Sigurður Jökull stýrir Cruise Iceland Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2025 12:41 Sigurður Jökull, Unnur Elva Arnardóttir og Emma Kjartansdóttir. Sigurður Jökull Ólafsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Cruise Iceland. Hann hafði áður setið í stjórn félagsins. Í tilkynningu segir að á aðalfundi Cruise Iceland, sem haldinn var 30. apríl, hafi ný stjórn verið skipuð en þar hafi þau Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Unnur Elva Arnardóttir forstöðumaður hjá Skeljungi bæst við en Unnur Elva var jafnframt kjörinn formaður Cruise Iceland. Varaformaður samtakanna er eftir sem áður Emma Kjartansdóttir fyrir hönd Iceland Travel en í stjórninni sitja einnig Íris Jóhannsdóttir fyrir hönd Gáru, Jóhanna Tryggvadóttir fyrir hönd Hafnarsamlags Norðurlands, Aðalheiður Borgþórsdóttir fyrir Hafnir Múlaþings og Blængur Blængsson fyrir Samskip. Varamenn í stjórn eru Hilmar Lyngmo hafnarstjóri hjá Höfnum Ísafjarðarbæjar, Örlygur Hnefill Örlygsson fyrir Hafnir Norðurþings og Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar. „Fyrsta verkefni sem aðalfundur fól nýrri stjórn var því ráðning framkvæmdastjóra samtakanna sem fyrst og einhentu formaður og varaformaður samtakanna sér í það verkefni. Þann 5. maí auglýstu samtökin eftir framkvæmdastjóra og bárust margar umsóknir. Hæfustu umsækjendur voru teknir í viðtal og úr þeim hópi valdi stjórn Cruise Iceland Sigurð Jökul Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformann félagsins í hlutverkið. Þar réðu úrslitum, ekki aðeins þekking hans úr fyrra starfi sem Markaðsstjóri Faxaflóahafna og reynsla hans sem stjórnarformaður Cruise Iceland, heldur einnig stuðningur innlendra sem erlendra aðildarfélaga Cruise Iceland.“ Nýr framkvæmdastjóri mun taka til starfa í ágúst og verður skrifstofa samtakanna til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Einnig segir að á aðalfundi hafi ennfremur verið samþykktar mikilvægar breytingar á skipulagi samtakanna sem fögnuðu 20 ára afmæli í fyrra. „Breytingarnar fela í sér áætlun um fjölgun félagsmanna enda hagaðilar skemmtiferðaskipa mjög fjölbreyttur og stór hópur sem undanfarin misseri hefur áþreifanlega orðið var við hve hagsmunagæsla samtakanna er mikilvæg. Fyrirkomulagi félagsgjalda hefur einnig verið breytt með það fyrir augum að gera minni aðilum auðveldara að taka þátt í starfi samtakanna á sama tíma og búinn er til farvegur fyrir leiðandi hagaðila innan geirans, þ.e. þau fyrirtæki sem bera hitann og þungann af málefnum skemmtiferðaskipa á Íslandi,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Í tilkynningu segir að á aðalfundi Cruise Iceland, sem haldinn var 30. apríl, hafi ný stjórn verið skipuð en þar hafi þau Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Unnur Elva Arnardóttir forstöðumaður hjá Skeljungi bæst við en Unnur Elva var jafnframt kjörinn formaður Cruise Iceland. Varaformaður samtakanna er eftir sem áður Emma Kjartansdóttir fyrir hönd Iceland Travel en í stjórninni sitja einnig Íris Jóhannsdóttir fyrir hönd Gáru, Jóhanna Tryggvadóttir fyrir hönd Hafnarsamlags Norðurlands, Aðalheiður Borgþórsdóttir fyrir Hafnir Múlaþings og Blængur Blængsson fyrir Samskip. Varamenn í stjórn eru Hilmar Lyngmo hafnarstjóri hjá Höfnum Ísafjarðarbæjar, Örlygur Hnefill Örlygsson fyrir Hafnir Norðurþings og Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri Grundarfjarðarhafnar. „Fyrsta verkefni sem aðalfundur fól nýrri stjórn var því ráðning framkvæmdastjóra samtakanna sem fyrst og einhentu formaður og varaformaður samtakanna sér í það verkefni. Þann 5. maí auglýstu samtökin eftir framkvæmdastjóra og bárust margar umsóknir. Hæfustu umsækjendur voru teknir í viðtal og úr þeim hópi valdi stjórn Cruise Iceland Sigurð Jökul Ólafsson, fyrrverandi stjórnarformann félagsins í hlutverkið. Þar réðu úrslitum, ekki aðeins þekking hans úr fyrra starfi sem Markaðsstjóri Faxaflóahafna og reynsla hans sem stjórnarformaður Cruise Iceland, heldur einnig stuðningur innlendra sem erlendra aðildarfélaga Cruise Iceland.“ Nýr framkvæmdastjóri mun taka til starfa í ágúst og verður skrifstofa samtakanna til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Einnig segir að á aðalfundi hafi ennfremur verið samþykktar mikilvægar breytingar á skipulagi samtakanna sem fögnuðu 20 ára afmæli í fyrra. „Breytingarnar fela í sér áætlun um fjölgun félagsmanna enda hagaðilar skemmtiferðaskipa mjög fjölbreyttur og stór hópur sem undanfarin misseri hefur áþreifanlega orðið var við hve hagsmunagæsla samtakanna er mikilvæg. Fyrirkomulagi félagsgjalda hefur einnig verið breytt með það fyrir augum að gera minni aðilum auðveldara að taka þátt í starfi samtakanna á sama tíma og búinn er til farvegur fyrir leiðandi hagaðila innan geirans, þ.e. þau fyrirtæki sem bera hitann og þungann af málefnum skemmtiferðaskipa á Íslandi,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Hafnarmál Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira