Alvarlegum ofbeldisbrotum fjölgað á síðustu kvartöld Agnar Már Másson skrifar 4. júní 2025 15:05 Tíðni nauðganna jókst frá árinu 2001 fram til 2018, en síðan hefur þeim heldur fækkað. Vísir/Getty Tíðni rána og alvarlegra ofbeldisbrota hefur aukist á síðustu 25 árum. Heilt yfir hefur glæpatíðni þó dregist saman. Þetta kemur fram á Vísindavefnum, þar sem Snorri Örn Árnason afbrotafræðingur svarar því hvort glæpatíðni hafi aukist á Íslandi undanfarin ár. Í greininni er litið til fjölda skráðra brota síðustu 25 ára í samanburði við íbúafjölda. Á því tímabili má sjá almenna fækkun í hegningarlagabrotum, þar helst þjófnaðarbrotum, sem hefur fækkað verulega frá aldamótum. Skemmdarverkum fækkaði einnig fram til ársins 2013. Ránum hefur hins vegar fjölgað og hefur tíðnin aldrei verið hærri en árin 2023 og 2024. Manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi en Snorri bendir á að að meðaltali séu um tvö manndráp framin á Íslandi á ári. Þegar tölurnar séu svona lágar geti skapast miklar sveiflur ár frá ári. Árin 2022–2024 hafi tíðnin verið óvenju há á íslenskan mælikvarða. Tíðni manndrápa á ári eftir íbúafjölda.Línurit/Vísindavefurinn „Rétt er að hafa í huga að manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi og örlítil fjölgun getur því valdið mikilli sveiflu sem hugsanlega er aðeins frávik í þróuninni,“ skrifar Snorri. Tíðni ofbeldisbrota hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2001 en skráningum minniháttar líkamsárása hefur fjölgað lítillega en árið 2015 tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt verklag við meðferð heimilisofbeldis, sem hafði í för með sér fjölgun skráðra minniháttar líkamsárása. Nauðgunum fjölgaði frá árinu 2001 fram til 2018, en hefur síðan þá fækkað. Snorri bendir á að þolendakannanir, þ.e. kannanir á upplifun borgaranna af afbrotum, styðji einnig við niðurstöðurnar úr gagnagrunni lögreglu. Kannanirnar gefi til kynna að afbrotum hafi ýmist fækkað eða þau staðið í stað undanfarin ár. Á heildina hefur tíðni afbrota ekki aukist á Íslandi síðustu ár, heldur fækkað eða tíðni þeirra haldist stöðug frá árinu 2014. Þó séu ákveðin frávik: rán, manndráp og alvarleg ofbeldisbrot. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri tekur jafnframt fram að tölur lögreglu um skráð afbrot gefi ekki alltaf rétta mynd af raunverulegri þróun. Til að fá rétta mynd af glæpatíðni þurfi að skoða tíðni brota yfir lengri tímabil með tilliti til íbúafjölda, horfa til hulinna brota og greina hvort fjölgun sé vegna meiri tilkynninga, aukins eftirlits, eða kerfisbreytinga - frekar en raunverulegrar fjölgunar afbrota. Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Þetta kemur fram á Vísindavefnum, þar sem Snorri Örn Árnason afbrotafræðingur svarar því hvort glæpatíðni hafi aukist á Íslandi undanfarin ár. Í greininni er litið til fjölda skráðra brota síðustu 25 ára í samanburði við íbúafjölda. Á því tímabili má sjá almenna fækkun í hegningarlagabrotum, þar helst þjófnaðarbrotum, sem hefur fækkað verulega frá aldamótum. Skemmdarverkum fækkaði einnig fram til ársins 2013. Ránum hefur hins vegar fjölgað og hefur tíðnin aldrei verið hærri en árin 2023 og 2024. Manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi en Snorri bendir á að að meðaltali séu um tvö manndráp framin á Íslandi á ári. Þegar tölurnar séu svona lágar geti skapast miklar sveiflur ár frá ári. Árin 2022–2024 hafi tíðnin verið óvenju há á íslenskan mælikvarða. Tíðni manndrápa á ári eftir íbúafjölda.Línurit/Vísindavefurinn „Rétt er að hafa í huga að manndráp eru tiltölulega fá á Íslandi og örlítil fjölgun getur því valdið mikilli sveiflu sem hugsanlega er aðeins frávik í þróuninni,“ skrifar Snorri. Tíðni ofbeldisbrota hefur verið nokkuð stöðug frá árinu 2001 en skráningum minniháttar líkamsárása hefur fjölgað lítillega en árið 2015 tók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu upp nýtt verklag við meðferð heimilisofbeldis, sem hafði í för með sér fjölgun skráðra minniháttar líkamsárása. Nauðgunum fjölgaði frá árinu 2001 fram til 2018, en hefur síðan þá fækkað. Snorri bendir á að þolendakannanir, þ.e. kannanir á upplifun borgaranna af afbrotum, styðji einnig við niðurstöðurnar úr gagnagrunni lögreglu. Kannanirnar gefi til kynna að afbrotum hafi ýmist fækkað eða þau staðið í stað undanfarin ár. Á heildina hefur tíðni afbrota ekki aukist á Íslandi síðustu ár, heldur fækkað eða tíðni þeirra haldist stöðug frá árinu 2014. Þó séu ákveðin frávik: rán, manndráp og alvarleg ofbeldisbrot. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri nefnir ýmar skýringar fyrir þessari fjölgun skráðra brota; vitundavakning, breytingar í skráningaverklagi, frumkvæði lögreglu, aðsteðjandi aðstæður (t.d. heimsfaraldur), breytingar á lögum og mannfjöldaaukning. Snorri tekur jafnframt fram að tölur lögreglu um skráð afbrot gefi ekki alltaf rétta mynd af raunverulegri þróun. Til að fá rétta mynd af glæpatíðni þurfi að skoða tíðni brota yfir lengri tímabil með tilliti til íbúafjölda, horfa til hulinna brota og greina hvort fjölgun sé vegna meiri tilkynninga, aukins eftirlits, eða kerfisbreytinga - frekar en raunverulegrar fjölgunar afbrota.
Kynferðisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira