Átti ekki að klára dæmið í geðheilbrigðismálum? Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 11. júní 2025 11:02 Síðustu ár hefur verið ákveðin vitundarvakning hvað geðheilbrigðismál varðar, sem er af hinu góða. Þessi mál eru minna tabú en áður og ungir sem aldnir eru meðvitaðir um mikilvægi þessa málaflokks. Nauðsynlegt er að fólk hafi aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og geti leitað sér aðstoðar sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar á reynir. Verkefni eins og Bergið Headspace, Píeta samtökin og Geðhjálp eru mikilvæg og forgangsraða ætti fjármunum í álíka verkefni. Ungt fólk í dag finnur fyrir meira álagi en áður og það brýst oftar en ekki út í erfiðri hegðun sem er alvarlegt. Við höfum séð þetta ítrekað núna síðustu misserin sem er miður. Sálfræðingar eru í meira mæli aðgengilegir á heilsugæslustöðvum hringinn í kringum landið og fjarheilbrigðisþjónusta er notuð í meira mæli sem er jákvæð þróun. Kosningamál eða hvað? Árið 2020 samþykkti Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og unnið hefur verið að því. Viðreisn gerði niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að kosningamáli og fullyrti, að ef þau kæmust í ríkisstjórn þá yrði niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu eitt af þeirra fyrstu verkum. Formaður Viðreisnar notaði orðalagið „að klára dæmið” en þetta dæmi stendur enn óklárað. Tekið er fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að auka eigi aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, sem er göfugt markmið. Ekki er talað skýrt um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun og engar vísbendingar eru um framgang þessa forgangsmáls hjá Viðreisn. Þann 26. maí sl. felldu sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu kjarasamning í annað sinn á árinu. Sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu haldast stutt í vinnu sökum þess hversu slök kjör eru í boði og starfa frekar sjálfstætt eða hjá sveitarfélögum. Biðlistar lengjast og sálfræðingar standa samningslausir út í kuldanum. Sömu biðlistar og Viðreisn talaði ítrekað um í kosningabaráttunni að stytta. Hveitibrauðsdögunum lokið Núna er hveitibrauðsdögum ríkistjórnarinna lokið og þarf verkstjórnin að fara standa við stóru orðin. Má búast við einhverjum aðgerðum í málaflokknum frá þessari ríkisstjórn? Munu íbúar þessa lands geta fengið niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu eins og lofað var og sett í forgang hér af flokki í ríkisstjórn? Ætli ráðherrar Viðreisnar eigi sér ekki viðreisnar von? Höfundur er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingveldur Anna Sigurðardóttir Geðheilbrigði Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Síðustu ár hefur verið ákveðin vitundarvakning hvað geðheilbrigðismál varðar, sem er af hinu góða. Þessi mál eru minna tabú en áður og ungir sem aldnir eru meðvitaðir um mikilvægi þessa málaflokks. Nauðsynlegt er að fólk hafi aðgang að geðheilbrigðisþjónustu og geti leitað sér aðstoðar sálfræðings og annarra sérfræðinga þegar á reynir. Verkefni eins og Bergið Headspace, Píeta samtökin og Geðhjálp eru mikilvæg og forgangsraða ætti fjármunum í álíka verkefni. Ungt fólk í dag finnur fyrir meira álagi en áður og það brýst oftar en ekki út í erfiðri hegðun sem er alvarlegt. Við höfum séð þetta ítrekað núna síðustu misserin sem er miður. Sálfræðingar eru í meira mæli aðgengilegir á heilsugæslustöðvum hringinn í kringum landið og fjarheilbrigðisþjónusta er notuð í meira mæli sem er jákvæð þróun. Kosningamál eða hvað? Árið 2020 samþykkti Alþingi frumvarp um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og unnið hefur verið að því. Viðreisn gerði niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu að kosningamáli og fullyrti, að ef þau kæmust í ríkisstjórn þá yrði niðurgreiðsla á sálfræðiþjónustu eitt af þeirra fyrstu verkum. Formaður Viðreisnar notaði orðalagið „að klára dæmið” en þetta dæmi stendur enn óklárað. Tekið er fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar að auka eigi aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu, sem er göfugt markmið. Ekki er talað skýrt um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu í fjármálaáætlun og engar vísbendingar eru um framgang þessa forgangsmáls hjá Viðreisn. Þann 26. maí sl. felldu sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu kjarasamning í annað sinn á árinu. Sálfræðingar sem starfa hjá ríkinu haldast stutt í vinnu sökum þess hversu slök kjör eru í boði og starfa frekar sjálfstætt eða hjá sveitarfélögum. Biðlistar lengjast og sálfræðingar standa samningslausir út í kuldanum. Sömu biðlistar og Viðreisn talaði ítrekað um í kosningabaráttunni að stytta. Hveitibrauðsdögunum lokið Núna er hveitibrauðsdögum ríkistjórnarinna lokið og þarf verkstjórnin að fara standa við stóru orðin. Má búast við einhverjum aðgerðum í málaflokknum frá þessari ríkisstjórn? Munu íbúar þessa lands geta fengið niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu eins og lofað var og sett í forgang hér af flokki í ríkisstjórn? Ætli ráðherrar Viðreisnar eigi sér ekki viðreisnar von? Höfundur er varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi.
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar