Andstæðingi forsetans brottrekna spáð sigri í forsetakosningum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 15:34 Alda reiði braut á þjóðinni eftir að fyrrverandi forseti Suður-Kóreu lýsti óvænt yfir herlögum á síðasta ári og sakaði stjórnarandstöðuna um að ganga erinda norður-kóreskra stjórnvalda. AP/Choi Jae-gu Útgönguspár benda til þess að Lee Jae-myung verði næsti forseti Suður-Kóreu. Boðað var til kosninganna eftir að Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti var kærður fyrir embættisglöp fyrir að hafa lýst yfir neyðarherlögum. Yoon sakaði stjórnarandstöðuna sem er í meirihluta á suður-kóreska þinginu um að ganga erinda Norður-Kóreu. Suður-kóreskir fjölmiðlar standa ýmsir að útgönguspám en þær benda allar til öruggs sigurs Lee. Samkvæmt spá sjónvarpsstöðvarinnar MBN hlýtur lee 49,2 prósent atkvæða en helsti andstæðingur hans, Kim Moon-soo frambjóðandi íhaldsflokksins, 41,7 prósent. Samkvæmt sameiginlegri spá þriggja annarra kóreskra sjónvarpsstöðva hlýtur Lee 51,7 prósent atkvæða og Kim 39,3 prósent. Lee er frambjóðandi Lýðræðisflokksins sem er með meirihluta á þingi. Hann er 61 árs og hefur unnið allan sinn feril sem mannréttindalögmaður. Hann hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta. Samkvæmt umfjöllun Guardian er um að ræða mikil tímamót í kóreskum stjórnmálum. Alda reiði braut á landinu í kjölfar herlagayfirlýsingar forsetans fyrrverandi en þar að auki glímir landið við sívaxandi stéttaskiptingu og ótta við tryggð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við að sinna vörnum landsins kæmi til innrásar frá nágrönnum þeirra og frændum í norðri. Kjörsókn var góð og stóð í um 77,8 prósentum klukkutíma áður en kjörstaðir lokuðu. Það er hærra en í forsetakosningunum 2022. Búist er við því að niðurstaða talningarinnar liggi fyrir hvað úr hverju. Fjölmenn mótmæli hafa verið reglulegur viðburður á götum Seúl og annarra stórborga Suður-Kóreu síðan Yoon Suk Yeol var sakfelldur fyrir embættisglöp og fjarlægður úr embætti forseta. Lee hefur í kosningaherferð sinni lofað að vera lausnamiðaður í utanríkismálum og vill bæta samband landsins við Norður-Kóreu. Suður-Kórea Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira
Suður-kóreskir fjölmiðlar standa ýmsir að útgönguspám en þær benda allar til öruggs sigurs Lee. Samkvæmt spá sjónvarpsstöðvarinnar MBN hlýtur lee 49,2 prósent atkvæða en helsti andstæðingur hans, Kim Moon-soo frambjóðandi íhaldsflokksins, 41,7 prósent. Samkvæmt sameiginlegri spá þriggja annarra kóreskra sjónvarpsstöðva hlýtur Lee 51,7 prósent atkvæða og Kim 39,3 prósent. Lee er frambjóðandi Lýðræðisflokksins sem er með meirihluta á þingi. Hann er 61 árs og hefur unnið allan sinn feril sem mannréttindalögmaður. Hann hefur tvisvar áður boðið sig fram til forseta. Samkvæmt umfjöllun Guardian er um að ræða mikil tímamót í kóreskum stjórnmálum. Alda reiði braut á landinu í kjölfar herlagayfirlýsingar forsetans fyrrverandi en þar að auki glímir landið við sívaxandi stéttaskiptingu og ótta við tryggð Donalds Trump Bandaríkjaforseta við að sinna vörnum landsins kæmi til innrásar frá nágrönnum þeirra og frændum í norðri. Kjörsókn var góð og stóð í um 77,8 prósentum klukkutíma áður en kjörstaðir lokuðu. Það er hærra en í forsetakosningunum 2022. Búist er við því að niðurstaða talningarinnar liggi fyrir hvað úr hverju. Fjölmenn mótmæli hafa verið reglulegur viðburður á götum Seúl og annarra stórborga Suður-Kóreu síðan Yoon Suk Yeol var sakfelldur fyrir embættisglöp og fjarlægður úr embætti forseta. Lee hefur í kosningaherferð sinni lofað að vera lausnamiðaður í utanríkismálum og vill bæta samband landsins við Norður-Kóreu.
Suður-Kórea Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Fleiri fréttir Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Sjá meira