Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júní 2025 11:31 Gísli Már Gíslason er fjölfróður um hin ýmsu skordýr þó hann hafi einkum upp á síðkastið að mestu verið spurður út í lúsmý. Vísir Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. Borið hefur á skordýrabitum meðal borgarbúa í Reykjavík nú í byrjun júní. Gísli Már Gíslason líffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði segir að ýmsar skordýrategundir séu nú á ferðinni sem geti bitið fólk, hann segist telja of snemmt að úrskurða um það hvort þar séu á ferðinni lúsmýbit en að sögn Gísla styttist í að flugan muni gera vart við sig af alvöru þetta sumarið. „Ef það fer að hlýna þá fer lúsmýið örugglega að koma upp, svona um miðjan mánuðinn,“ segir Gísli. Þannig að það styttist í að lúsmýið fari að gera vart við sig? „Það styttist í það og ég hef grun um að í hitabylgjunni í maí þá hafi það klakist að einhverju leyti. Fólk var að kvarta og maður sá það á síðu sem var á Smettisskinni eða Facebook að þar var fólk að kvarta undan lúsmý og eins og ég sagði þá var ég nokkuð viss um að það hefði klakist lúsmý og bitið fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Nælir sér í far með fólki Finni fólk sig með skordýrabit um þetta leyti segir Gísli ýmislegt annað koma þar til greina en bara lúsmýið og nefnir það sem hann kallar gamla góða bitmýiið og fuglafló. Lúsmý gerði fyrst vart við sig árið 2015 á Íslandi og segir Gísli nú vísbendingar um að það sé að finna út um allt land, meðal annars á Vestfjörðum, sem löngum hefur verið talinn síðasti landshlutinn þar sem fluguna er ekki að finna. „Hér á Vestfjörðum hef ég séð mynd af lúsmý í húsbíl sem var í Tungudal í Ísafirði en hvort það hafi borist með bílnum eða ekki veit ég ekki en mér finndist það ekki ólíklegt. Og ég held að lúsmýið hafi dreifst svona hratt um landið, að það sé komið í alla landshluta eftir að það var fyrst greint hér á landi sé vegna þess að fólk er að bera þetta með sér í húsbýlum, hjólhýsum og fellihýsum og öðru slíku og fara á milli ferðamannastaða, þetta dúkkar yfirleitt í kringum það fyrst.“ Lúsmý Skordýr Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Borið hefur á skordýrabitum meðal borgarbúa í Reykjavík nú í byrjun júní. Gísli Már Gíslason líffræðingur og prófessor emeritus í dýrafræði segir að ýmsar skordýrategundir séu nú á ferðinni sem geti bitið fólk, hann segist telja of snemmt að úrskurða um það hvort þar séu á ferðinni lúsmýbit en að sögn Gísla styttist í að flugan muni gera vart við sig af alvöru þetta sumarið. „Ef það fer að hlýna þá fer lúsmýið örugglega að koma upp, svona um miðjan mánuðinn,“ segir Gísli. Þannig að það styttist í að lúsmýið fari að gera vart við sig? „Það styttist í það og ég hef grun um að í hitabylgjunni í maí þá hafi það klakist að einhverju leyti. Fólk var að kvarta og maður sá það á síðu sem var á Smettisskinni eða Facebook að þar var fólk að kvarta undan lúsmý og eins og ég sagði þá var ég nokkuð viss um að það hefði klakist lúsmý og bitið fólk í Vestur-Skaftafellssýslu.“ Nælir sér í far með fólki Finni fólk sig með skordýrabit um þetta leyti segir Gísli ýmislegt annað koma þar til greina en bara lúsmýið og nefnir það sem hann kallar gamla góða bitmýiið og fuglafló. Lúsmý gerði fyrst vart við sig árið 2015 á Íslandi og segir Gísli nú vísbendingar um að það sé að finna út um allt land, meðal annars á Vestfjörðum, sem löngum hefur verið talinn síðasti landshlutinn þar sem fluguna er ekki að finna. „Hér á Vestfjörðum hef ég séð mynd af lúsmý í húsbíl sem var í Tungudal í Ísafirði en hvort það hafi borist með bílnum eða ekki veit ég ekki en mér finndist það ekki ólíklegt. Og ég held að lúsmýið hafi dreifst svona hratt um landið, að það sé komið í alla landshluta eftir að það var fyrst greint hér á landi sé vegna þess að fólk er að bera þetta með sér í húsbýlum, hjólhýsum og fellihýsum og öðru slíku og fara á milli ferðamannastaða, þetta dúkkar yfirleitt í kringum það fyrst.“
Lúsmý Skordýr Vesturbyggð Ísafjarðarbær Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira