Leggur fram vantrauststillögu á eigin ríkisstjórn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 3. júní 2025 10:39 Tap Trzaskowski í nýafstöðnum forsetakosningum þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnina. AP/Andrzej Jackowski Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn sinni til að renna frekari stoðum undir samstarfið í kjölfar þess að forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins laut naumlega í lægra haldi fyrir frambjóðanda stjórnarandstöðunnar. Karol Nawrocki, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins Laga og réttlætis, vann forsetakosningarnar með tæpt 51 prósent atkvæða en niðurstöðurnar urðu ljósar í gær. Tap hins frjálslynda Rafałs Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnarliða. Tusk forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin hefjist umsvifalaust handa og leggi fram fleiri frumvörp. Hann brást við niðurstöðum kosninganna fyrst í gærkvöldi og sagði ríkisstjórnina vera með viðbragðsáætlun en búist er við því að nýr forseti verði duglegur við að beita því neitunarvaldi sem stjórnarskrá Póllands veitir honum yfir löggjafanum. Hriktir í veiku samstarfi Donald Tusk ávarpaði pólsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. „Ég vil að allir, meira að segja andstæðingar okkar hér heima og erlendis, sjái að við séum meðvituð um alvarleika þessa augnabliks en við munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði hann. Tusk fer fyrir fjölbreyttri ríkisstjórn sem er talin standa ansi veikt samkvæmt umfjöllun Guardian. Innan samstarfsins eru flokkar til vinstri og til hægri sem eiga það allir sameiginlegt að vera hliðhollir aðild Póllands að Evrópusambandinu og því að vinda ofan af því sem þeir álíta niðurrif á lýðræði í Póllandi undir stjórnartíð Laga og réttlætis og fyrrverandi forseta þess flokks, Andrzej Duda. Nawrocki, næsti forseti landsins, er yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er ýmist álitinn lýðskrumari eða bjargvættur lýðræðisins. Sigur hans í kosningunum þykir til marks um áframhaldandi pattstöðu í stjórnmálum landsins. Embætti forseta Póllands á margt sameiginlegt með okkar forsetaembætti og er í flestu táknrænn þjóðarleiðtogi. Reginmunurinn á embættunum tveimur er að í Póllandi er það talsvert viðteknara að forsetinn beiti neitunarvaldi sínu sem þarf 60 prósent atkvæða á pólska þinginu til að trompa. Ríkisstjórn Tusk býr ekki að svo stórum meirihluta. „Rautt spjald“ Vantrauststillagan hefur ekki verið sett á dagskrá þingsins en samkvæmt umfjöllun pólskra fjölmiðla gæti þingið jafnvel greitt um hana atkvæði í þessari viku en þingfundir eru í dag og á morgun. Ríkisstjórnin er með meirihluta á þinginu en stjórnarandstaðan undir forystu Laga og réttlætis er þegar hafið að tæla stjórnarliða til liðs við sig. Jarosław Kaczyński, formaður Laga og réttlætis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt niðurstöður forsetakosninganna ígildi „rauðs spjalds“ á ríkisstjórnina og kallar eftir því að forsætisráðherrann segi af sér. Hann hefur talað fyrir því að nýr meirihluti verði myndaður til hægri við núverandi ríkisstjórn. Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Karol Nawrocki, frambjóðandi stjórnarandstöðuflokksins Laga og réttlætis, vann forsetakosningarnar með tæpt 51 prósent atkvæða en niðurstöðurnar urðu ljósar í gær. Tap hins frjálslynda Rafałs Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, þykir mikill skellur fyrir ríkisstjórnarliða. Tusk forsætisráðherra lofar að ríkisstjórnin hefjist umsvifalaust handa og leggi fram fleiri frumvörp. Hann brást við niðurstöðum kosninganna fyrst í gærkvöldi og sagði ríkisstjórnina vera með viðbragðsáætlun en búist er við því að nýr forseti verði duglegur við að beita því neitunarvaldi sem stjórnarskrá Póllands veitir honum yfir löggjafanum. Hriktir í veiku samstarfi Donald Tusk ávarpaði pólsku þjóðina í sjónvarpi í gærkvöldi. „Ég vil að allir, meira að segja andstæðingar okkar hér heima og erlendis, sjái að við séum meðvituð um alvarleika þessa augnabliks en við munum ekki gefa neitt eftir,“ sagði hann. Tusk fer fyrir fjölbreyttri ríkisstjórn sem er talin standa ansi veikt samkvæmt umfjöllun Guardian. Innan samstarfsins eru flokkar til vinstri og til hægri sem eiga það allir sameiginlegt að vera hliðhollir aðild Póllands að Evrópusambandinu og því að vinda ofan af því sem þeir álíta niðurrif á lýðræði í Póllandi undir stjórnartíð Laga og réttlætis og fyrrverandi forseta þess flokks, Andrzej Duda. Nawrocki, næsti forseti landsins, er yfirlýstur stuðningsmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er ýmist álitinn lýðskrumari eða bjargvættur lýðræðisins. Sigur hans í kosningunum þykir til marks um áframhaldandi pattstöðu í stjórnmálum landsins. Embætti forseta Póllands á margt sameiginlegt með okkar forsetaembætti og er í flestu táknrænn þjóðarleiðtogi. Reginmunurinn á embættunum tveimur er að í Póllandi er það talsvert viðteknara að forsetinn beiti neitunarvaldi sínu sem þarf 60 prósent atkvæða á pólska þinginu til að trompa. Ríkisstjórn Tusk býr ekki að svo stórum meirihluta. „Rautt spjald“ Vantrauststillagan hefur ekki verið sett á dagskrá þingsins en samkvæmt umfjöllun pólskra fjölmiðla gæti þingið jafnvel greitt um hana atkvæði í þessari viku en þingfundir eru í dag og á morgun. Ríkisstjórnin er með meirihluta á þinginu en stjórnarandstaðan undir forystu Laga og réttlætis er þegar hafið að tæla stjórnarliða til liðs við sig. Jarosław Kaczyński, formaður Laga og réttlætis og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur sagt niðurstöður forsetakosninganna ígildi „rauðs spjalds“ á ríkisstjórnina og kallar eftir því að forsætisráðherrann segi af sér. Hann hefur talað fyrir því að nýr meirihluti verði myndaður til hægri við núverandi ríkisstjórn.
Pólland Kosningar í Póllandi Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira