Leggur fram vantrauststillögu á eigin ríkisstjórn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 10:39 Tap Trzaskowski í nýafstöðnum forsetakosningum þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnina. AP/Andrzej Jackowski Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn sinni til að renna frekari stoðum undir samstarfið í kjölfar þess að forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins laut naumlega í lægra haldi fyrir frambjóðanda stjórnarandstöðunnar. Karol Nawrocki, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins Laga og réttlætis, vann forsetakosningarnar með tæpt 51 prósent atkvæða en niðurstöðurnar urðu ljósar í gær. Tap hins frjálslynda Rafałs Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnarliða. Tusk forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin hefjist umsvifalaust handa og leggi fram fleiri frumvörp. Hann brást við niðurstöðum kosninganna fyrst í gærkvöldi og sagði ríkisstjórnina vera með viðbragðsáætlun en búist er við því að nýr forseti verði duglegur við að beita því neitunarvaldi sem stjórnarskrá Póllands veitir honum yfir löggjafanum. Hriktir í veiku samstarfi Donald Tusk ávarpaði pólsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. „Ég vil að allir, meira að segja andstæðingar okkar hér heima og erlendis, sjái að við séum meðvituð um alvarleika þessa augnabliks en við munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði hann. Tusk fer fyrir fjölbreyttri ríkisstjórn sem er talin standa ansi veikt samkvæmt umfjöllun Guardian. Innan samstarfsins eru flokkar til vinstri og til hægri sem eiga það allir sameiginlegt að vera hliðhollir aðild Póllands að Evrópusambandinu og því að vinda ofan af því sem þeir álíta niðurrif á lýðræði í Póllandi undir stjórnartíð Laga og réttlætis og fyrrverandi forseta þess flokks, Andrzej Duda. Nawrocki, næsti forseti landsins, er yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er ýmist álitinn lýðskrumari eða bjargvættur lýðræðisins. Sigur hans í kosningunum þykir til marks um áframhaldandi pattstöðu í stjórnmálum landsins. Embætti forseta Póllands á margt sameiginlegt með okkar forsetaembætti og er í flestu táknrænn þjóðarleiðtogi. Reginmunurinn á embættunum tveimur er að í Póllandi er það talsvert viðteknara að forsetinn beiti neitunarvaldi sínu sem þarf 60 prósent atkvæða á pólska þinginu til að trompa. Ríkisstjórn Tusk býr ekki að svo stórum meirihluta. „Rautt spjald“ Vantrauststillagan hefur ekki verið sett á dagskrá þingsins en samkvæmt umfjöllun pólskra fjölmiðla gæti þingið jafnvel greitt um hana atkvæði í þessari viku en þingfundir eru í dag og á morgun. Ríkisstjórnin er með meirihluta á þinginu en stjórnarandstaðan undir forystu Laga og réttlætis er þegar hafið að tæla stjórnarliða til liðs við sig. Jarosław Kaczyński, formaður Laga og réttlætis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt niðurstöður forsetakosninganna ígildi „rauðs spjalds“ á ríkisstjórnina og kallar eftir því að forsætisráðherrann segi af sér. Hann hefur talað fyrir því að nýr meirihluti verði myndaður til hægri við núverandi ríkisstjórn. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Karol Nawrocki, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins Laga og réttlætis, vann forsetakosningarnar með tæpt 51 prósent atkvæða en niðurstöðurnar urðu ljósar í gær. Tap hins frjálslynda Rafałs Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnarliða. Tusk forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin hefjist umsvifalaust handa og leggi fram fleiri frumvörp. Hann brást við niðurstöðum kosninganna fyrst í gærkvöldi og sagði ríkisstjórnina vera með viðbragðsáætlun en búist er við því að nýr forseti verði duglegur við að beita því neitunarvaldi sem stjórnarskrá Póllands veitir honum yfir löggjafanum. Hriktir í veiku samstarfi Donald Tusk ávarpaði pólsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. „Ég vil að allir, meira að segja andstæðingar okkar hér heima og erlendis, sjái að við séum meðvituð um alvarleika þessa augnabliks en við munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði hann. Tusk fer fyrir fjölbreyttri ríkisstjórn sem er talin standa ansi veikt samkvæmt umfjöllun Guardian. Innan samstarfsins eru flokkar til vinstri og til hægri sem eiga það allir sameiginlegt að vera hliðhollir aðild Póllands að Evrópusambandinu og því að vinda ofan af því sem þeir álíta niðurrif á lýðræði í Póllandi undir stjórnartíð Laga og réttlætis og fyrrverandi forseta þess flokks, Andrzej Duda. Nawrocki, næsti forseti landsins, er yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er ýmist álitinn lýðskrumari eða bjargvættur lýðræðisins. Sigur hans í kosningunum þykir til marks um áframhaldandi pattstöðu í stjórnmálum landsins. Embætti forseta Póllands á margt sameiginlegt með okkar forsetaembætti og er í flestu táknrænn þjóðarleiðtogi. Reginmunurinn á embættunum tveimur er að í Póllandi er það talsvert viðteknara að forsetinn beiti neitunarvaldi sínu sem þarf 60 prósent atkvæða á pólska þinginu til að trompa. Ríkisstjórn Tusk býr ekki að svo stórum meirihluta. „Rautt spjald“ Vantrauststillagan hefur ekki verið sett á dagskrá þingsins en samkvæmt umfjöllun pólskra fjölmiðla gæti þingið jafnvel greitt um hana atkvæði í þessari viku en þingfundir eru í dag og á morgun. Ríkisstjórnin er með meirihluta á þinginu en stjórnarandstaðan undir forystu Laga og réttlætis er þegar hafið að tæla stjórnarliða til liðs við sig. Jarosław Kaczyński, formaður Laga og réttlætis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt niðurstöður forsetakosninganna ígildi „rauðs spjalds“ á ríkisstjórnina og kallar eftir því að forsætisráðherrann segi af sér. Hann hefur talað fyrir því að nýr meirihluti verði myndaður til hægri við núverandi ríkisstjórn.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Fleiri fréttir Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Sjá meira