Segir óraunhæft að hann snúi aftur til Spurs í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2025 23:17 Mauricio Pochettino er þjálfari bandaríska landsliðsins í dag. John Dorton/ISI Photos/USSF/Getty Images Mauricio Pochettino, þjálfari bandaríska karlalandsliðsins í knattspyrnu, segir það vera óraunhæft að hann snúi aftur til Tottenham Hotspur í sumar. Forráðamenn Tottenham Hotspur létu ástralska þjálfarann Ange Postecoglou fara frá liðinu á dögunum og félagið er því í þjálfaraleit. Pochettino stýrði Spurs á árunum 2014-2019 með góðum árangri og kom liðinu meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Eftir að Pochettino var látinn fara frá Spurs hefur félagið haft sex mismunandi stjóra, ef með eru taldi bráðabirgðastjórar. Í hvert skipti sem liðið skiptir um stjóra eftir brotthvarf Pochettino er Argentínumaðurinn, sem sjálfur hefur sagst vilja snúa aftur til félagsins, verið orðaður við starfið. Nú þegar Tottenham er enn eina ferðina í stjóraleit er Pochettino, eins og svo oft áður, orðaður við starfið. Argentínumaðurinn er hins vegar þjálfari bandaríska landsliðsins og segir óraunhæft að hann taki við sínu fyrrum félagi á þessari stundu. „Eins og staðan er núna er það ekki raunhæft,“ sagði hinn 53 ára gamli Pochettino á blaðamannafundi. „Sjáið hvar ég er. Sjáið hvar við erum núna. Svarið er augljóst.“ „Ég held að síðan ég yfirgaf félagið árið 2019 hafi nafnið mitt alltaf komið upp þegar þeir leita að nýjum stjóra. Ég hef lesið þessa orðróma. En það eru hundrað þjálfarar á lista, hafið ekki áhyggjur af því.“ „Ef eitthvað kemur upp í framtíðinni þá skulum við sjá til. En eins og staðan er núna er ég ótrúlega ánægður og við getum ekki verið að tala um þessa hluti.“ Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira
Forráðamenn Tottenham Hotspur létu ástralska þjálfarann Ange Postecoglou fara frá liðinu á dögunum og félagið er því í þjálfaraleit. Pochettino stýrði Spurs á árunum 2014-2019 með góðum árangri og kom liðinu meðal annars í úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2019. Eftir að Pochettino var látinn fara frá Spurs hefur félagið haft sex mismunandi stjóra, ef með eru taldi bráðabirgðastjórar. Í hvert skipti sem liðið skiptir um stjóra eftir brotthvarf Pochettino er Argentínumaðurinn, sem sjálfur hefur sagst vilja snúa aftur til félagsins, verið orðaður við starfið. Nú þegar Tottenham er enn eina ferðina í stjóraleit er Pochettino, eins og svo oft áður, orðaður við starfið. Argentínumaðurinn er hins vegar þjálfari bandaríska landsliðsins og segir óraunhæft að hann taki við sínu fyrrum félagi á þessari stundu. „Eins og staðan er núna er það ekki raunhæft,“ sagði hinn 53 ára gamli Pochettino á blaðamannafundi. „Sjáið hvar ég er. Sjáið hvar við erum núna. Svarið er augljóst.“ „Ég held að síðan ég yfirgaf félagið árið 2019 hafi nafnið mitt alltaf komið upp þegar þeir leita að nýjum stjóra. Ég hef lesið þessa orðróma. En það eru hundrað þjálfarar á lista, hafið ekki áhyggjur af því.“ „Ef eitthvað kemur upp í framtíðinni þá skulum við sjá til. En eins og staðan er núna er ég ótrúlega ánægður og við getum ekki verið að tala um þessa hluti.“
Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Sjá meira