Missa fatamarkaðinn með flutningi Konukots í Ármúla Lovísa Arnardóttir skrifar 31. maí 2025 10:51 Sóley segir mikinn missi af markaðnum. Konurnar í Konukoti séu í ástarsorg. Aðsend Síðasti opnunardagur Kotsins – fatamarkaðar er í dag. Kotið hefur síðasta árið verið rekið í húsnæði Konukots. Þar er seldur fatnaður til styrktar Konukots. Þar hafa konurnar sem dvelja í Konukoti einnig getað fengið föt eða verslað þau. Sóley Kristín Guðbjartsdóttir, starfsmaður Kotsins og Konukots, segir afar sorglegt að ekki sé hægt að halda rekstrinum áfram en loka þarf markaðnum vegna yfirvofandi flutnings Konukots í Ármúla 34. „Það er ekki pláss fyrir okkur í Ármúla. Þetta er mikilvægur hluti fjáröflunar en við höfum ekki tök á að leigja húsnæði fyrir starfsemina. Þær eru í ástarsorg yfir þessu konurnar, að við séum að loka,“ segir Sóley. Ódýrasti fatamarkaðurinn með notuð föt Sóley opnaði markaðinn með samstarfskonu sinni, Sóleyju Lilju, fyrir ári og segir hafa gengið afar vel. Þær hafi tekið við miklu magni hvern laugardag og selt fyrir nokkur hundruð þúsund sem allt hafi svo runnið til Rótarinnar, sem rekur Konukot. „Það hefur komið sér svo vel fyrir okkar skjólstæðinga að geta fengið föt og það verður mjög erfitt þegar það hættir. Við höfum verið að taka við fötum á laugardögum og það hafa verið ótrúlega flott og vel með farin föt. Við erum gífurlega þakklátar fyrir það. Fólk hefur áhuga á þessu verkefni og hefur talað um að þetta sé ódýrasti fatamarkaðurinn á Íslandi þar sem hægt er að fá notuð föt. Við erum svo þakklátar fyrir allan stuðninginn, þetta hefur verið ómetanlegt.“ Sóley og Sóley þegar þær komu markaðnum upp í fyrra. Þær tóku rýmið í gegn og byggðu afgreiðsluborðið. Aðsend Starfsmenn Konukots tóku allt rýmið í gegn fyrir opnun og héldu styrktartónleika í október. „Við erum búnar að vera með mikið húllumhæ og ætluðum að vera með meira en svona er þetta víst,“ segir Sóley sem hefur starfað í Konukoti síðustu misseri en tekur næst við verkefnastjórn í Frú Ragnheiði samhliða störfum þar. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 12 í dag til 16 og verða allar vörur seldar á 300 krónur. „Við erum með allskonar föt, á börn, karla og konur. Við erum líka með snyrtivörur og vörur frá Fangaverki og einhverja skartgripi en þetta er aðallega fatamarkaður,“ segir Sóley. Konukot er fyrir heimilislausar konur. Athvarfið opnaði 2004 og hefur verið rekið í Eskihlíð 2-4 frá þeim tíma en verið kallað eftir nýju húsnæði um árabil. Vísir/Arnar Til bráðabirgða í Ármúla Þó svo að markaðurinn fái ekki pláss í nýju húsnæði segir Sóley frábært að Konukot fái nýtt og betra húsnæði. Í Ármúla er búið að innrétta gamalt skrifstofuhúsnæði þannig það geti hýst tólf skjólstæðinga Konukots auk þess sem þar er að finna tímabundið búsetuúrræði fyrir sex skjólstæðinga á 3. hæð hússins. „Þetta er miklu betra húsnæði. Það eru kostir og gallar við allt en húsnæðið og aðstaðan er miklu, miklu betri. Það er það sem skiptir höfuðmáli núna.“ Fram kom í viðtali við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, í mars á RÚV að um væri að ræða bráðabirgðahúsnæði fyrir Konukot en það sé áríðandi að finna starfseminni framtíðarhúsnæði. Flutningurinn var kynntur í grenndarkynningu í febrúar og mars og samkvæmt fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur bárust athugasemdir frá eiganda Smábitans, Sameind og lögfræðistofunni Lagarökum fyrir hönd fyrirtækisins Krosshólma. Öll mótmæla þau flutningi athvarfsins í Ármúla og lýsa yfir áhyggjum af umgengni, áreiti og mögulegri vímuefnaneyslu skjólstæðinga Konukots. Sameind og Krosshólmi reka bæði rannsóknarstofu í húsnæðinu við hlið en Smábitinn er veitingastaður. Í umsögn Sameindar er auk þess bent á að í næsta nágrenni, í Ármúla 28 til 30, er rekinn leikskóli. Það er leikskólinn Brákarborg. Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Tengdar fréttir Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. 19. maí 2024 08:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Sóley Kristín Guðbjartsdóttir, starfsmaður Kotsins og Konukots, segir afar sorglegt að ekki sé hægt að halda rekstrinum áfram en loka þarf markaðnum vegna yfirvofandi flutnings Konukots í Ármúla 34. „Það er ekki pláss fyrir okkur í Ármúla. Þetta er mikilvægur hluti fjáröflunar en við höfum ekki tök á að leigja húsnæði fyrir starfsemina. Þær eru í ástarsorg yfir þessu konurnar, að við séum að loka,“ segir Sóley. Ódýrasti fatamarkaðurinn með notuð föt Sóley opnaði markaðinn með samstarfskonu sinni, Sóleyju Lilju, fyrir ári og segir hafa gengið afar vel. Þær hafi tekið við miklu magni hvern laugardag og selt fyrir nokkur hundruð þúsund sem allt hafi svo runnið til Rótarinnar, sem rekur Konukot. „Það hefur komið sér svo vel fyrir okkar skjólstæðinga að geta fengið föt og það verður mjög erfitt þegar það hættir. Við höfum verið að taka við fötum á laugardögum og það hafa verið ótrúlega flott og vel með farin föt. Við erum gífurlega þakklátar fyrir það. Fólk hefur áhuga á þessu verkefni og hefur talað um að þetta sé ódýrasti fatamarkaðurinn á Íslandi þar sem hægt er að fá notuð föt. Við erum svo þakklátar fyrir allan stuðninginn, þetta hefur verið ómetanlegt.“ Sóley og Sóley þegar þær komu markaðnum upp í fyrra. Þær tóku rýmið í gegn og byggðu afgreiðsluborðið. Aðsend Starfsmenn Konukots tóku allt rýmið í gegn fyrir opnun og héldu styrktartónleika í október. „Við erum búnar að vera með mikið húllumhæ og ætluðum að vera með meira en svona er þetta víst,“ segir Sóley sem hefur starfað í Konukoti síðustu misseri en tekur næst við verkefnastjórn í Frú Ragnheiði samhliða störfum þar. Markaðurinn verður opinn frá klukkan 12 í dag til 16 og verða allar vörur seldar á 300 krónur. „Við erum með allskonar föt, á börn, karla og konur. Við erum líka með snyrtivörur og vörur frá Fangaverki og einhverja skartgripi en þetta er aðallega fatamarkaður,“ segir Sóley. Konukot er fyrir heimilislausar konur. Athvarfið opnaði 2004 og hefur verið rekið í Eskihlíð 2-4 frá þeim tíma en verið kallað eftir nýju húsnæði um árabil. Vísir/Arnar Til bráðabirgða í Ármúla Þó svo að markaðurinn fái ekki pláss í nýju húsnæði segir Sóley frábært að Konukot fái nýtt og betra húsnæði. Í Ármúla er búið að innrétta gamalt skrifstofuhúsnæði þannig það geti hýst tólf skjólstæðinga Konukots auk þess sem þar er að finna tímabundið búsetuúrræði fyrir sex skjólstæðinga á 3. hæð hússins. „Þetta er miklu betra húsnæði. Það eru kostir og gallar við allt en húsnæðið og aðstaðan er miklu, miklu betri. Það er það sem skiptir höfuðmáli núna.“ Fram kom í viðtali við Kristínu I. Pálsdóttur, talskonu Rótarinnar, í mars á RÚV að um væri að ræða bráðabirgðahúsnæði fyrir Konukot en það sé áríðandi að finna starfseminni framtíðarhúsnæði. Flutningurinn var kynntur í grenndarkynningu í febrúar og mars og samkvæmt fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur bárust athugasemdir frá eiganda Smábitans, Sameind og lögfræðistofunni Lagarökum fyrir hönd fyrirtækisins Krosshólma. Öll mótmæla þau flutningi athvarfsins í Ármúla og lýsa yfir áhyggjum af umgengni, áreiti og mögulegri vímuefnaneyslu skjólstæðinga Konukots. Sameind og Krosshólmi reka bæði rannsóknarstofu í húsnæðinu við hlið en Smábitinn er veitingastaður. Í umsögn Sameindar er auk þess bent á að í næsta nágrenni, í Ármúla 28 til 30, er rekinn leikskóli. Það er leikskólinn Brákarborg.
Málefni heimilislausra Reykjavík Fíkn Tengdar fréttir Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. 19. maí 2024 08:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Sjá meira
Konurnar hafi gert allt til að setja ekki svartan blett á starfsemina Þórey Einarsdóttir hefur síðustu tuttugu árin helgað líf sitt Konukoti. Fyrir tuttugu árum var hún ráðin til að vera húsfreyja og sinnir því starfi enn. Þórey hlaut í vikunni mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar í ár fyrir störf sín í þágu jaðarsettra einstaklinga. 19. maí 2024 08:00