Átti ekki að klára dæmið í geðheilbrigðismálum? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2025 11:02 Síðustu ár hefur verið ákveðin vitundarvakning hvað geðheilbrigðismál varðar, sem er af hinu góða. Þessi mál eru minna tabú en áður og ungir sem aldnir eru meðvitaðir um mikilvægi þessa málaflokks. Nauðsynlegt er að fólk hafi aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og geti leitað sér aðstoðar sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar á reynir. Verkefni eins og Bergið Headspace, Píeta samtökin og Geðhjálp eru mikilvæg og forgangsraða ætti fjármunum í álíka verkefni. Ungt fólk í dag finnur fyrir meira álagi en áður og það brýst oftar en ekki út í erfiðri hegðun sem er alvarlegt. Við höfum séð þetta ítrekað núna síðustu misserin sem er miður. Sálfræðingar eru í meira mæli aðgengilegir á heilsugæslustöðvum hringinn í kringum landið og fjarheilbrigðisþjónusta er notuð í meira mæli sem er jákvæð þróun. Kosningamál eða hvað? Árið 2020 samþykkti Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og unnið hefur verið að því. Viðreisn gerði niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að kosningamáli og fullyrti, að ef þau kæmust í ríkisstjórn þá yrði niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu eitt af þeirra fyrstu verkum. Formaður Viðreisnar notaði orðalagið „að klára dæmið” en þetta dæmi stendur enn óklárað. Tekið er fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að auka eigi aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, sem er göfugt markmið. Ekki er talað skýrt um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun og engar vísbendingar eru um framgang þessa forgangsmáls hjá Viðreisn. Þann 26. maí sl. felldu sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu kjarasamning í annað sinn á árinu. Sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu haldast stutt í vinnu sökum þess hversu slök kjör eru í boði og starfa frekar sjálfstætt eða hjá sveitarfélögum. Biðlistar lengjast og sálfræðingar standa samningslausir út í kuldanum. Sömu biðlistar og Viðreisn talaði ítrekað um í kosningabaráttunni að stytta. Hveitibrauðsdögunum lokið Núna er hveitibrauðsdögum ríkistjórnarinna lokið og þarf verkstjórnin að fara standa við stóru orðin. Má búast við einhverjum aðgerðum í málaflokknum frá þessari ríkisstjórn? Munu íbúar þessa lands geta fengið niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu eins og lofað var og sett í forgang hér af flokki í ríkisstjórn? Ætli ráðherrar Viðreisnar eigi sér ekki viðreisnar von? Höfundur er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Geðheilbrigði Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur verið ákveðin vitundarvakning hvað geðheilbrigðismál varðar, sem er af hinu góða. Þessi mál eru minna tabú en áður og ungir sem aldnir eru meðvitaðir um mikilvægi þessa málaflokks. Nauðsynlegt er að fólk hafi aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og geti leitað sér aðstoðar sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar á reynir. Verkefni eins og Bergið Headspace, Píeta samtökin og Geðhjálp eru mikilvæg og forgangsraða ætti fjármunum í álíka verkefni. Ungt fólk í dag finnur fyrir meira álagi en áður og það brýst oftar en ekki út í erfiðri hegðun sem er alvarlegt. Við höfum séð þetta ítrekað núna síðustu misserin sem er miður. Sálfræðingar eru í meira mæli aðgengilegir á heilsugæslustöðvum hringinn í kringum landið og fjarheilbrigðisþjónusta er notuð í meira mæli sem er jákvæð þróun. Kosningamál eða hvað? Árið 2020 samþykkti Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og unnið hefur verið að því. Viðreisn gerði niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að kosningamáli og fullyrti, að ef þau kæmust í ríkisstjórn þá yrði niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu eitt af þeirra fyrstu verkum. Formaður Viðreisnar notaði orðalagið „að klára dæmið” en þetta dæmi stendur enn óklárað. Tekið er fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að auka eigi aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, sem er göfugt markmið. Ekki er talað skýrt um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun og engar vísbendingar eru um framgang þessa forgangsmáls hjá Viðreisn. Þann 26. maí sl. felldu sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu kjarasamning í annað sinn á árinu. Sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu haldast stutt í vinnu sökum þess hversu slök kjör eru í boði og starfa frekar sjálfstætt eða hjá sveitarfélögum. Biðlistar lengjast og sálfræðingar standa samningslausir út í kuldanum. Sömu biðlistar og Viðreisn talaði ítrekað um í kosningabaráttunni að stytta. Hveitibrauðsdögunum lokið Núna er hveitibrauðsdögum ríkistjórnarinna lokið og þarf verkstjórnin að fara standa við stóru orðin. Má búast við einhverjum aðgerðum í málaflokknum frá þessari ríkisstjórn? Munu íbúar þessa lands geta fengið niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu eins og lofað var og sett í forgang hér af flokki í ríkisstjórn? Ætli ráðherrar Viðreisnar eigi sér ekki viðreisnar von? Höfundur er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun