Íbúar leiti réttar síns vegna flautsins: „Þetta er lýðheilsuógn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. júní 2025 11:42 Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir blístrið á svipaðri tíðni og barnsgrátur. Vísir Umtalað „djöflablístur“ eða „draugahljóð“ virðist leika íbúa fleiri hverfa en Laugarneshverfis grátt. Hljóðverkfræðingur segir hljóðið lýðheilsuógn og hvetur íbúasamtök til að leita réttar síns. Þreyttir foreldrar í Urriðaholti íhuga að gera nákvæmlega það. Fljótlega eftir að Anna Kristín Árnadóttir flutti í glænýja íbúð við Maríu í Urriðaholti fyrir rúmu ári varð hún vör við sams konar flauthljóð og heyra má á Hallgerðargötu þegar vindur blæs úr norðanátt. Hún segir sömu sögu og íbúar Laugarneshverfis um að hljóðið haldi fyrir henni vöku og sé hreint út sagt ærandi. Verktakinn lofi öllu fögru „Ég hefði viljað vera búin að taka eftir þessu þegar ég flutti inn því þá hefði ég neitað að greiða ÞG verk lokagreiðsluna,“ segir Anna. Blístrið líkist því sem heyrist í Laugarnesinu, líkt og heyra má hér að neðan. Verktakinn ÞG verk hefur séð um byggingu íbúða við Maríugötu og Vinastræti í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Hermannssyni gæðafulltrúa ÞG verks hefur verktakafyrirtækið fengið ábendingar um hljóðið. Ekki sé víst hvar upptökin séu en unnið sé í leiðum til úrbóta í samstarfi við hljóðverkfræðinga og íbúa. „Það er ágætis samtal á milli okkar,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Anna segir málið aftur á móti ekki svo einfalt. „Þeir lofa okkur öllu fögru og segja okkur að það sé að koma verkfræðingur að kíkja á þetta. Segja okkur svo að til þess að hægt sé að laga þetta þá þurfum við að vita hvaðan þetta berst,“ segir Anna. Það liggi þó í augum uppi hvaðan hljóðið komi, svalahandriði í blokk við Maríugötu 15. Þegar hvessir úr norðanátt ómi um götuna. Ekkert í lagi ef svefninn er það ekki Anna og fjölskylda íhugar að fá lögfræðing með sér í lið og leita réttar síns. „Okkur langar bara að flytja en við erum ekki enn búið að finna neitt annað. En svo er maður hræddur af því að ef ég hefði keypt þessa íbúð af annarri manneskju sem hefði búið þarna og vitað af þessu, þá hefði ég farið í mál við hana.“ Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hljóðið á tíðnisviði þar sem mannseyrað er hrikalega næmt. Hann segir tíðnina á sömu tíðni og barnsgrát. Í Reykjavík síðdegis í gær sagðist hann fyrst hafa heyrt hljóð af þessu tagi á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. „Þetta er lýðheilsuógn. Þannig að hverfasamtökin þurfa að taka þetta upp á sína arma, hafa samband við þessa íbúa og þeir verða að sækja rétt sinn gagnvart þeim sem seldu þeim þessar íbúðir. Ég hef reynt það sjálfur, ef svefninn er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.“ Reykjavík Garðabær Húsnæðismál Tengdar fréttir „Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
Fljótlega eftir að Anna Kristín Árnadóttir flutti í glænýja íbúð við Maríu í Urriðaholti fyrir rúmu ári varð hún vör við sams konar flauthljóð og heyra má á Hallgerðargötu þegar vindur blæs úr norðanátt. Hún segir sömu sögu og íbúar Laugarneshverfis um að hljóðið haldi fyrir henni vöku og sé hreint út sagt ærandi. Verktakinn lofi öllu fögru „Ég hefði viljað vera búin að taka eftir þessu þegar ég flutti inn því þá hefði ég neitað að greiða ÞG verk lokagreiðsluna,“ segir Anna. Blístrið líkist því sem heyrist í Laugarnesinu, líkt og heyra má hér að neðan. Verktakinn ÞG verk hefur séð um byggingu íbúða við Maríugötu og Vinastræti í Urriðaholti í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Hermannssyni gæðafulltrúa ÞG verks hefur verktakafyrirtækið fengið ábendingar um hljóðið. Ekki sé víst hvar upptökin séu en unnið sé í leiðum til úrbóta í samstarfi við hljóðverkfræðinga og íbúa. „Það er ágætis samtal á milli okkar,“ segir Sverrir í samtali við fréttastofu. Anna segir málið aftur á móti ekki svo einfalt. „Þeir lofa okkur öllu fögru og segja okkur að það sé að koma verkfræðingur að kíkja á þetta. Segja okkur svo að til þess að hægt sé að laga þetta þá þurfum við að vita hvaðan þetta berst,“ segir Anna. Það liggi þó í augum uppi hvaðan hljóðið komi, svalahandriði í blokk við Maríugötu 15. Þegar hvessir úr norðanátt ómi um götuna. Ekkert í lagi ef svefninn er það ekki Anna og fjölskylda íhugar að fá lögfræðing með sér í lið og leita réttar síns. „Okkur langar bara að flytja en við erum ekki enn búið að finna neitt annað. En svo er maður hræddur af því að ef ég hefði keypt þessa íbúð af annarri manneskju sem hefði búið þarna og vitað af þessu, þá hefði ég farið í mál við hana.“ Ólafur Hjálmarsson hljóðverkfræðingur segir hljóðið á tíðnisviði þar sem mannseyrað er hrikalega næmt. Hann segir tíðnina á sömu tíðni og barnsgrát. Í Reykjavík síðdegis í gær sagðist hann fyrst hafa heyrt hljóð af þessu tagi á nýrri brú yfir Breiðholtsbraut. „Þetta er lýðheilsuógn. Þannig að hverfasamtökin þurfa að taka þetta upp á sína arma, hafa samband við þessa íbúa og þeir verða að sækja rétt sinn gagnvart þeim sem seldu þeim þessar íbúðir. Ég hef reynt það sjálfur, ef svefninn er ekki í lagi þá er ekkert í lagi.“
Reykjavík Garðabær Húsnæðismál Tengdar fréttir „Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05 Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
„Djöflablístur“ stafi líklega af svölum nýbygginga Íbúar Laugarneshverfis hafa undanfarin ár orðið varir við undarlegt blísturshljóð í hvert sinn sem hvessir í norðanátt. Hljóðið, sem hefur valdið svefnleysi íbúa, heyrist hæst við Hallgerðargötu og virðist verða til þar. 4. júní 2025 17:05
Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Dularfullt ýl eða flaut hefur leikið íbúa í Laugarneshverfi grátt síðustu misseri en óvíst er hvaðan hljóðið kemur. Íbúi í hverfinu segir hljóðið spilla fyrir svefni sínum og kvartar undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins við heilsuspillandi hávaða. 12. september 2024 21:02