„Yfirgnæfandi líkur“ á að Oscar fái íslenskan ríkisborgararétt Agnar Már Másson skrifar 2. júní 2025 16:37 Til stóð að vísa Oscari úr landi í kl. 3 í nótt, að sögn lögmanns hans, en brottvísuninni hefur nú verið frestað. Vísir/Samsett Útlendingastofnun hefur frestað brottvísun Oscars Bocanegra þar sem „yfirgnæfandi líkur“ eru taldar á því að Alþingi veiti honum íslenskan ríkisborgararétt. Víðir Reynisson, formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, veitti stofnuninni gögn þess efnis í síðustu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, yrði frestað þar til búið væri að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að yfirgnæfandi líkur séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að drengurinn fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum,“ segir í svari Útlendingastofnunar (ÚTL) við fyrirspurn fréttastofu en Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Enn fremur segir ÚTL að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi stofnunin talið að vegna þessara „sérstöku aðstæðna“ væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar um að Oscari bæri að yfirgefa landið. Samkvæmt lögum er ÚTL heimilt að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars og fósturforeldra hans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að ný gögn hafi borist á föstudaginn til Útlendingastofnunar. „Hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu Vísis fyrr í dag og vísaði þar í póst sem hún fékk frá stofnuninni. Helga segir að til hafi staðið að sækja Oscar kl. 3 í nótt og fara með hann úr landi. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast í færslu á samfélagsmiðlum óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað. Ekki hefur náðst í Víði Reynisson vegna málsins. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, yrði frestað þar til búið væri að fara yfir umsókn hans um íslenskan ríkisborgararétt. „Útlendingastofnun frestaði flutningi drengsins á grundvelli framkominna upplýsinga frá formanni Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um að yfirgnæfandi líkur séu á því að gerð verði tillaga í frumvarpi um að drengurinn fái íslenskan ríkisborgararétt með lögum,“ segir í svari Útlendingastofnunar (ÚTL) við fyrirspurn fréttastofu en Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Enn fremur segir ÚTL að þrátt fyrir að endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin á Alþingi hafi stofnunin talið að vegna þessara „sérstöku aðstæðna“ væri rétt að fresta framkvæmd ákvörðunarinnar um að Oscari bæri að yfirgefa landið. Samkvæmt lögum er ÚTL heimilt að fresta um hæfilegan tíma framkvæmd ákvörðunar sem felur í sér að útlendingur skuli yfirgefa landið ef það telst nauðsynlegt vegna sérstakra aðstæðna hans. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Oscars og fósturforeldra hans, sagði við fréttastofu fyrr í dag að ný gögn hafi borist á föstudaginn til Útlendingastofnunar. „Hann er bara í mjög viðkvæmum aðstæðum og það er staðfest í þessum pósti,“ sagði Helga Vala í samtali við fréttastofu Vísis fyrr í dag og vísaði þar í póst sem hún fékk frá stofnuninni. Helga segir að til hafi staðið að sækja Oscar kl. 3 í nótt og fara með hann úr landi. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar og til stóð að hann yrði sendur úr landi á morgun. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar Oscars Anders Florez Bocanegra segjast í færslu á samfélagsmiðlum óendanlega glöð yfir því að brottvísun Oscars hafi verið frestað. Ekki hefur náðst í Víði Reynisson vegna málsins.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira