því rétt fyrir forsetakosningarnar 2016, en mér fannst ég eiga bílinn til að setja þetta á. Það var ekki fyrr en ég eignaðist þennan sem mér fannst kominn tími til að flagga því,“ segir Björgvin. Ekki mikill stuðningsmaður Trump Þrátt fyrir einkanúmerið segist Björgvin ekki sérstakur stuðningsmaður Trump. „Ég er bara eins og vindurinn, fram og til baka. Ég hef verið vinstra megin, miðjunni og hægra megin. Verið hægra megin síðustu ár. En ég viðurkenni það fúslega að af því sem var í boði í kosningunum 2016 og í fyrra, ég hefði kosið Trump í bæði skiptin,“ segir Björgvin. En þú myndir ekki segja að þú værir mikill Trump-stuðningsmaður? „Ekki þannig, ég er bara að hafa gaman af þessu.“ Eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja En hvorum megin er Björgvin í þessum deilum Musk og Trump? „Ég er mitt á milli bara,“ segir Björgvin og hlær dátt. Líður þér eins og mamma og pabbi hafi verið að skilja? „Það er svolítið svoleiðis, ég er alveg brotinn,“ segir Björgvin og hlær enn hærra.
Donald Trump Elon Musk Bílar Vistvænir bílar Grín og gaman Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Fleiri fréttir Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”