Palestína gæti komist á HM þrátt fyrir að vera ekki viðurkennt fullvalda ríki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. maí 2025 07:03 Byrjunarlið Palestínu í leik gegn Írak sem fram fór í Jórdaníu þar sem ekki er hægt að spila í Palestínu. Ameen Ahmed/Getty Images Landslið Palestínu í knattspyrnu á enn möguleika á að tryggja sér sæti á HM karla sem fram fer á næsta ári í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988 og í dag hafa alls 143 ríki – af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna – viðurkennt sjálfstæði ríkisins. Vegna neitunarvalds Bandaríkjanna hafa Sameinuðu þjóðirnar hins vegar aldrei viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki. Blatter og Platini á ársþingi FIFA árið 2015.AP/Walter Bieri Þrátt fyrir það er Palestína með viðurkennt landslið í knattspyrnu karla. Það er að mestu Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins – að þakka. Árið 1999, stuttu eftir að vera kosinn forseti FIF, flaug hann til Rafah í Palestínu ásamt Michel Platini, fyrrverandi landsliðsmanni Frakklands og síðar meir forseta Knattspyrnusambands Evrópu, til að tilkynna að Palestína yrði eitt af aðildarríkjum FIFA. Blatter vonaðist til að þetta myndi ýta undir frið í álfunni. Óslóar-samkomulagið frá 1993 hafði lagt grunn að mögulegum frið og fullvalda ríki Palestínu. Slíkt ríki þyrfti viðurkennt landslið samkvæmt Blatter. Landsliðið var upphaflega byggt á leikmönnum frá Gaza og Vesturbakkanum en leitaði einnig út fyrir landssteinana að leikmönnum sem áttu rætur að rekja til Palestínu. Náðu ekki í lið Hugmyndin um frið entist ekki lengi og átti pólitík heimsins reglulega eftir að hafa áhrif á landslið Palestínu. Sjaldan meira en í undankeppninni fyrir HM í Þýskalandi árið 2006. Heimaleikir Palestínu þurftu að fara fram á hlutlausum völlum vegna ýmissa vandræða er kom að öryggi á leikjum Palestínu. Þar sem leikirnir fóru fram á hlutlausum völlum vantaði alla leikmenn liðsins frá Gaza þar sem Ísraelsher leyfði þeim ekki að yfirgefa Gaza. Það komu leikir þar sem þjálfarinn gat valla stillt upp 11 leikmönnum. Sama gerðist í undankeppninni fyrir HM í Suður-Afríku fjórum árum síðar þar sem Palestína þurfti að gefa leik gegn Singapúr þar sem það var ekki hægtað stilla upp nægilega mörgum leikmönnum til að leikurinn mætti fara fram. Þrátt fyrir þetta naut fótbolti mikilla vinsælda í Palestínu. Jibril Rajoub var kjörinn formaður knattspyrnusambands Palestínu. Rajoub hafði pólitísk tengsl og var um tíma öryggisráðgjafi Yasser Arafat sem hafði eytt 17 árum inn og út úr fangelsum Ísrael. Árið 2011 lék Palestína loks sinn fyrsta alvöru heimaleik í undankeppni HM. Sama ár var stofnuð karladeild og kvennalandslið sett á laggirnar. Á Vesturbakkanum blómstraði fótbolti en átti erfitt uppdráttar í Gaza þar sem Hamas var við völd. Hinir ýmsu knattspyrnuvellir voru sprengdir upp i árásum Ísrael sem sagði að vellirnir væru notaðir af Hamas til að skjóta flugskeytum yfir múrinn á Ísrael. FIFA ekki tjáð sig Undir lok árs 2023 hóf Palestína undankeppnina fyrir HM 2026. Það gerði landsliðið þrátt fyrir að Ísrael hefði hafið stríð í Palestínu eftir árás Hamas innan Ísrael þann 7. október sama ár. Árásin kostaði fjölda mannslífa og í kjölfarið réðst Ísraelsher af öllum þunga á Gaza. Þar er ómögulegt að spila knattspyrnu í dag enda borgin rústir einar. Knattspyrnusamband Palestínu hefur gefið út að yfir 270 knattspyrnumenn hafi verið drepnir síðan innrásin hófst, fjöldi þeirra var börn. Einnig hafa landsliðsmenn og margir úr starfsliði landsliðsins látist síðan innrásin hófst. The Athletic leitaðist við að fá komment frá FIFA um stöðu mála en sambandið var þögult sem gröfin. „Heimaleikir“ út um víðan völl Fyrsti „heimaleikur“ Palestínu í undankeppninni fyrir HM 2026 fór fram í Jórdaníu þar sem FIFA bannaði að leikir færu fram í Palestínu. „Hugur okkar er hjá fólki í Palestínu af því að á hverjum degi sjáum við hvað er að ske,“ sagði Rami Hamadi, markvörður liðsins, vegna þess sem var að ske á Gaza og Rafah. Til þessa í undankeppninni hefur Palestína spilað „heimaleiki“ í Kúveit, Malasíu, Katar og Jórdaníu. Þrátt fyrir allt er Palestína samt sem áður komin í 3. umferð undankeppninnar og á enn möguleika á að komast á HM þegar tveir leikir eru eftir. Palestína mætir Kúveit ytra og Óman á „heimavelli“ í Jórdaníu. Takist Palestínu að vinna báða leikina liggur leiðin í 4. umferð undankeppninnar þar sem sex lið berjast um sæti á HM á næsta ári. „Við hættum öllu, þar á meðal deildarkeppninni heima fyrir. Þrátt fyrir það höfum við gert allt í okkar valdi til að halda landsliðinu gangandi og halda því í undankeppni HM,“ sagði Rajoub í viðtali við Al Jazeera. Gangi allt upp og komist Palestína á HM væri það í fyrsta sinn í sögunni sem Palestína væri meðal þjóða á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira
Palestína lýsti yfir sjálfstæði sínu árið 1988 og í dag hafa alls 143 ríki – af 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna – viðurkennt sjálfstæði ríkisins. Vegna neitunarvalds Bandaríkjanna hafa Sameinuðu þjóðirnar hins vegar aldrei viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki. Blatter og Platini á ársþingi FIFA árið 2015.AP/Walter Bieri Þrátt fyrir það er Palestína með viðurkennt landslið í knattspyrnu karla. Það er að mestu Sepp Blatter, fyrrverandi forseta FIFA – Alþjóðaknattspyrnusambandsins – að þakka. Árið 1999, stuttu eftir að vera kosinn forseti FIF, flaug hann til Rafah í Palestínu ásamt Michel Platini, fyrrverandi landsliðsmanni Frakklands og síðar meir forseta Knattspyrnusambands Evrópu, til að tilkynna að Palestína yrði eitt af aðildarríkjum FIFA. Blatter vonaðist til að þetta myndi ýta undir frið í álfunni. Óslóar-samkomulagið frá 1993 hafði lagt grunn að mögulegum frið og fullvalda ríki Palestínu. Slíkt ríki þyrfti viðurkennt landslið samkvæmt Blatter. Landsliðið var upphaflega byggt á leikmönnum frá Gaza og Vesturbakkanum en leitaði einnig út fyrir landssteinana að leikmönnum sem áttu rætur að rekja til Palestínu. Náðu ekki í lið Hugmyndin um frið entist ekki lengi og átti pólitík heimsins reglulega eftir að hafa áhrif á landslið Palestínu. Sjaldan meira en í undankeppninni fyrir HM í Þýskalandi árið 2006. Heimaleikir Palestínu þurftu að fara fram á hlutlausum völlum vegna ýmissa vandræða er kom að öryggi á leikjum Palestínu. Þar sem leikirnir fóru fram á hlutlausum völlum vantaði alla leikmenn liðsins frá Gaza þar sem Ísraelsher leyfði þeim ekki að yfirgefa Gaza. Það komu leikir þar sem þjálfarinn gat valla stillt upp 11 leikmönnum. Sama gerðist í undankeppninni fyrir HM í Suður-Afríku fjórum árum síðar þar sem Palestína þurfti að gefa leik gegn Singapúr þar sem það var ekki hægtað stilla upp nægilega mörgum leikmönnum til að leikurinn mætti fara fram. Þrátt fyrir þetta naut fótbolti mikilla vinsælda í Palestínu. Jibril Rajoub var kjörinn formaður knattspyrnusambands Palestínu. Rajoub hafði pólitísk tengsl og var um tíma öryggisráðgjafi Yasser Arafat sem hafði eytt 17 árum inn og út úr fangelsum Ísrael. Árið 2011 lék Palestína loks sinn fyrsta alvöru heimaleik í undankeppni HM. Sama ár var stofnuð karladeild og kvennalandslið sett á laggirnar. Á Vesturbakkanum blómstraði fótbolti en átti erfitt uppdráttar í Gaza þar sem Hamas var við völd. Hinir ýmsu knattspyrnuvellir voru sprengdir upp i árásum Ísrael sem sagði að vellirnir væru notaðir af Hamas til að skjóta flugskeytum yfir múrinn á Ísrael. FIFA ekki tjáð sig Undir lok árs 2023 hóf Palestína undankeppnina fyrir HM 2026. Það gerði landsliðið þrátt fyrir að Ísrael hefði hafið stríð í Palestínu eftir árás Hamas innan Ísrael þann 7. október sama ár. Árásin kostaði fjölda mannslífa og í kjölfarið réðst Ísraelsher af öllum þunga á Gaza. Þar er ómögulegt að spila knattspyrnu í dag enda borgin rústir einar. Knattspyrnusamband Palestínu hefur gefið út að yfir 270 knattspyrnumenn hafi verið drepnir síðan innrásin hófst, fjöldi þeirra var börn. Einnig hafa landsliðsmenn og margir úr starfsliði landsliðsins látist síðan innrásin hófst. The Athletic leitaðist við að fá komment frá FIFA um stöðu mála en sambandið var þögult sem gröfin. „Heimaleikir“ út um víðan völl Fyrsti „heimaleikur“ Palestínu í undankeppninni fyrir HM 2026 fór fram í Jórdaníu þar sem FIFA bannaði að leikir færu fram í Palestínu. „Hugur okkar er hjá fólki í Palestínu af því að á hverjum degi sjáum við hvað er að ske,“ sagði Rami Hamadi, markvörður liðsins, vegna þess sem var að ske á Gaza og Rafah. Til þessa í undankeppninni hefur Palestína spilað „heimaleiki“ í Kúveit, Malasíu, Katar og Jórdaníu. Þrátt fyrir allt er Palestína samt sem áður komin í 3. umferð undankeppninnar og á enn möguleika á að komast á HM þegar tveir leikir eru eftir. Palestína mætir Kúveit ytra og Óman á „heimavelli“ í Jórdaníu. Takist Palestínu að vinna báða leikina liggur leiðin í 4. umferð undankeppninnar þar sem sex lið berjast um sæti á HM á næsta ári. „Við hættum öllu, þar á meðal deildarkeppninni heima fyrir. Þrátt fyrir það höfum við gert allt í okkar valdi til að halda landsliðinu gangandi og halda því í undankeppni HM,“ sagði Rajoub í viðtali við Al Jazeera. Gangi allt upp og komist Palestína á HM væri það í fyrsta sinn í sögunni sem Palestína væri meðal þjóða á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Sjá meira