Launahækkunin mun fara í gegn en kerfið endurskoðað í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júní 2025 12:07 Kristrún Frostadóttir er forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að launahækkun æðstu ráðamanna muni ganga í gegn um næstu mánaðamót. Hún kveðst skilja gremju fólks vegna mikilla launahækkana en vill frekar ráðast í gagngera endurskoðun á kerfinu, frekar en að leita í tímabundna lausn rétt fyrir lok þings. Laun þingmanna, ráðherra, forseta og fleiri æðstu embættismanna, eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár. Sú hækkun er reiknuð 5,6 prósent þetta árið og því mun þingfararkaup hækka um 85 þúsund krónur næstu mánaðamót og verður rúmlega 1,6 milljónir króna. Hækkunin þykir rífleg, en laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu töluvert minna síðasta árið, um einungis 3,5 prósent. Síðustu tvö ár hefur verið lagt fram bráðabirgðaákvæði á þingi til að takmarka hækkun launa æðstu ráðamanna. Í fyrra var hún takmörkuð við 66 þúsund krónur, og árið þar á undan við 2,5 prósent. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki til skoðunar að leggja fram bráðabirgðarákvæði fyrir mánaðamót. Hækkunin muni ganga í gegn. Hins vegar þurfi að skoða kerfið frá grunni. „Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni að þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag. Að minnsta kosti erum við reiðubúin til að fara í samtal núna, meðal annars með vinnumarkaðinum, um hvernig við getum fundið einhverja vísitölu, einhvern grunnútreikning, eitthvað kerfi, sem skilar niðurstöðum sem fólk getur verið sátt við að sé á hverjum tíma,“ segir Kristrún. Hún vilji ekki að umræða um launahækkanirnar vegna ósættis almennings komi upp á hverju ári. „Það sem mér hugnast ekki er að við séum árlega, rétt fyrir þinglok, að handstýra þessum launahækkunum. Það breytir ekki að við heyrum skilaboðin skýrt, við erum viljug til að taka samtal við vinnumarkaðinn og fara í mögulegar breytingar sem verða skoðaðar í haust,“ segir Kristrún. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Laun þingmanna, ráðherra, forseta og fleiri æðstu embættismanna, eru uppfærð einu sinni á ári í samræmi við meðallaunahækkun ríkisstarfsmanna það ár. Sú hækkun er reiknuð 5,6 prósent þetta árið og því mun þingfararkaup hækka um 85 þúsund krónur næstu mánaðamót og verður rúmlega 1,6 milljónir króna. Hækkunin þykir rífleg, en laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu töluvert minna síðasta árið, um einungis 3,5 prósent. Síðustu tvö ár hefur verið lagt fram bráðabirgðaákvæði á þingi til að takmarka hækkun launa æðstu ráðamanna. Í fyrra var hún takmörkuð við 66 þúsund krónur, og árið þar á undan við 2,5 prósent. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki til skoðunar að leggja fram bráðabirgðarákvæði fyrir mánaðamót. Hækkunin muni ganga í gegn. Hins vegar þurfi að skoða kerfið frá grunni. „Ég skynja þessa gremju og ég hef orðið vitni að þessari umræðu síðan ég steig inn á þing. Ég held að það liggi beinast við að það þurfi að endurskoða þetta fyrirkomulag. Að minnsta kosti erum við reiðubúin til að fara í samtal núna, meðal annars með vinnumarkaðinum, um hvernig við getum fundið einhverja vísitölu, einhvern grunnútreikning, eitthvað kerfi, sem skilar niðurstöðum sem fólk getur verið sátt við að sé á hverjum tíma,“ segir Kristrún. Hún vilji ekki að umræða um launahækkanirnar vegna ósættis almennings komi upp á hverju ári. „Það sem mér hugnast ekki er að við séum árlega, rétt fyrir þinglok, að handstýra þessum launahækkunum. Það breytir ekki að við heyrum skilaboðin skýrt, við erum viljug til að taka samtal við vinnumarkaðinn og fara í mögulegar breytingar sem verða skoðaðar í haust,“ segir Kristrún.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómstólar Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira