Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2025 12:32 Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna. AP/Jacquelyn Martin Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. Þá segja höfundar raunverulegra rannsókna sem vísað er til að niðurstöður þeirra hafi verið rangtúlkaðar eða að þær hafi jafnvel ekki fjallað um það sem haldið er fram í skýrslunni. Talskona Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði í gær að skýrslan yrði löguð. „Mér skilst að það hafi verið einhver vandamál með sniðmótun MAHA-skýrslunnar sem verið sé að lagfæra og skýrslan verði uppfærð,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, í gær. Hún sagði vandamál þessi þó ekki koma niður á aðalatriðum skýrslunnar, enda sé hún „ein mest ummyndandi heilbrigðisskýrsla“ sem gefin hafi verið út af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Notuð til stefnumótunar Umræddri skýrslu, sem finna má hér á vef Hvíta hússins, var ætlað að varpa ljósi á rætur krónískra kvilla í Bandaríkjunum. Þeir eru raktir í skýrslunni til notkunar skordýraeiturs, plastagna, geislunar frá farsímum og matarlits, svo eitthvað sé nefnt. Nota á skýrsluna til grunns við stefnumótunartillögur ráðuneytisins sem verða opinberaðar seinna á árinu. Kennedy, sem hefur heitið miklu gagnsæi á störfum heilbrigðisráðuneytisins, hefur ekki viljað opinbera hverjir sömdu skýrsluna, þar sem meðal annars er kallað eftir því að bólusetningar barna verði endurskoðaðar og bandarískum börnum lýst sem vannærðum. Sjá einnig: Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Þá hafa bændur verið gagnrýnir á skýrsluna og hvernig fjallað er um notkun skordýraeiturs í landbúnaði. Skýrslan var birt í síðustu viku og er hún mjög umfangsmikil. RFK, eins og ráðherrann er kallaður, lofaði skýrsluna sem heimsklassa vísindaverk þar sem vísað væri til rúmlega fimm hundruð rannsókna til að styðja niðurstöður skýrslunnar. Ítarleg greining blaðamanna rannsóknarsamtakanna NOTUS benti til þess að að minnsta kosti sjö af rannsóknunum sem vísað var til í skýrslunni voru ekki raunverulegar. Rangtúlkaðar eða ótengdar niðurstöður Nokkrir vísindamenn sem í skýrslunni eru sagðir hafa framkvæmt rannsóknir sögðu NOTUS að þeir hefðu ekki gert slíkt og aðrir sögðu niðurstöður raunverulegra rannsókna sem vísað var til hafa verið rangtúlkaðar í MAHA-skýrslunni. Í nokkrum tilfellum segja höfundar rannsókna að niðurstöðurnar sem vísað er til í MAHA-skýrslunni séu fjarri sannleikanum. Í einu slíku tilfelli er vísað í rannsókn sem í MAHA-skýrslunni segir að sýni fram á að meðferð gegn geðrænum vandamálum ein og sé jafn skilvirk eða meira skilvirk en lyfjameðferð. Einn af höfundum þeirrar rannsóknar sagði það ekki einu sinni hafa verið til umfjöllunar í umræddri rannsókn. Í enn einu tilfelli þar sem fjallað er um áhrif skjátíma barna á svefn þeirra í MAHA-skýrslunni, segir höfundur rannsóknar sem vísað er til að niðurstöðurnar hafi verið rangtúlkaðar. Þá hafi rannsóknin ekki snúið að börnum heldur háskólanemendum. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Þá segja höfundar raunverulegra rannsókna sem vísað er til að niðurstöður þeirra hafi verið rangtúlkaðar eða að þær hafi jafnvel ekki fjallað um það sem haldið er fram í skýrslunni. Talskona Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sagði í gær að skýrslan yrði löguð. „Mér skilst að það hafi verið einhver vandamál með sniðmótun MAHA-skýrslunnar sem verið sé að lagfæra og skýrslan verði uppfærð,“ sagði Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, í gær. Hún sagði vandamál þessi þó ekki koma niður á aðalatriðum skýrslunnar, enda sé hún „ein mest ummyndandi heilbrigðisskýrsla“ sem gefin hafi verið út af yfirvöldum í Bandaríkjunum. Notuð til stefnumótunar Umræddri skýrslu, sem finna má hér á vef Hvíta hússins, var ætlað að varpa ljósi á rætur krónískra kvilla í Bandaríkjunum. Þeir eru raktir í skýrslunni til notkunar skordýraeiturs, plastagna, geislunar frá farsímum og matarlits, svo eitthvað sé nefnt. Nota á skýrsluna til grunns við stefnumótunartillögur ráðuneytisins sem verða opinberaðar seinna á árinu. Kennedy, sem hefur heitið miklu gagnsæi á störfum heilbrigðisráðuneytisins, hefur ekki viljað opinbera hverjir sömdu skýrsluna, þar sem meðal annars er kallað eftir því að bólusetningar barna verði endurskoðaðar og bandarískum börnum lýst sem vannærðum. Sjá einnig: Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Þá hafa bændur verið gagnrýnir á skýrsluna og hvernig fjallað er um notkun skordýraeiturs í landbúnaði. Skýrslan var birt í síðustu viku og er hún mjög umfangsmikil. RFK, eins og ráðherrann er kallaður, lofaði skýrsluna sem heimsklassa vísindaverk þar sem vísað væri til rúmlega fimm hundruð rannsókna til að styðja niðurstöður skýrslunnar. Ítarleg greining blaðamanna rannsóknarsamtakanna NOTUS benti til þess að að minnsta kosti sjö af rannsóknunum sem vísað var til í skýrslunni voru ekki raunverulegar. Rangtúlkaðar eða ótengdar niðurstöður Nokkrir vísindamenn sem í skýrslunni eru sagðir hafa framkvæmt rannsóknir sögðu NOTUS að þeir hefðu ekki gert slíkt og aðrir sögðu niðurstöður raunverulegra rannsókna sem vísað var til hafa verið rangtúlkaðar í MAHA-skýrslunni. Í nokkrum tilfellum segja höfundar rannsókna að niðurstöðurnar sem vísað er til í MAHA-skýrslunni séu fjarri sannleikanum. Í einu slíku tilfelli er vísað í rannsókn sem í MAHA-skýrslunni segir að sýni fram á að meðferð gegn geðrænum vandamálum ein og sé jafn skilvirk eða meira skilvirk en lyfjameðferð. Einn af höfundum þeirrar rannsóknar sagði það ekki einu sinni hafa verið til umfjöllunar í umræddri rannsókn. Í enn einu tilfelli þar sem fjallað er um áhrif skjátíma barna á svefn þeirra í MAHA-skýrslunni, segir höfundur rannsóknar sem vísað er til að niðurstöðurnar hafi verið rangtúlkaðar. Þá hafi rannsóknin ekki snúið að börnum heldur háskólanemendum.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34 Mest lesið Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Erlent Fleiri fréttir Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Sérfræðingar segja að mislingar séu á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur eftir að smitsjúkdómnum hafði verið útrýmt þar fyrir aldarfjórðungi. Reglulegir faraldrar gætu blossað upp vegna þess hve bólusetningartíðni hefur hnignað. 25. apríl 2025 09:34