Segir „rasistum“ að leggja íslenska fánanum og fá sér sinn eigin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2025 11:40 Ása Berglind segir mótmælendum, sem hún telur rasista, að finna sér sinn eigin fána. Vísir/Anton/Viktor Freyr Þingmaður Samfylkingarinnar segir rasista hafa misnotað þjóðfána Íslendinga á mótmælum á Austurvelli um helgina. Hún hvetur mótmælendur til að fá sér sitt eigið merki, ef halda eigi fleiri mótmælafundi eins og þann sem fór fram á laugardag. Á laugardag var blásið til mótmæla af tveimur hópum. Annar hópurinn, sá sem Ása Berglind fjallar um, kom saman á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Hinn hópurinn kom saman til að mótmæla rasisma. Á einum tímapunkti kom til stimpinga milli einstaklinga sem tilheyrðu hvor sínum hópnum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, sem situr á þingi fyrir Samfylkinguna, gerir mótmæli fyrrnefnda hópsins að umfjöllunarefni sínu í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun. Greinin ber yfirskriftina „Íslenski fáninn fyrir samstöðu ekki mismunun“. Þar segir Ása að íslenski fáninn hafi verið áberandi á mótmælunum, „þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir“. Fréttastofa var á vettvangi á laugardag, en kvöldfrétt Stöðvar 2 um mótmælin má sjá hér að neðan: Hrætt fólk sem fái útrás með þessum hætti „Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi,“ skrifar Ása Berglind. Hún vilji hins vegar beina því til fólks sem vilji nýta tjáningarfrelsi sitt með þeim hætti sem hún lýsir, að hugleiða að búa sér til sérstakan fána. Íslenski fáninn sé ekki merki þess sem mótmælendur á laugardag hafi boðað. Tveir mismunandi hópar mótmælenda komu saman á Austurvelli á laugardag. Annar vildi breytta stefnu í útlendingamálum, en hinn vildi mótmæla rasisma.Vísir/Viktor Freyr „Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi.“ Fáninn tákni samstöðu þjóðar Ása Berglind segir að í sínum huga minni fáninn á formæður og forfeður þessa lands, sem hafi komið og numið landið. „Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn.“ Fáninn minni á sjálfstæðisbaráttu landsins, sem hafi verið háð með samtölum. Hann minni á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og baráttu kvenna fyrir því að standa jafnfætis körlum. Fáninn sé tákmynd þess að Ísland sé fyrirmynd annarra landa, sem eigi enn langt í land með jafnréttisvinnu. „Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi,“ skrifar Ása Berglind. Blandi ekki þjóðfána Íslendinga inn í málflutning sinn Þá minni fáninn á menningu landsins, tónlistarfólkið og rithöfundana, leikhús, þætti kvikmyndir, myndlist og afreksfólk Íslendinga í íþróttum. „Þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk.“ Ása Berglind klykkir svo út með umfjöllun um lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, og bendir á að samkvæmt 12. grein þeirra megi enginn óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Eins sé óheimilt að nota þjóðfánanna sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. „Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti.“ Reykjavík Innflytjendamál Samfylkingin Alþingi Íslenski fáninn Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Á laugardag var blásið til mótmæla af tveimur hópum. Annar hópurinn, sá sem Ása Berglind fjallar um, kom saman á Austurvelli til að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum. Hinn hópurinn kom saman til að mótmæla rasisma. Á einum tímapunkti kom til stimpinga milli einstaklinga sem tilheyrðu hvor sínum hópnum. Ása Berglind Hjálmarsdóttir, sem situr á þingi fyrir Samfylkinguna, gerir mótmæli fyrrnefnda hópsins að umfjöllunarefni sínu í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun. Greinin ber yfirskriftina „Íslenski fáninn fyrir samstöðu ekki mismunun“. Þar segir Ása að íslenski fáninn hafi verið áberandi á mótmælunum, „þar sem rasistar komu fram og héldu tölu að því er virðist til að þétta raðirnar í þeim tilgangi að forða Íslandi frá því að verða fyrir erlendum áhrifum, hvað sem það nú þýðir“. Fréttastofa var á vettvangi á laugardag, en kvöldfrétt Stöðvar 2 um mótmælin má sjá hér að neðan: Hrætt fólk sem fái útrás með þessum hætti „Ég vil í sjálfu sér ekki gefa málflutningi þessa fólks neitt vægi hér í þessum skrifum, þar sem ekki er hægt að taka mark á hræddu fólki sem fær útrás fyrir ótta sinn með mannfjandsamlegum málflutningi,“ skrifar Ása Berglind. Hún vilji hins vegar beina því til fólks sem vilji nýta tjáningarfrelsi sitt með þeim hætti sem hún lýsir, að hugleiða að búa sér til sérstakan fána. Íslenski fáninn sé ekki merki þess sem mótmælendur á laugardag hafi boðað. Tveir mismunandi hópar mótmælenda komu saman á Austurvelli á laugardag. Annar vildi breytta stefnu í útlendingamálum, en hinn vildi mótmæla rasisma.Vísir/Viktor Freyr „Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands, allra Íslendinga. Hann táknar fjallablámann, ísinn og eldinn, frumkrafta landsins. Ætli flestir Íslendingar leggi svo ekki hver sína merkingu í fánann og mig langar að deila með ykkur minni sýn. Kannski tengir einhver, en ég hvet þig sem þetta lest að segja okkur hinum frá því hvað íslenski fáninn þýðir fyrir þig. Það er eitthvað sem segir mér að fæst viljum við nota hann í mannfjandsamlegum tilgangi.“ Fáninn tákni samstöðu þjóðar Ása Berglind segir að í sínum huga minni fáninn á formæður og forfeður þessa lands, sem hafi komið og numið landið. „Hér var enginn. Það bjó enginn á Íslandi fyrr en einhver kom og síðan þá hefur fólk haldið áfram að koma og fara frá eyjunni fögru hér norður í ballarhafi. Fáninn minnir mig á þetta fólk sem lifði við harða vetur og óáreiðanleg sumur, veikindi, fátækt og líf við mjög erfiðar aðstæður þar sem þótti ekki sjálfsagt að komast til manns og verða fullorðinn.“ Fáninn minni á sjálfstæðisbaráttu landsins, sem hafi verið háð með samtölum. Hann minni á baráttu kvenna, Vigdísi Finnbogadóttur og baráttu kvenna fyrir því að standa jafnfætis körlum. Fáninn sé tákmynd þess að Ísland sé fyrirmynd annarra landa, sem eigi enn langt í land með jafnréttisvinnu. „Orðið samstaða kemur í hugann minn þegar ég hugsa um Íslenska fánann. Samstaða sem á sér ótal birtingarmyndir, eins og það hvernig fólkið í mínum heimabæ, Þorlákshöfn, hjálpaðist að við að byggja upp samfélag, byggja upp heimili fyrir hvort annað og kirkjuna í bænum. Samstaða sem birtist líka reglulega á meðal þjóðarinnar þegar eitthvað bjátar á hjá nágrönnum okkar, til dæmis á Vestfjörðum, í Vestmannaeyjum, Seyðisfirði og Grindavík svo dæmi séu nefnd. Samstaða á meðal skólasystkina í Grunnskólanum í Þorlákshöfn þar sem börnin mín starfa alla daga við hliðina á ótal krökkum sem eiga upprunann sinn í öðrum löndum en eru nú langflest búin að ná tökum á nýju tungumáli og eru rík að kynnast fleiri en einum menningarheimi,“ skrifar Ása Berglind. Blandi ekki þjóðfána Íslendinga inn í málflutning sinn Þá minni fáninn á menningu landsins, tónlistarfólkið og rithöfundana, leikhús, þætti kvikmyndir, myndlist og afreksfólk Íslendinga í íþróttum. „Þar sem sum sem keppa undir Íslenska fánanum eiga uppruna sinn í öðrum löndum. Þetta er allt okkar fólk.“ Ása Berglind klykkir svo út með umfjöllun um lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið, og bendir á að samkvæmt 12. grein þeirra megi enginn óvirða þjóðfánann, hvorki í orði né verki. Eins sé óheimilt að nota þjóðfánanna sem einkamerki einstaklinga, félaga eða stofnana. „Ef félagið sem stóð að mótmælunum ætlar að standa við það sem það boðar, um að halda fleiri samkomur í líkingu við þessa, þá vona ég að þau komi sér upp eigin merki og blandi ekki þjóðfána allra Íslendinga inn í sinn tilgang og málflutning sem elur á kynþáttamisrétti.“
Reykjavík Innflytjendamál Samfylkingin Alþingi Íslenski fáninn Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira