Launahækkunin mun fara í gegn en kerfið endurskoðað í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 12:07 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að launahækkun æðstu ráðamanna muni ganga í gegn um næstu mánaðamót. Hún kveðst skilja gremju fólks vegna mikilla launahækkana en vill frekar ráðast í gagngera endurskoðun á kerfinu, frekar en að leita í tímabundna lausn rétt fyrir lok þings. Laun þingmanna, ráðherra, forseta og fleiri æðstu embættismanna, eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár. Sú hækkun er reiknuð 5,6 prósent þetta árið og því mun þingfararkaup hækka um 85 þúsund krónur næstu mánaðamót og verður rúmlega 1,6 milljónir króna. Hækkunin þykir rífleg, en laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu töluvert minna síðasta árið, um einungis 3,5 prósent. Síðustu tvö ár hefur verið lagt fram bráðabirgðaákvæði á þingi til að takmarka hækkun launa æðstu ráðamanna. Í fyrra var hún takmörkuð við 66 þúsund krónur, og árið þar á undan við 2,5 prósent. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki til skoðunar að leggja fram bráðabirgðarákvæði fyrir mánaðamót. Hækkunin muni ganga í gegn. Hins vegar þurfi að skoða kerfið frá grunni. „Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni að þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag. Að minnsta kosti erum við reiðubúin til að fara í samtal núna, meðal annars með vinnumarkaðinum, um hvernig við getum fundið einhverja vísitölu, einhvern grunnútreikning, eitthvað kerfi, sem skilar niðurstöðum sem fólk getur verið sátt við að sé á hverjum tíma,“ segir Kristrún. Hún vilji ekki að umræða um launahækkanirnar vegna ósættis almennings komi upp á hverju ári. „Það sem mér hugnast ekki er að við séum árlega, rétt fyrir þinglok, að handstýra þessum launahækkunum. Það breytir ekki að við heyrum skilaboðin skýrt, við erum viljug til að taka samtal við vinnumarkaðinn og fara í mögulegar breytingar sem verða skoðaðar í haust,“ segir Kristrún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Laun þingmanna, ráðherra, forseta og fleiri æðstu embættismanna, eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár. Sú hækkun er reiknuð 5,6 prósent þetta árið og því mun þingfararkaup hækka um 85 þúsund krónur næstu mánaðamót og verður rúmlega 1,6 milljónir króna. Hækkunin þykir rífleg, en laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu töluvert minna síðasta árið, um einungis 3,5 prósent. Síðustu tvö ár hefur verið lagt fram bráðabirgðaákvæði á þingi til að takmarka hækkun launa æðstu ráðamanna. Í fyrra var hún takmörkuð við 66 þúsund krónur, og árið þar á undan við 2,5 prósent. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki til skoðunar að leggja fram bráðabirgðarákvæði fyrir mánaðamót. Hækkunin muni ganga í gegn. Hins vegar þurfi að skoða kerfið frá grunni. „Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni að þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag. Að minnsta kosti erum við reiðubúin til að fara í samtal núna, meðal annars með vinnumarkaðinum, um hvernig við getum fundið einhverja vísitölu, einhvern grunnútreikning, eitthvað kerfi, sem skilar niðurstöðum sem fólk getur verið sátt við að sé á hverjum tíma,“ segir Kristrún. Hún vilji ekki að umræða um launahækkanirnar vegna ósættis almennings komi upp á hverju ári. „Það sem mér hugnast ekki er að við séum árlega, rétt fyrir þinglok, að handstýra þessum launahækkunum. Það breytir ekki að við heyrum skilaboðin skýrt, við erum viljug til að taka samtal við vinnumarkaðinn og fara í mögulegar breytingar sem verða skoðaðar í haust,“ segir Kristrún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira