Yfirmaður FEMA sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila Samúel Karl Ólason skrifar 3. júní 2025 11:28 Fellibyljir valda á ári hverju miklum skaða í Bandaríkjunum og manntjóni. AP/Rebecca Blackwell Forsvarsmenn Almannavarna Bandaríkjanna (FEMA) hafa ákveðið að hætta við að nota nýja viðbragðsáætlun við fellibyljum sem ku hafa verið langt á veg komin. Þess í stað ætla þeir að nota áætlunina frá því í fyrra en nýr yfirmaður stofnunarinnar kom starfsmönnum sínum í opna skjöldu í gær þegar hann sagðist ekki vita af tilvist fellibyljatímabila. Á fundi með starfsmönnum sagði David Richardson að fylgja ætti sömu viðbragðsáætlun í fyrra en Wall Street Journal hefur eftir starfsmönnum að margir hafi verið hissa, þar sem búið sé að skera verulega niður hjá FEMA frá því í fyrra. Stofnunin geti í raun ekki fylgt sömu áætlun og í fyrra. Um tvö þúsund manns, eða þriðjungi starfsmanna stofunarinnar, hefur verið sagt upp eða þeir sagt upp frá því í janúar. Einnig hefur verið farið í mikinn niðurskurð hjá veðurstofunni sem fylgist með og spáir fellibyljum. Richardson sagðist ekki vilja fara gegn ráðleggingum nýs ráðs sem Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stýrir og fer yfir störf FEMA. Áður hafði hann sagt að ný vinna við nýja viðbragðsáætlun væri langt komin. Þá kom nýi og starfandi yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna starfsfólki sínu á óvart þegar hann sagðist ekki hafa vitað hvað fellibyljatímabil væri. „Eins og allir vita var gærdagurinn fyrsti dagur fellibyljatímabilsins,“ sagði Richardson. „Ég vissi ekki að þetta væru tímabil.“ Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til loka nóvember en þá geta fellibyljir verið tíðir á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem þeir geta valdið miklum skaða og manntjóni. Reuters segir starfsmenn ekki hafa áttað sig á því hvort Richardson hafi verið að grínast en því heldur talsmaður heimavarnaráðuneytisins, sem FEMA heyrir undir, fram. Richardson er fyrrverandi landgönguliði sem hefur starfað hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna við að vöktun gereyðingarvopna. Hann hefur enga reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum. Trump andvígur FEMA Donald Trump, forseti, og ráðamenn hans hafa gagnrýnt FEMA og halda því fram að stofnunin hafi ekki brugðist nægilega vel við áföllum í Bandaríkjunum. Trump-liðar segja ráðamenn hverra ríkja fyrir sig betur til þess búna að dreifa neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa og bregðast við neyðarástöndum og skakkaföllum. Óvissa tengd stofnuninni og uppsagnir hafa gert vinnu við viðbragðsáætlun erfiða en spár veðurfræðinga vestanhafs gefa til kynna að fellibyljatímabilið gæti orðið erfiðara en gengur og gerist. Það er að segja að von sé á fleiri fellibyljum en að meðaltali. Undanfarin ár hafa margir öflugir fellibyljir náð landi í Bandaríkjunum. Veðurfarsbreytingar hafa gert þá kraftmeiri en áður. Bandaríkin Donald Trump Náttúruhamfarir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira
Á fundi með starfsmönnum sagði David Richardson að fylgja ætti sömu viðbragðsáætlun í fyrra en Wall Street Journal hefur eftir starfsmönnum að margir hafi verið hissa, þar sem búið sé að skera verulega niður hjá FEMA frá því í fyrra. Stofnunin geti í raun ekki fylgt sömu áætlun og í fyrra. Um tvö þúsund manns, eða þriðjungi starfsmanna stofunarinnar, hefur verið sagt upp eða þeir sagt upp frá því í janúar. Einnig hefur verið farið í mikinn niðurskurð hjá veðurstofunni sem fylgist með og spáir fellibyljum. Richardson sagðist ekki vilja fara gegn ráðleggingum nýs ráðs sem Kristi Noem, heimavarnaráðherra, stýrir og fer yfir störf FEMA. Áður hafði hann sagt að ný vinna við nýja viðbragðsáætlun væri langt komin. Þá kom nýi og starfandi yfirmaður Almannavarna Bandaríkjanna starfsfólki sínu á óvart þegar hann sagðist ekki hafa vitað hvað fellibyljatímabil væri. „Eins og allir vita var gærdagurinn fyrsti dagur fellibyljatímabilsins,“ sagði Richardson. „Ég vissi ekki að þetta væru tímabil.“ Um er að ræða tímabilið frá 1. júní til loka nóvember en þá geta fellibyljir verið tíðir á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem þeir geta valdið miklum skaða og manntjóni. Reuters segir starfsmenn ekki hafa áttað sig á því hvort Richardson hafi verið að grínast en því heldur talsmaður heimavarnaráðuneytisins, sem FEMA heyrir undir, fram. Richardson er fyrrverandi landgönguliði sem hefur starfað hjá heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna við að vöktun gereyðingarvopna. Hann hefur enga reynslu af viðbrögðum við náttúruhamförum. Trump andvígur FEMA Donald Trump, forseti, og ráðamenn hans hafa gagnrýnt FEMA og halda því fram að stofnunin hafi ekki brugðist nægilega vel við áföllum í Bandaríkjunum. Trump-liðar segja ráðamenn hverra ríkja fyrir sig betur til þess búna að dreifa neyðaraðstoð til þeirra sem þurfa og bregðast við neyðarástöndum og skakkaföllum. Óvissa tengd stofnuninni og uppsagnir hafa gert vinnu við viðbragðsáætlun erfiða en spár veðurfræðinga vestanhafs gefa til kynna að fellibyljatímabilið gæti orðið erfiðara en gengur og gerist. Það er að segja að von sé á fleiri fellibyljum en að meðaltali. Undanfarin ár hafa margir öflugir fellibyljir náð landi í Bandaríkjunum. Veðurfarsbreytingar hafa gert þá kraftmeiri en áður.
Bandaríkin Donald Trump Náttúruhamfarir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Sjá meira