70 milljóna króna halli vegna uppsagnar samningsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. júní 2025 20:41 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Samsett Vinnumálastofnun sagði upp samningum við þrjú sveitarfélög um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Áhrif uppsagnarinnar geta leitt til allt að sjötíu milljóna króna halla hjá Reykjanesbæ. Sveitarfélagið hefur þjónustað umsækjendurna frá árinu 2004. Fjallað var um áhrif uppsagnar samnings á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar á föstudag. „Velferðarráð vill koma því á framfæri að Reykjanesbær hefur verið leiðandi á landsvísu þegar kemur að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd frá árinu 2004. Unnið hefur verið gríðarlega mikilvægt starf og vill ráðið þakka öllum þeim sem hafa staðið í framlínunni við þetta þarfa verkefni,“ stendur í fundargerð ráðsins. Um sjötíu einstaklingar sem óska eftir alþjóðlegri vernd hérlendis eru nýta sér þjónustu Reykjanesbæjar samkvæmt samningi þeirra við Vinnumálastofnun. „Þetta mun hafa áhrif því við gerum ráð fyrir þessum samning fyrir allt árið. Svo er honum sagt upp og sú uppsögn tekur gildi 31. júlí. Þetta eru minni tekjur sem koma inn,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar. Að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, er ástæðan fyrir riftun samningsins að umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað hratt. Samningunum við sveitarfélögin þrjú, Hafnafjarðarbæ, Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæjar, var öllum sagt upp í apríl þar sem Vinnumálastofnun ætlar að taka að sér málaflokkinn. Hún tekur jafnframt fram að stofnunin hafi ekkert út á starfsemi sveitarfélaganna að setja heldur sé um hagræðingu að ræða. Tekjur minnka um helming og fækka um tvö stöðugildi Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, að vegna uppsagnarinnar megi gera ráð fyrir allt að sextíu til sjötíu milljóna króna halla hjá sveitarfélaginu vegna uppsagnarinnar. „Eins og áætlunin stendur í dag, miðað við þann uppsagnarfrest sem er í samningi um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og að þjónustunotendur færast yfir til Vinnumálastofnunar í þessum mánuði, má gera ráð fyrir því að halli á samningnum verði allt að 60-70 m.kr. í ár,“ skrifar Halldóra. „Við höfum verið að leigja íbúðir þar sem við höfum haft þessa þjónustunotendur. Við höfum verið með fjórtán, fimmtán íbúðir víðs vegar um sveitarfélagið,“ segir Hilma. Að hennar sögn er uppsagnarfrestur leiguíbúðanna sex mánuðir, það er að segja til 31. október 2025, og er það þremur mánuðum eftir að Vinnumálastofnun tekur við málaflokknum. Í svari Halldóru kemur fram að áætlaður umframkostnaður vegna leiguhúsnæðisins geti orðið um fimmtán til tuttugu milljónir króna. Þá verður sveitarfélagið einnig af tekjum vegna uppsagnarinnar. Áætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir tæplega 250 milljón króna tekna vegna samningsins en þær lækka um tæplega fimmtíu prósent og verða einungis rúmar 120 milljónir króna. Sértekjur skrifstofur velferðarsviðs lækka einnig og verða um 25 milljónir króna sem samsvarar fjörutíu prósent af áætluninni. Þar af leiðandi þarf að fækka um tvö stöðugildi á skrifstofu velferðarsviðs. „Tíminn núna er nýttur eins og kostur er til að draga eins hratt og hægt er úr útgjöldum vegna samningsins með það að markmiði að náist að gera samninginn upp án halla. Takist það ekki verður uppgjör samningsins tekið upp við Vinnumálastofnun með það að markmiði að sveitarfélagið beri ekki kostnað vegna uppgjörs á þjónustusamningnum í kjölfar uppsagnar Vinnumálastofnunar,“ skrifar Halldóra Fríða. Óttast að breytingin leiði til lægra þjónustustigs Þjónustan sem Reykjanesbær hefur sinnt og mun sinna til 31. júlí næstkomandi er umfangsmikil. „Þetta er stuðningur við fólk sem hefur ekki kennitölu á meðan þau er í ferli hjá Útlendingastofnun að óska eftir því að fá stöðu sína sem flóttamann viðurkennda þá þarf að þjónusta fólkið á meðan,“ segir Hilma. „Fólk er til dæmis ekki með kennitölu, hefur engin réttindi, er ekki sjúkratryggt þannig að öll aðstoð við athafnir daglegs lífs og til þess að geta lifað eðlilegu lífi kemur í gegnum sveitarfélögin.“ Hún óttast að breytingin muni leiða til skerðingar á þjónustu. „Sveitarfélögin sinna náttúrulega nærþjónustu sem Vinnumálastofnun tekur nú yfir þannig það má leiða líkur að því að það verði minni þjónusta við þessa einstaklinga.“ Reykjanesbær Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira
Fjallað var um áhrif uppsagnar samnings á fundi velferðarráðs Reykjanesbæjar á föstudag. „Velferðarráð vill koma því á framfæri að Reykjanesbær hefur verið leiðandi á landsvísu þegar kemur að málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd frá árinu 2004. Unnið hefur verið gríðarlega mikilvægt starf og vill ráðið þakka öllum þeim sem hafa staðið í framlínunni við þetta þarfa verkefni,“ stendur í fundargerð ráðsins. Um sjötíu einstaklingar sem óska eftir alþjóðlegri vernd hérlendis eru nýta sér þjónustu Reykjanesbæjar samkvæmt samningi þeirra við Vinnumálastofnun. „Þetta mun hafa áhrif því við gerum ráð fyrir þessum samning fyrir allt árið. Svo er honum sagt upp og sú uppsögn tekur gildi 31. júlí. Þetta eru minni tekjur sem koma inn,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, teymisstjóri virkni- og ráðgjafarteymis hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar. Að sögn Unnar Sverrisdóttur, forstjóra Vinnumálastofnunar, er ástæðan fyrir riftun samningsins að umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað hratt. Samningunum við sveitarfélögin þrjú, Hafnafjarðarbæ, Reykjavíkurborgar og Reykjanesbæjar, var öllum sagt upp í apríl þar sem Vinnumálastofnun ætlar að taka að sér málaflokkinn. Hún tekur jafnframt fram að stofnunin hafi ekkert út á starfsemi sveitarfélaganna að setja heldur sé um hagræðingu að ræða. Tekjur minnka um helming og fækka um tvö stöðugildi Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, starfandi bæjarstjóri Reykjanesbæjar, að vegna uppsagnarinnar megi gera ráð fyrir allt að sextíu til sjötíu milljóna króna halla hjá sveitarfélaginu vegna uppsagnarinnar. „Eins og áætlunin stendur í dag, miðað við þann uppsagnarfrest sem er í samningi um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd og að þjónustunotendur færast yfir til Vinnumálastofnunar í þessum mánuði, má gera ráð fyrir því að halli á samningnum verði allt að 60-70 m.kr. í ár,“ skrifar Halldóra. „Við höfum verið að leigja íbúðir þar sem við höfum haft þessa þjónustunotendur. Við höfum verið með fjórtán, fimmtán íbúðir víðs vegar um sveitarfélagið,“ segir Hilma. Að hennar sögn er uppsagnarfrestur leiguíbúðanna sex mánuðir, það er að segja til 31. október 2025, og er það þremur mánuðum eftir að Vinnumálastofnun tekur við málaflokknum. Í svari Halldóru kemur fram að áætlaður umframkostnaður vegna leiguhúsnæðisins geti orðið um fimmtán til tuttugu milljónir króna. Þá verður sveitarfélagið einnig af tekjum vegna uppsagnarinnar. Áætlun sveitarfélagsins gerði ráð fyrir tæplega 250 milljón króna tekna vegna samningsins en þær lækka um tæplega fimmtíu prósent og verða einungis rúmar 120 milljónir króna. Sértekjur skrifstofur velferðarsviðs lækka einnig og verða um 25 milljónir króna sem samsvarar fjörutíu prósent af áætluninni. Þar af leiðandi þarf að fækka um tvö stöðugildi á skrifstofu velferðarsviðs. „Tíminn núna er nýttur eins og kostur er til að draga eins hratt og hægt er úr útgjöldum vegna samningsins með það að markmiði að náist að gera samninginn upp án halla. Takist það ekki verður uppgjör samningsins tekið upp við Vinnumálastofnun með það að markmiði að sveitarfélagið beri ekki kostnað vegna uppgjörs á þjónustusamningnum í kjölfar uppsagnar Vinnumálastofnunar,“ skrifar Halldóra Fríða. Óttast að breytingin leiði til lægra þjónustustigs Þjónustan sem Reykjanesbær hefur sinnt og mun sinna til 31. júlí næstkomandi er umfangsmikil. „Þetta er stuðningur við fólk sem hefur ekki kennitölu á meðan þau er í ferli hjá Útlendingastofnun að óska eftir því að fá stöðu sína sem flóttamann viðurkennda þá þarf að þjónusta fólkið á meðan,“ segir Hilma. „Fólk er til dæmis ekki með kennitölu, hefur engin réttindi, er ekki sjúkratryggt þannig að öll aðstoð við athafnir daglegs lífs og til þess að geta lifað eðlilegu lífi kemur í gegnum sveitarfélögin.“ Hún óttast að breytingin muni leiða til skerðingar á þjónustu. „Sveitarfélögin sinna náttúrulega nærþjónustu sem Vinnumálastofnun tekur nú yfir þannig það má leiða líkur að því að það verði minni þjónusta við þessa einstaklinga.“
Reykjanesbær Hælisleitendur Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Sjá meira