„Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. júní 2025 13:16 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir stöðuna á fundi í dag en næsta stýrivaxtaákvörðun verður í ágúst. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir óvissu fyrir hendi í hagkerfinu og því erfitt að segja til um hvort hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Þá séu áhyggjur uppi vegna byggingariðnaðarins þar sem verktakar geti setið uppi með óseldar íbúðir ef það hægist á sölu á fasteignamarkaði. Þá ítrekar hann mikilvægi þess að innlent greiðslumiðlunarkerfi verði tryggt. Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. Í henni kemur fram að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum en eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Það eru bara svo margir óvissuþættir. Við eða ég tel það enn þá að þessi ferill, sem er búinn að vera í gangi núna síðustu tólf, tuttugu mánuði varðandi það að verðbólga er búin að vera að ganga niður og við höfum getað lækkað vexti, að það sé að kólna hagkerfið og við séum að komast í betra jafnvægi ég hef mikla trú á því að það haldi áfram. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að það verði erfitt, þessi síðasti vegur, að markmiðinu sem er 2,5. Því að við munum mögulega sitja fastir með 3,5 prósenta verðbólgu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Óljóst hvort stýrivextir lækki í bráð Erfitt sé því að segja til um hvort að hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Margir sem eru með óverðtryggð lán velta nú fyrir sér hvort að þeir eigi að festa vexti. Ásgeir segir erfitt að meta það en bendir á að ef fólk festi þá sé auðvelt að breyta aftur. „Ég er eiginlega bara í sömu stöðu eins og fólkið í landinu. Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast. Ég vil gjarnan að þetta héldi áfram. Að við gætu séð mjúka lendingu, verðbólgu ganga niður, vexti lækka og við förum í jafnvægi en auðvitað óttumst við að eitthvað annað komi upp á. “ Fram kemur í yfirlýsingunni að umsvif byggingariðnaðarins hafi verið töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. „Auðvitað höfum við áhyggjur af grein eins og byggingargeiranum. Ef það fer að hægjast á sölu á fasteignamarkaði að verktakar sitji uppi með óseldar íbúðir. Það er svona klassískur áhættuþáttur.“ Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón Greiðslulausnir óháðar útlöndum Á fundi Seðlabankans í morgun vegna yfirlýsingarinnar var sérstaklega rætt um greiðslumiðlun og mikilvægi þess að breyta henni. Í dag fer greiðslumiðlun Íslendinga að einhverju leyti fram í gegnum útlönd sem felur ákveðna áhættu í för með sér. „Fyrsta lagi að við séum með greiðslulausnir sem séu ekki háðar útlöndum. Það er það fyrsta. Það er þá eitthvað sem við erum að þróa núna og vonandi náum að klára fyrir áramót. Þar sem fólk getur í rauninni haft aðgang að bankareikningum sínum til þess að greiða hluti án þess að við séum háð því að við séum tengd útlöndum.“ Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans var birt í morgun. Í henni kemur fram að fjármálakerfið hér á landi standi traustum fótum en eiginfjár- og lausafjárstaða kerfislega mikilvægra banka sé sterk og aðgengi að markaðsfjármögnun greitt. Mikil óvissa sé þó í alþjóðamálum og hafi sveiflur á alþjóðlegum fjármálamörkuðum aukist. „Það eru bara svo margir óvissuþættir. Við eða ég tel það enn þá að þessi ferill, sem er búinn að vera í gangi núna síðustu tólf, tuttugu mánuði varðandi það að verðbólga er búin að vera að ganga niður og við höfum getað lækkað vexti, að það sé að kólna hagkerfið og við séum að komast í betra jafnvægi ég hef mikla trú á því að það haldi áfram. Hins vegar höfum við áhyggjur af því að það verði erfitt, þessi síðasti vegur, að markmiðinu sem er 2,5. Því að við munum mögulega sitja fastir með 3,5 prósenta verðbólgu,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Óljóst hvort stýrivextir lækki í bráð Erfitt sé því að segja til um hvort að hægt verði að lækka stýrivexti frekar í bráð. Margir sem eru með óverðtryggð lán velta nú fyrir sér hvort að þeir eigi að festa vexti. Ásgeir segir erfitt að meta það en bendir á að ef fólk festi þá sé auðvelt að breyta aftur. „Ég er eiginlega bara í sömu stöðu eins og fólkið í landinu. Ég veit ekki alveg hvað er að fara að gerast. Ég vil gjarnan að þetta héldi áfram. Að við gætu séð mjúka lendingu, verðbólgu ganga niður, vexti lækka og við förum í jafnvægi en auðvitað óttumst við að eitthvað annað komi upp á. “ Fram kemur í yfirlýsingunni að umsvif byggingariðnaðarins hafi verið töluverð og útlit fyrir áþekkt framboð nýbygginga og síðustu ár. „Auðvitað höfum við áhyggjur af grein eins og byggingargeiranum. Ef það fer að hægjast á sölu á fasteignamarkaði að verktakar sitji uppi með óseldar íbúðir. Það er svona klassískur áhættuþáttur.“ Frá fundinum í morgun. Vísir/Sigurjón Greiðslulausnir óháðar útlöndum Á fundi Seðlabankans í morgun vegna yfirlýsingarinnar var sérstaklega rætt um greiðslumiðlun og mikilvægi þess að breyta henni. Í dag fer greiðslumiðlun Íslendinga að einhverju leyti fram í gegnum útlönd sem felur ákveðna áhættu í för með sér. „Fyrsta lagi að við séum með greiðslulausnir sem séu ekki háðar útlöndum. Það er það fyrsta. Það er þá eitthvað sem við erum að þróa núna og vonandi náum að klára fyrir áramót. Þar sem fólk getur í rauninni haft aðgang að bankareikningum sínum til þess að greiða hluti án þess að við séum háð því að við séum tengd útlöndum.“
Seðlabankinn Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Mest lesið Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Viðskipti innlent Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play Viðskipti innlent Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Neytendur Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Viðskipti erlent Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Neytendur Fleiri fréttir Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur