Jamil og Margrét áfram: Bæði með mikinn metnað og mikið keppnisskap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2025 17:31 Jamil Abiad er búinn að framlengja samning sinn um tvö ár og heldur aðstoðarþjálfara sinum líka. Vísir/Diego Jamil Abiad og Margrét Ósk Einarsdóttir hafa framlengt samning sinn sem þjálfarar kvennaliðs Vals í Bónus deildinni í körfubolta. Nýi samningurinn er til tveggja ára eða til sumarsins 2027. Jamil er aðalþjálfari en Margrét aðstoðar hann. Valskonur komust í undanúrslitin í Bónus deildinni í vetur á fyrsta tímabili þeirra Jamils og Margrétar með liðið. „Það er magnað að hugsa til þess að ég sé að fara inn í mitt fjórða ár hér hjá félaginu. Þetta er orðið heimili mitt og ég er þakklátur fyrir að fá að starfa í frábæru umhverfi með frábæru fólki. Ég hlakka mikið til komandi tímabils þar sem við ætlum að halda áfram að byggja ofan á það sem við náðum síðasta tímabil. Við erum með frábæran hóp og við erum á réttri leið,“ sagði Jamil Abiad í viðtali við miðla Valsmanna. Margrét er uppalinn Valsari en hún hefur verið að þjálfa yngri flokka hjá félaginu undanfarin ár. Hún er einnig í þjálfarateymi hjá yngri landsliðum frá árinu 2019. Í sumar er hún aðstoðarþjálfari átján ára landsliðs kvenna. „Ég er mjög spennt fyrir næsta tímabili og samstarf okkar Jamil gekk mjög vel. Við erum bæði með mikinn metnað og mikið keppnisskap,“ sagði Margrét. „Við getum verið stolt af þeim árangri sem við höfum náð en við viljum fara alla leið með liðið. Valur er ein stór fjölskylda í öllum boltagreinum og það eru forréttindi að fá að starfa hjá svona flottum klúbb sem Valur er. Það er líka spennandi fyrir mig að halda áfram að þjálfa elstu yngri flokka félagsins, við eigum marga góða árganga sem eru að koma upp og framtíðin er heldur betur björt á Hlíðarenda,“ sagði Margrét. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira
Nýi samningurinn er til tveggja ára eða til sumarsins 2027. Jamil er aðalþjálfari en Margrét aðstoðar hann. Valskonur komust í undanúrslitin í Bónus deildinni í vetur á fyrsta tímabili þeirra Jamils og Margrétar með liðið. „Það er magnað að hugsa til þess að ég sé að fara inn í mitt fjórða ár hér hjá félaginu. Þetta er orðið heimili mitt og ég er þakklátur fyrir að fá að starfa í frábæru umhverfi með frábæru fólki. Ég hlakka mikið til komandi tímabils þar sem við ætlum að halda áfram að byggja ofan á það sem við náðum síðasta tímabil. Við erum með frábæran hóp og við erum á réttri leið,“ sagði Jamil Abiad í viðtali við miðla Valsmanna. Margrét er uppalinn Valsari en hún hefur verið að þjálfa yngri flokka hjá félaginu undanfarin ár. Hún er einnig í þjálfarateymi hjá yngri landsliðum frá árinu 2019. Í sumar er hún aðstoðarþjálfari átján ára landsliðs kvenna. „Ég er mjög spennt fyrir næsta tímabili og samstarf okkar Jamil gekk mjög vel. Við erum bæði með mikinn metnað og mikið keppnisskap,“ sagði Margrét. „Við getum verið stolt af þeim árangri sem við höfum náð en við viljum fara alla leið með liðið. Valur er ein stór fjölskylda í öllum boltagreinum og það eru forréttindi að fá að starfa hjá svona flottum klúbb sem Valur er. Það er líka spennandi fyrir mig að halda áfram að þjálfa elstu yngri flokka félagsins, við eigum marga góða árganga sem eru að koma upp og framtíðin er heldur betur björt á Hlíðarenda,“ sagði Margrét. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa)
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira