„Ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 10:31 Ronaldo gaf „allt“ sem hann átti. Alexander Hassenstein/Getty Images Cristiano Ronaldo grét gleðitárum þegar Portúgal vann Þjóðadeildina í gærkvöldi og sagði tilfinningarnar sem fylgja því að vinna með landsliðinu mun meiri og betri en með félagsliði. Þá sagðist Ronaldo einnig hafa verið að glíma við meiðsli, en harkað þau af sér fyrir þjóðina. „Ég fann fyrir þeim í upphitun og var búinn að finna fyrir þeim í svolítinn tíma, en ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið. Þetta var leikur upp á titil, ég þurfti að spila og gefa allt í þetta“ sagði Ronaldo sem skoraði 2-2 jöfnunarmark Portúgal en fór út af tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. „Þetta var fyrir þjóðina. Við erum smá þjóð, en stórhuga. Við sækjumst alltaf eftir árangri. Nú er tími til að hvíla sig, ég var meiddur og gaf allt sem ég átti, allt“ sagði Ronaldo einnig. Leikurinn fór svo í framlengingu og vítaspyrnukeppni án hans en liðsfélagarnir tryggðu titilinn með 5-3 sigri í vítaspyrnukeppni. Þetta er þriðji titillinn sem Portúgal hefur unnið á eftir EM 2016 og Þjóðadeildinni 2019. Ronaldo grét af gleði þegar Portúgal vann Þjóðadeildina. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Ronaldo hefur sjálfur unnið töluvert fleiri titla með sínum félagsliðum en segir sætara að fagna sigri með samlöndum. „Börnin og konan eru hér með mér, bróðir minn og vinir mínir. Að vinna með Portúgal er alltaf sérstök stund. Ég hef unnið titla með félagsliðum en það toppar ekkert titlana með Portúgal. Þeim fylgja tár. Við höfum sinnt okkar skyldum og skulum fagna“ sagði Ronaldo sem hefur ekki enn gefið út sitt næsta skref á ferlinum. Samningur hans við Al-Nassr í Sádi-Arabíu er að renna út um mánaðamótin og óvíst er hvort hann framlengi. Ronaldo hefur þó gefið út að hann muni ekki leita sér að liði sem tekur þátt í HM félagsliða. Væntanlega tekur hann sér nú sumarfrí og jafnar sig af meiðslum áður en lokaákvörðun verður tekin. Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
„Ég fann fyrir þeim í upphitun og var búinn að finna fyrir þeim í svolítinn tíma, en ég myndi spila fótbrotinn fyrir landsliðið. Þetta var leikur upp á titil, ég þurfti að spila og gefa allt í þetta“ sagði Ronaldo sem skoraði 2-2 jöfnunarmark Portúgal en fór út af tveimur mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. „Þetta var fyrir þjóðina. Við erum smá þjóð, en stórhuga. Við sækjumst alltaf eftir árangri. Nú er tími til að hvíla sig, ég var meiddur og gaf allt sem ég átti, allt“ sagði Ronaldo einnig. Leikurinn fór svo í framlengingu og vítaspyrnukeppni án hans en liðsfélagarnir tryggðu titilinn með 5-3 sigri í vítaspyrnukeppni. Þetta er þriðji titillinn sem Portúgal hefur unnið á eftir EM 2016 og Þjóðadeildinni 2019. Ronaldo grét af gleði þegar Portúgal vann Þjóðadeildina. Maja Hitij - UEFA/UEFA via Getty Images Ronaldo hefur sjálfur unnið töluvert fleiri titla með sínum félagsliðum en segir sætara að fagna sigri með samlöndum. „Börnin og konan eru hér með mér, bróðir minn og vinir mínir. Að vinna með Portúgal er alltaf sérstök stund. Ég hef unnið titla með félagsliðum en það toppar ekkert titlana með Portúgal. Þeim fylgja tár. Við höfum sinnt okkar skyldum og skulum fagna“ sagði Ronaldo sem hefur ekki enn gefið út sitt næsta skref á ferlinum. Samningur hans við Al-Nassr í Sádi-Arabíu er að renna út um mánaðamótin og óvíst er hvort hann framlengi. Ronaldo hefur þó gefið út að hann muni ekki leita sér að liði sem tekur þátt í HM félagsliða. Væntanlega tekur hann sér nú sumarfrí og jafnar sig af meiðslum áður en lokaákvörðun verður tekin.
Þjóðadeild karla í fótbolta Tengdar fréttir Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Ronaldo verður ekki með á HM félagsliða Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo hefur útilokað það að hann muni taka þátt á HM félagsliða sem hefst síðar í þessum mánuði. 7. júní 2025 22:45