Frá Goðafossi að Gróttuvita með hundrað kíló í eftirdragi Jakob Bjarnar skrifar 2. júní 2025 13:00 Bergur Vilhjálmsson slökkvi- og sjúkraflutningamaður hefur komið að skelfilegum aðstæðum í vinnu sinni. vísir/stöð 2 Bergur Vilhjálmsson slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður segist sjá það í störfum sínum að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að vekja athygli á andlegri heilsu og útbreiddri vanlíðan fólks. Bergur er gestur í nýjasta hlaðavarpsþætti Sölva Helgasonar. Hann segist margoft fara í útköll vegna sjálfsvíga og það færist í vöxt. Í fyrra gekk Bergur 100 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur. og dró á eftir sér 100 kílóa sleða til styrktar Píeta-samtökunum og ætlar í sumar að endurtaka leikinn og fimmfalda vegalengdina, nú hyggst hann ganga þvert yfir Ísland. Karlmenn þjást í hljóði og tjá sig ekki „Fyrst átti þetta bara að vera göngutúr með pabba en svo vatt þetta upp á sig. Fólki í kringum mig fannst galið að ég myndi gera þetta án þess að undir væri málstaður. Svo leiddi eitt af öðru og á endanum fannst mér Píeta vera hárréttur málsstaður. Ég finn hversu mikilvægt það er vakin sé athygli á þeim málaflokki. Ekki síst þegar kemur að karlmönnum, sem ennþá eru allt of oft að þjást í hljóði og tjá sig ekki.” Bergur ætlar nú að tvöfalda vegalengdina en í fyrra gekk hann 100 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur til styrktar Píetasamtökunum.facebook Bergur segir að gangan hafi á köflum orðið mjög erfið en það hafi aldrei komið til greina að hætta. „Ætli ég hafi ekki sofið svona hálftíma í heildina af því að ég var skikkaður til þess. Það var eiginlega það versta, af því að þegar ég vaknaði aftur var ég algjörlega drenaður og búinn á því. Það var oft sem ég hugsaði: Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í? En það kom samt aldrei til greina að gefast upp.“ Erfitt andlega að koma að sjálfsvígum Bergur segir að þegar honum leið hvað verst hafi bara verið að taka eitt og eitt skref í einu. „Ég mundi alltaf eftir samtali sem ég hafði átt við konu sem var að æfa með mér sem missti pabba sinn úr sjálfsvígi. Hún sagði við mig áður en ég fór af stað: Þetta eru þínar byrðar í 48 tíma. Getur þú ímyndað þér hvað fólkið sem þú ert að labba fyrir er að bera sínar byrðar lengi?“ Þetta sat í Bergi og hjálpaði yfir erfiðustu hjallana. Bergur gekk með miða með einkennisorðum sem hann svo sleppti á tíu kílómetra fresti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. Bergur hefur lengi unnið sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur séð það í störfum sínum hve algengt er að fólk sé að þjást gríðarlega andlega og oft sé það orðið of seint þegar þeir fá útkallið. „Ég hef séð þetta svo oft í störfunum fyrir slökkviliðið þegar við förum í útköll sem tengd eru sjálfsvígum eða sjálfsvígstilraunum. Við förum í ótal útköll sem tengjast andlegri vanlíðan og oft kemur í ljós að fólk vissi ekki einu sinni af Píeta-samtökunum. Það var eitt af því sem fékk mig til að gera þessa hluti og ákveða að gefa af mér til þessara samtaka.“ Geta mætt öllum aðstæðum í vinnunni Þessi tilteknu verkefni hafa verið að færast í vöxt í starfi Bergs og félaga. „Það er alltaf verið að gefa okkur betri tól til að eiga við þessi útköll. Stundum kallar lögreglan á okkur, en stundum köllum við á lögregluna. En við förum í allar þessar aðstæður. Ég hef komið að manneskju sem er nýbúin að hengja sig, manneskju sem er nýbúin að skjóta sig og fleira í þeim dúr. Við getum átt von á því að þurfa að mæta í alls konar aðstæður í okkar störfum,” segir Bergur. Hann segir að það geti tekið mikið á að þurfa að mæta í aðstæður sem þessar. „Við fáum undirbúning fyrir þetta og lærum ákveðna verkferla. Maður veit við hvað maður vinnur og veit hverju maður getur átt von á. Fólk er mjög fljótt að sjá hvort það geti unnið þessi störf og hvort það sé yfir höfuð fyrir þig að geta þurft að mæta svona aðstæðum. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, en maður hugsar mjög oft á leiðinni í vinnuna: Hvað ætli gerist í dag?” Og þá er hann á ákveðinn hátt búinn undir það í undirmeðvitundinni. Hefur frábært fólk í kringum sig „Þegar maður var að byrja var maður oft mjög kvíðinn, en svo öðlast maður reynslu og verður færari í að takast á við ólíkar aðstæður. Mikið af þeim útköllum sem við förum í kalla á mikla nærgætni. Þegar fólk hringir á sjúkrabíl er það yfirleitt ekki venjulegur dagur og fólk oft í miklu uppnámi, líka aðstandendur og fólkið í kringum þann sem þarf á hjálp að halda.“ Sem fyrr segir ætlar Bergur að hér um bil fimmfalda vegalengdina sem hann gengur í sumar til styrktar Píeta og sem áður með 100 kíló í eftirdragi: „Ég hugsa að þetta endi í 500 kílómetrum sirka. Ég fer frá Goðafossi fyrir norðan og alla leið að Gróttuvita. Ég mun ganga yfir Sprengisand og fara yfir hálendi Íslands. Nú hyggst Bergur ganga yfir landið endilangt.vísir/stöð 2 Ég horfi á þetta sem ævintýri og vonandi verður alls konar veður og bara allt það helsta sem Ísland hefur að bjóða. Þetta spurðist vel út í fyrra, þannig að það kemur með mér núna hópur sem ætlar að taka þetta allt upp á filmu og líklega munu þau þá ná að fanga allan tilfinningaskalann hjá mér.“ Það er fallegt hvað þetta verkefni hefur stækkað mikið og það sýnir Bergi hversu frábæru fólki hann er umkringdur. „Það er virkilega gaman að finna að fólk vill vera með þegar það finnur að það er góð orka og málsstaður á bakvið hlutina.” Hægt er að nálgast viðtalið við Berg og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Podcast með Sölva Tryggva Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Hjálparstarf Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Bergur er gestur í nýjasta hlaðavarpsþætti Sölva Helgasonar. Hann segist margoft fara í útköll vegna sjálfsvíga og það færist í vöxt. Í fyrra gekk Bergur 100 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur. og dró á eftir sér 100 kílóa sleða til styrktar Píeta-samtökunum og ætlar í sumar að endurtaka leikinn og fimmfalda vegalengdina, nú hyggst hann ganga þvert yfir Ísland. Karlmenn þjást í hljóði og tjá sig ekki „Fyrst átti þetta bara að vera göngutúr með pabba en svo vatt þetta upp á sig. Fólki í kringum mig fannst galið að ég myndi gera þetta án þess að undir væri málstaður. Svo leiddi eitt af öðru og á endanum fannst mér Píeta vera hárréttur málsstaður. Ég finn hversu mikilvægt það er vakin sé athygli á þeim málaflokki. Ekki síst þegar kemur að karlmönnum, sem ennþá eru allt of oft að þjást í hljóði og tjá sig ekki.” Bergur ætlar nú að tvöfalda vegalengdina en í fyrra gekk hann 100 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur til styrktar Píetasamtökunum.facebook Bergur segir að gangan hafi á köflum orðið mjög erfið en það hafi aldrei komið til greina að hætta. „Ætli ég hafi ekki sofið svona hálftíma í heildina af því að ég var skikkaður til þess. Það var eiginlega það versta, af því að þegar ég vaknaði aftur var ég algjörlega drenaður og búinn á því. Það var oft sem ég hugsaði: Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í? En það kom samt aldrei til greina að gefast upp.“ Erfitt andlega að koma að sjálfsvígum Bergur segir að þegar honum leið hvað verst hafi bara verið að taka eitt og eitt skref í einu. „Ég mundi alltaf eftir samtali sem ég hafði átt við konu sem var að æfa með mér sem missti pabba sinn úr sjálfsvígi. Hún sagði við mig áður en ég fór af stað: Þetta eru þínar byrðar í 48 tíma. Getur þú ímyndað þér hvað fólkið sem þú ert að labba fyrir er að bera sínar byrðar lengi?“ Þetta sat í Bergi og hjálpaði yfir erfiðustu hjallana. Bergur gekk með miða með einkennisorðum sem hann svo sleppti á tíu kílómetra fresti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. Bergur hefur lengi unnið sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður og hefur séð það í störfum sínum hve algengt er að fólk sé að þjást gríðarlega andlega og oft sé það orðið of seint þegar þeir fá útkallið. „Ég hef séð þetta svo oft í störfunum fyrir slökkviliðið þegar við förum í útköll sem tengd eru sjálfsvígum eða sjálfsvígstilraunum. Við förum í ótal útköll sem tengjast andlegri vanlíðan og oft kemur í ljós að fólk vissi ekki einu sinni af Píeta-samtökunum. Það var eitt af því sem fékk mig til að gera þessa hluti og ákveða að gefa af mér til þessara samtaka.“ Geta mætt öllum aðstæðum í vinnunni Þessi tilteknu verkefni hafa verið að færast í vöxt í starfi Bergs og félaga. „Það er alltaf verið að gefa okkur betri tól til að eiga við þessi útköll. Stundum kallar lögreglan á okkur, en stundum köllum við á lögregluna. En við förum í allar þessar aðstæður. Ég hef komið að manneskju sem er nýbúin að hengja sig, manneskju sem er nýbúin að skjóta sig og fleira í þeim dúr. Við getum átt von á því að þurfa að mæta í alls konar aðstæður í okkar störfum,” segir Bergur. Hann segir að það geti tekið mikið á að þurfa að mæta í aðstæður sem þessar. „Við fáum undirbúning fyrir þetta og lærum ákveðna verkferla. Maður veit við hvað maður vinnur og veit hverju maður getur átt von á. Fólk er mjög fljótt að sjá hvort það geti unnið þessi störf og hvort það sé yfir höfuð fyrir þig að geta þurft að mæta svona aðstæðum. Ég get bara talað fyrir sjálfan mig, en maður hugsar mjög oft á leiðinni í vinnuna: Hvað ætli gerist í dag?” Og þá er hann á ákveðinn hátt búinn undir það í undirmeðvitundinni. Hefur frábært fólk í kringum sig „Þegar maður var að byrja var maður oft mjög kvíðinn, en svo öðlast maður reynslu og verður færari í að takast á við ólíkar aðstæður. Mikið af þeim útköllum sem við förum í kalla á mikla nærgætni. Þegar fólk hringir á sjúkrabíl er það yfirleitt ekki venjulegur dagur og fólk oft í miklu uppnámi, líka aðstandendur og fólkið í kringum þann sem þarf á hjálp að halda.“ Sem fyrr segir ætlar Bergur að hér um bil fimmfalda vegalengdina sem hann gengur í sumar til styrktar Píeta og sem áður með 100 kíló í eftirdragi: „Ég hugsa að þetta endi í 500 kílómetrum sirka. Ég fer frá Goðafossi fyrir norðan og alla leið að Gróttuvita. Ég mun ganga yfir Sprengisand og fara yfir hálendi Íslands. Nú hyggst Bergur ganga yfir landið endilangt.vísir/stöð 2 Ég horfi á þetta sem ævintýri og vonandi verður alls konar veður og bara allt það helsta sem Ísland hefur að bjóða. Þetta spurðist vel út í fyrra, þannig að það kemur með mér núna hópur sem ætlar að taka þetta allt upp á filmu og líklega munu þau þá ná að fanga allan tilfinningaskalann hjá mér.“ Það er fallegt hvað þetta verkefni hefur stækkað mikið og það sýnir Bergi hversu frábæru fólki hann er umkringdur. „Það er virkilega gaman að finna að fólk vill vera með þegar það finnur að það er góð orka og málsstaður á bakvið hlutina.” Hægt er að nálgast viðtalið við Berg og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Podcast með Sölva Tryggva Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Geðheilbrigði Hjálparstarf Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira