Samstarf HSÍ og Rapyd heyrir sögunni til Aron Guðmundsson skrifar 30. maí 2025 14:19 Landsliðskonur Íslands hylja merki Rapyd í myndatöku í síðasta mánuði Vísir/Hulda Margrét Handknattleikssamband Íslands og Rapyd hafa komist að samkomulagi um að samstarfi félaganna ljúki þann 1.september næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HSÍ, mánuði eftir að leikmenn landsliðsins huldu merki fyrirtækisins á treyjum sínum. Ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur um langa hríð verið einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ en sambandið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir það samstarf sökum ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs á Gaza svæðinu og sér í lagi eftir að forstjóri fyrirtækisins Arik Shtilman, lýsti yfir stuðningi við ísraelska herinn á LinkedIn síðu sinni í nóvember árið 2023. Tíðindin af endalokum samstarfsins koma rúmum mánuði eftir að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta huldu merki ísraelska fyrirtækisins í liðsmyndatöku eftir að hafa tryggt sér sæti á HM í handbolta með sigri á ísraelska landsliðinu en í kjölfarið áttu fulltrúar HSÍ og Rapyd fund. Eftir umræddan gjörning sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins að leikmönnum liðsins hafi fundist mikilvægt að koma sínum skoðunum á framfæri en öryggisgæsla fyrir leikina tvo gegn Ísrael hér heima var hert til muna og áhorfendur bannaðir sökum tilmæla frá ríkislögreglustjóra tengdum öryggismálum. Seinna kom í ljós að það gekk á miklu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonur fengu til að mynda fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og þær sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Landsliðið steig fram Enn fremur gaf kvennalandsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem þær spurðu hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skoruðu á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Þar segir að það séu „ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans.“ Í tilkynningu um endalok samstarfs HSÍ og Rapyd segir Jón Halldórsson, formaður HSÍ: „Samstarf HSÍ við Rapyd hefur verið handknattleikssambandinu afar mikilvægt. Stuðningur Rapyd hefur skipt sköpum fyrir rekstur landsliðanna og verkefni þeirra á undanförnum árum. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem Rapyd hefur verið hluti af þeim mikla árangri sem landsliðin okkar hafa náð og þökkum þeim innilega fyrir stuðninginn.“ Rapyd og forverar þess hafa styrkt íslenskan handknattleik frá árinu 1984 og verið helsti fjárhagslegur bakhjarl Handknattleikssambands Íslands í rúma fjóra áratugi. Að undanförnu hefur áhersla verið lögð á að efla afreksstarf í handknattleik með því að styrkja ungt og efnilegt handknattleiksfólk með beinum fjárstuðningi, svokallaðri “stoðsendingu Rapyd”. Verkefnið skilaði góðum árangri og hefur verið mikilvægt fyrir uppbyggingu landsliða Íslands í handknattleik. Nú er komið að leikslokum. Rapyd og HSÍ hafa komist að samkomulagi um að samstarfi félaganna ljúki 1. september næstkomandi. “Við erum afar stolt af áratuga löngum stuðningi okkar við handknattleikssambandið. Íslenskur handknattleikur hefur náð eftirtektarverðum árangri og borið hróður Íslands um allan heim. Nú er komið að leiðarlokum hjá okkur og við óskum íslenskum handknattleik velfarnaðar. Við hlökkum til að fylgjast með okkar frábæra handknattleiksfólki í framtíðinni, nú á hliðarlínunni,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi. „Samstarf HSÍ við Rapyd hefur verið handknattleikssambandinu afar mikilvægt. Stuðningur Rapyd hefur skipt sköpum fyrir rekstur landsliðanna og verkefni þeirra á undanförnum árum. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem Rapyd hefur verið hluti af þeim mikla árangri sem landsliðin okkar hafa náð og þökkum þeim innilega fyrir stuðninginn,“ segir Jón Halldórsson formaður HSÍ. Fréttin verður uppfærð HSÍ Ísrael Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. 12. apríl 2025 09:00 Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu. 9. apríl 2025 10:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Ísraelska fyrirtækið Rapyd hefur um langa hríð verið einn af aðalstyrktaraðilum HSÍ en sambandið hefur löngum verið gagnrýnt fyrir það samstarf sökum ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs á Gaza svæðinu og sér í lagi eftir að forstjóri fyrirtækisins Arik Shtilman, lýsti yfir stuðningi við ísraelska herinn á LinkedIn síðu sinni í nóvember árið 2023. Tíðindin af endalokum samstarfsins koma rúmum mánuði eftir að leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í handbolta huldu merki ísraelska fyrirtækisins í liðsmyndatöku eftir að hafa tryggt sér sæti á HM í handbolta með sigri á ísraelska landsliðinu en í kjölfarið áttu fulltrúar HSÍ og Rapyd fund. Eftir umræddan gjörning sagði Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins að leikmönnum liðsins hafi fundist mikilvægt að koma sínum skoðunum á framfæri en öryggisgæsla fyrir leikina tvo gegn Ísrael hér heima var hert til muna og áhorfendur bannaðir sökum tilmæla frá ríkislögreglustjóra tengdum öryggismálum. Seinna kom í ljós að það gekk á miklu í aðdraganda leikjanna. Landsliðskonur fengu til að mynda fjölmörg skilaboð í aðdraganda leikjanna og þær sagðar hlynntar þjóðarmorði Ísraela með því að spila leikinn. Landsliðið steig fram Enn fremur gaf kvennalandsliðið frá sér yfirlýsingu þar sem þær spurðu hvers vegna Ísrael sé enn leyft að taka þátt í alþjóðlegum keppnum og skoruðu á íþróttayfirvöld að knýja fram breytingar. Þar segir að það séu „ekki eðlilegar eða ásættanlegar aðstæður þegar landslið þarf að spila tvo leiki fyrir luktum dyrum, mæta í lögreglufylgd og hafa áhyggjur af öryggi sínu bæði á vellinum og utan hans.“ Í tilkynningu um endalok samstarfs HSÍ og Rapyd segir Jón Halldórsson, formaður HSÍ: „Samstarf HSÍ við Rapyd hefur verið handknattleikssambandinu afar mikilvægt. Stuðningur Rapyd hefur skipt sköpum fyrir rekstur landsliðanna og verkefni þeirra á undanförnum árum. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem Rapyd hefur verið hluti af þeim mikla árangri sem landsliðin okkar hafa náð og þökkum þeim innilega fyrir stuðninginn.“ Rapyd og forverar þess hafa styrkt íslenskan handknattleik frá árinu 1984 og verið helsti fjárhagslegur bakhjarl Handknattleikssambands Íslands í rúma fjóra áratugi. Að undanförnu hefur áhersla verið lögð á að efla afreksstarf í handknattleik með því að styrkja ungt og efnilegt handknattleiksfólk með beinum fjárstuðningi, svokallaðri “stoðsendingu Rapyd”. Verkefnið skilaði góðum árangri og hefur verið mikilvægt fyrir uppbyggingu landsliða Íslands í handknattleik. Nú er komið að leikslokum. Rapyd og HSÍ hafa komist að samkomulagi um að samstarfi félaganna ljúki 1. september næstkomandi. “Við erum afar stolt af áratuga löngum stuðningi okkar við handknattleikssambandið. Íslenskur handknattleikur hefur náð eftirtektarverðum árangri og borið hróður Íslands um allan heim. Nú er komið að leiðarlokum hjá okkur og við óskum íslenskum handknattleik velfarnaðar. Við hlökkum til að fylgjast með okkar frábæra handknattleiksfólki í framtíðinni, nú á hliðarlínunni,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi. „Samstarf HSÍ við Rapyd hefur verið handknattleikssambandinu afar mikilvægt. Stuðningur Rapyd hefur skipt sköpum fyrir rekstur landsliðanna og verkefni þeirra á undanförnum árum. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem Rapyd hefur verið hluti af þeim mikla árangri sem landsliðin okkar hafa náð og þökkum þeim innilega fyrir stuðninginn,“ segir Jón Halldórsson formaður HSÍ. Fréttin verður uppfærð
Rapyd og forverar þess hafa styrkt íslenskan handknattleik frá árinu 1984 og verið helsti fjárhagslegur bakhjarl Handknattleikssambands Íslands í rúma fjóra áratugi. Að undanförnu hefur áhersla verið lögð á að efla afreksstarf í handknattleik með því að styrkja ungt og efnilegt handknattleiksfólk með beinum fjárstuðningi, svokallaðri “stoðsendingu Rapyd”. Verkefnið skilaði góðum árangri og hefur verið mikilvægt fyrir uppbyggingu landsliða Íslands í handknattleik. Nú er komið að leikslokum. Rapyd og HSÍ hafa komist að samkomulagi um að samstarfi félaganna ljúki 1. september næstkomandi. “Við erum afar stolt af áratuga löngum stuðningi okkar við handknattleikssambandið. Íslenskur handknattleikur hefur náð eftirtektarverðum árangri og borið hróður Íslands um allan heim. Nú er komið að leiðarlokum hjá okkur og við óskum íslenskum handknattleik velfarnaðar. Við hlökkum til að fylgjast með okkar frábæra handknattleiksfólki í framtíðinni, nú á hliðarlínunni,“ segir Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi. „Samstarf HSÍ við Rapyd hefur verið handknattleikssambandinu afar mikilvægt. Stuðningur Rapyd hefur skipt sköpum fyrir rekstur landsliðanna og verkefni þeirra á undanförnum árum. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem Rapyd hefur verið hluti af þeim mikla árangri sem landsliðin okkar hafa náð og þökkum þeim innilega fyrir stuðninginn,“ segir Jón Halldórsson formaður HSÍ.
HSÍ Ísrael Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. 12. apríl 2025 09:00 Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu. 9. apríl 2025 10:30 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals Sjá meira
Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum. 12. apríl 2025 09:00
Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu. 9. apríl 2025 10:30