Næstyngsta liðið fyrst til að rústa fjórum leikjum á leið í úrslitaeinvígið Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. maí 2025 11:47 OKC vann vesturdeildina, með yfirburðum, og Shai-Gilgeous Alexander var valinn verðmætasti leikmaður úrslitaeinvígis vestursins. Matthew Stockman/Getty Images Oklahoma City Thunder vann vesturdeild NBA og er á leið í úrslit eftir 4-1 sigur í einvíginu gegn Minnesota Timberwolves, sem vannst með þrjátíu stiga 124-94 stórsigri í nótt. OKC er fyrsta liðið til að rústa fjórum leikjum í úrslitakeppninni og komast í úrslit, þar sem liðið verður það næstyngsta frá upphafi. OKC varðist stórkostlega og valtaði yfir Úlfana í fimmta leiknum sem fór fram í nótt. Úlfarnir skoruðu fyrstu stigin úr sinni fyrstu sókn, en klikkuðu á næstu tíu skotum og þar með var leikurinn í raun farinn. OKC leiddi 26-9 eftir fyrsta leikhlutann. "How many demons are out there?""Like 8!"Mike Breen and Richard Jefferson are comedy 😂 pic.twitter.com/OjfxOJUJun— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 29, 2025 Staðan 65-32 í hálfleik og Úlfarnir þá búnir að tapa boltanum oftar (14 sinnum) en þeir höfðu sett hann ofan í körfuna (12 sinnum). OKC leads Minnesota by 33, their largest halftime lead in franchise playoff history 😮They're one half away from the NBA Finals 👀 pic.twitter.com/Zcg07bDolK— ESPN (@espn) May 29, 2025 Úlfarnir börðust aðeins til baka í seinni hálfleik og unnu þriðja leikhlutann með sjö stigum, en létu svo aftur undan í fjórða leikhluta og þurftu að sætta sig við þrjátíu stiga tap. 124-94 lokaniðurstaðan í leik þar sem Julius Randle (24 stig) og Anthony Edwards (19 stig) voru einu byrjunarliðsmenn Úlfanna sem skoruðu meira en fimm stig. Ant is already thinking about his comeback 😤 "Nobody's going to work harder than me this summer." pic.twitter.com/tZUsQV1zNL— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2025 Fyrstir til að rústa fjórum leikjum OKC varð þar með fyrsta liðið í sögu NBA til að vinna fjóra leiki í úrslitakeppninni með að minnsta kosti þrjátíu stigum og er á leið í úrslit í annað sinn síðan liðið flutti til Oklahoma. The Thunder are going to the NBA Finals for the first time since 2012 … And as the first team in league history with four wins by at least 30 points in the same postseason. More ⬇️ https://t.co/gTAqV0f5lY— Marc Stein (@TheSteinLine) May 29, 2025 Þriðja úrslitaeinvígi í sögu félagsins OKC komst síðast í úrslit 2012, þegar innanborðs hjá liðinu voru stjörnurnar Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook sem áttu allir síðar eftir að vera valdir verðmætasti leikmaður deildarinnar. Félagið komst þrisvar í úrslit þegar það spilaði í Seattle undir nafninu Supersonics, árin 1978 og 1979, þegar Supersonics urðu meistarar, og síðast árið 1996 gegn Chicago Bulls. Næstyngsta liðið sem kemst í úrslit OKC liðið í ár er næstyngsta liðið (25,6 ára meðalaldur) sem kemst í úrslit NBA deildarinnar, á eftir meistaraliði Portland Trail Blazers árið 1976 (24,5 ára meðalaldur). The Oklahoma City Thunder are the 2nd youngest team in NBA history to make the NBA Finals in the shot clock era They have an average age of 25.6 years old ⛈️ pic.twitter.com/mMeuP1aoSt— Underdog (@Underdog) May 29, 2025 Úrslitaeinvígið framundan Úrslitaeinvígið hefst fimmtudaginn 5. júní, þar verður OKC með heimavallarrétt og mætir annað hvort Indiana Pacers eða New York Knicks. Fimmti leikurinn í því einvígi fer fram á miðnætti í kvöld, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Pacers eru 3-1 yfir og geta klárað einvígið. NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira
OKC varðist stórkostlega og valtaði yfir Úlfana í fimmta leiknum sem fór fram í nótt. Úlfarnir skoruðu fyrstu stigin úr sinni fyrstu sókn, en klikkuðu á næstu tíu skotum og þar með var leikurinn í raun farinn. OKC leiddi 26-9 eftir fyrsta leikhlutann. "How many demons are out there?""Like 8!"Mike Breen and Richard Jefferson are comedy 😂 pic.twitter.com/OjfxOJUJun— NBA on ESPN (@ESPNNBA) May 29, 2025 Staðan 65-32 í hálfleik og Úlfarnir þá búnir að tapa boltanum oftar (14 sinnum) en þeir höfðu sett hann ofan í körfuna (12 sinnum). OKC leads Minnesota by 33, their largest halftime lead in franchise playoff history 😮They're one half away from the NBA Finals 👀 pic.twitter.com/Zcg07bDolK— ESPN (@espn) May 29, 2025 Úlfarnir börðust aðeins til baka í seinni hálfleik og unnu þriðja leikhlutann með sjö stigum, en létu svo aftur undan í fjórða leikhluta og þurftu að sætta sig við þrjátíu stiga tap. 124-94 lokaniðurstaðan í leik þar sem Julius Randle (24 stig) og Anthony Edwards (19 stig) voru einu byrjunarliðsmenn Úlfanna sem skoruðu meira en fimm stig. Ant is already thinking about his comeback 😤 "Nobody's going to work harder than me this summer." pic.twitter.com/tZUsQV1zNL— SportsCenter (@SportsCenter) May 29, 2025 Fyrstir til að rústa fjórum leikjum OKC varð þar með fyrsta liðið í sögu NBA til að vinna fjóra leiki í úrslitakeppninni með að minnsta kosti þrjátíu stigum og er á leið í úrslit í annað sinn síðan liðið flutti til Oklahoma. The Thunder are going to the NBA Finals for the first time since 2012 … And as the first team in league history with four wins by at least 30 points in the same postseason. More ⬇️ https://t.co/gTAqV0f5lY— Marc Stein (@TheSteinLine) May 29, 2025 Þriðja úrslitaeinvígi í sögu félagsins OKC komst síðast í úrslit 2012, þegar innanborðs hjá liðinu voru stjörnurnar Kevin Durant, James Harden og Russell Westbrook sem áttu allir síðar eftir að vera valdir verðmætasti leikmaður deildarinnar. Félagið komst þrisvar í úrslit þegar það spilaði í Seattle undir nafninu Supersonics, árin 1978 og 1979, þegar Supersonics urðu meistarar, og síðast árið 1996 gegn Chicago Bulls. Næstyngsta liðið sem kemst í úrslit OKC liðið í ár er næstyngsta liðið (25,6 ára meðalaldur) sem kemst í úrslit NBA deildarinnar, á eftir meistaraliði Portland Trail Blazers árið 1976 (24,5 ára meðalaldur). The Oklahoma City Thunder are the 2nd youngest team in NBA history to make the NBA Finals in the shot clock era They have an average age of 25.6 years old ⛈️ pic.twitter.com/mMeuP1aoSt— Underdog (@Underdog) May 29, 2025 Úrslitaeinvígið framundan Úrslitaeinvígið hefst fimmtudaginn 5. júní, þar verður OKC með heimavallarrétt og mætir annað hvort Indiana Pacers eða New York Knicks. Fimmti leikurinn í því einvígi fer fram á miðnætti í kvöld, og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, Pacers eru 3-1 yfir og geta klárað einvígið.
NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira