Skotin með gúmmíkúlu í beinni frá mótmælunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júní 2025 08:58 Lauren Tomasi var í beinni útsendingu að segja frá mótmælunum í Los Angeles þegar lögregluþjónn skaut hana. Áströlsk fréttakona var skotin með gúmmíkúlu í beinni útsendingu frá mótmælum í Los Angeles gegn innflytjendarassíum Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE). Lögregla og þjóðvarðaliðið hafa skotið gúmmíkúlum og táragasi á mótmælendur. Mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt handtökum ICE á innflytjendum án dóms og laga. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðaliða, gegn óskum ríkisstjórans Gavins Newsom, undir því yfirskini að hætta væri á uppreisn. Kveikt var í bílum í nótt og beitti lögreglan bæði táragasi og gúmmíkúlum til að reyna að berja niður mótmælin. Þá hafa á sjötta tug mótmælenda verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Fréttakonan Lauren Tomasi frá ástralska fréttamiðlunum 9News var á vettvangi fyrir utan varðhaldsstöð ICE til að fjalla um mótmælin. „Eftir margra klukkutíma pattstöðu hefur ástandið versnað til muna, LAPD ræðst til atlögu á hestbaki og skýtur gúmmíkúlum á mótmælendur til að koma þeim gegnum hjarta LA,“ sagði Tomasi í útsendingunni. Á næsta augnabliki eftir það var Tomasi skotin með gúmmíkúlu. Í myndefni sem 9News hafa birt á samfélagsmiðlum má sjá lögregluþjón miða í átt að fréttakonunni og skjóta á hana. Gúmmíkúlan virðist hæfa fréttakonuna í kálfann, sem æpir af sársauka og tekur um kálfann. U.S. Correspondent Lauren Tomasi has been caught in the crossfire as the LAPD fired rubber bullets at protesters in the heart of Los Angeles. #9NewsLATEST: https://t.co/l5w7JxixxB pic.twitter.com/nvQ7m9TGLj— 9News Australia (@9NewsAUS) June 9, 2025 Síðan heyrist í sjónarvotti segja: „Þú fokking skaust fréttakonuna!“ Einnig má heyra annan sjónarvott spyrja fréttakonuna hvort það sé í lagi með hana og Tomasi svara játandi. „Lauren Tomasi var skotin með gúmmíkúlu. Lauren og myndatökumaður hennar eru örugg og munu halda áfram þeirra ómissandi vinnu að fjalla um þessa atburði,“ sagði í tilkynningu frá 9News. „Þetta atvik þjónar sem bláköld áminning um þær hættur sem blaðamenn þola þegar þeir segja frá á framlínu mótmæla, sem undirstrikar mikilvægi hlutverks þeirra í veita lífsnauðsynlegar upplýsingar,“ sagði í sömu tilkynningu. Lögreglan í Los Angeles lýsti því yfir að mótmælin væru „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð“. Nánar má lesa um málið í umfjöllun Guardian og 9News. Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Mótmælendur hafa síðustu daga mótmælt handtökum ICE á innflytjendum án dóms og laga. Mótmælin stigmögnuðust í gær þegar Trump kallaði út tvö þúsund þjóðvarðaliða, gegn óskum ríkisstjórans Gavins Newsom, undir því yfirskini að hætta væri á uppreisn. Kveikt var í bílum í nótt og beitti lögreglan bæði táragasi og gúmmíkúlum til að reyna að berja niður mótmælin. Þá hafa á sjötta tug mótmælenda verið handteknir á síðustu tveimur dögum. Fréttakonan Lauren Tomasi frá ástralska fréttamiðlunum 9News var á vettvangi fyrir utan varðhaldsstöð ICE til að fjalla um mótmælin. „Eftir margra klukkutíma pattstöðu hefur ástandið versnað til muna, LAPD ræðst til atlögu á hestbaki og skýtur gúmmíkúlum á mótmælendur til að koma þeim gegnum hjarta LA,“ sagði Tomasi í útsendingunni. Á næsta augnabliki eftir það var Tomasi skotin með gúmmíkúlu. Í myndefni sem 9News hafa birt á samfélagsmiðlum má sjá lögregluþjón miða í átt að fréttakonunni og skjóta á hana. Gúmmíkúlan virðist hæfa fréttakonuna í kálfann, sem æpir af sársauka og tekur um kálfann. U.S. Correspondent Lauren Tomasi has been caught in the crossfire as the LAPD fired rubber bullets at protesters in the heart of Los Angeles. #9NewsLATEST: https://t.co/l5w7JxixxB pic.twitter.com/nvQ7m9TGLj— 9News Australia (@9NewsAUS) June 9, 2025 Síðan heyrist í sjónarvotti segja: „Þú fokking skaust fréttakonuna!“ Einnig má heyra annan sjónarvott spyrja fréttakonuna hvort það sé í lagi með hana og Tomasi svara játandi. „Lauren Tomasi var skotin með gúmmíkúlu. Lauren og myndatökumaður hennar eru örugg og munu halda áfram þeirra ómissandi vinnu að fjalla um þessa atburði,“ sagði í tilkynningu frá 9News. „Þetta atvik þjónar sem bláköld áminning um þær hættur sem blaðamenn þola þegar þeir segja frá á framlínu mótmæla, sem undirstrikar mikilvægi hlutverks þeirra í veita lífsnauðsynlegar upplýsingar,“ sagði í sömu tilkynningu. Lögreglan í Los Angeles lýsti því yfir að mótmælin væru „ólögleg samkoma“ og ráðlagði fjölmiðlafólki „að halda öruggri fjarlægð“. Nánar má lesa um málið í umfjöllun Guardian og 9News.
Bandaríkin Fjölmiðlar Donald Trump Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent