Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2025 08:31 Donald Trump hefur komið þeim Todd og Julie Chrisley til bjargar og náðað þau. Todd fékk tólf ára dóm en Julie sjö og hafa þau setið inni frá janúar 2023. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að náða hjónin Todd og Julie Chrisley sem voru með raunveruleikaþættina Chrisley Knows Best og fengu áralanga fangelsisdóma fyrir tugmilljóna lánasvik og skattaundanskot. Chrisley-hjónin voru dæmd árið 2022 fyrir að leggja á ráð um að svíkja meira en 30 milljónir dala (um 3,8 milljarða íslenskra króna í dag) í lánsfé með notkun falsaðra skjala. Hjónin voru einnig fundin sek um skattsvik og að hylja tekjur sínar meðan þau lifðu óhóflegum lífsstíl. Todd Chrisley lýsti sig gjaldþrota og losnaði þannig undan því að greiða meira en tuttugu milljónir dala í lán. Todd hlaut tólf ára dóm og Julie sjö ár en auk þess var þeim gert að endurgreiða um 17,8 milljónir dala. Greindi börnunum frá náðuninni Margo Martin, aðstoðarmaður Trump, birti myndband af forsetanum á X (áður Twitter) þar sem hann hringdi í börn hjónanna til að greina þeim frá náðuninni. „Trump veit best!“ skrifaði Martin í færslunni. „Foreldrar þínir verða frjáls og hrein og ég vona að við getum gert það fyrir morgundaginn,“ sagði Trump í símtalinu við Savönnuh Chrisley. „Þau hafa fengið frekar harkalega meðhöndlun miðað við það sem ég heyri,“ sagði forsetinn stuttu seinna í samtalinu. BREAKING!President Trump calls @_ItsSavannah_ to inform her that he will be granting full pardons to her parents, Todd and Julie Chrisley! Trump Knows Best! pic.twitter.com/j5WPMOOQ7L— Margo Martin (@MargoMartin47) May 27, 2025 Svo virðist sem Trump ætli að náða hjónin í dag en ekki er ljóst hvenær heildarlisti yfir náðanir Trump síðustu daga verður gerður opinber. Trump hefur náðað fólk í gríð og erg undanfarna mánuði, í fyrradag lýsti hann því yfir að hann hygðist náða Scott Jenkins, fógeta sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Í janúar náðaði forsetinn Ross Ulbricht, stofnanda vefsins Silk Road, þar sem ólöglegur varningur eins og fíkniefni og vopn gengu kaupum og sölum um langt skeið. Í sama mánuði náðaði hann alla þá sem tóku þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Chrisley-hjónin voru dæmd árið 2022 fyrir að leggja á ráð um að svíkja meira en 30 milljónir dala (um 3,8 milljarða íslenskra króna í dag) í lánsfé með notkun falsaðra skjala. Hjónin voru einnig fundin sek um skattsvik og að hylja tekjur sínar meðan þau lifðu óhóflegum lífsstíl. Todd Chrisley lýsti sig gjaldþrota og losnaði þannig undan því að greiða meira en tuttugu milljónir dala í lán. Todd hlaut tólf ára dóm og Julie sjö ár en auk þess var þeim gert að endurgreiða um 17,8 milljónir dala. Greindi börnunum frá náðuninni Margo Martin, aðstoðarmaður Trump, birti myndband af forsetanum á X (áður Twitter) þar sem hann hringdi í börn hjónanna til að greina þeim frá náðuninni. „Trump veit best!“ skrifaði Martin í færslunni. „Foreldrar þínir verða frjáls og hrein og ég vona að við getum gert það fyrir morgundaginn,“ sagði Trump í símtalinu við Savönnuh Chrisley. „Þau hafa fengið frekar harkalega meðhöndlun miðað við það sem ég heyri,“ sagði forsetinn stuttu seinna í samtalinu. BREAKING!President Trump calls @_ItsSavannah_ to inform her that he will be granting full pardons to her parents, Todd and Julie Chrisley! Trump Knows Best! pic.twitter.com/j5WPMOOQ7L— Margo Martin (@MargoMartin47) May 27, 2025 Svo virðist sem Trump ætli að náða hjónin í dag en ekki er ljóst hvenær heildarlisti yfir náðanir Trump síðustu daga verður gerður opinber. Trump hefur náðað fólk í gríð og erg undanfarna mánuði, í fyrradag lýsti hann því yfir að hann hygðist náða Scott Jenkins, fógeta sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Í janúar náðaði forsetinn Ross Ulbricht, stofnanda vefsins Silk Road, þar sem ólöglegur varningur eins og fíkniefni og vopn gengu kaupum og sölum um langt skeið. Í sama mánuði náðaði hann alla þá sem tóku þátt í árásinni á þinghús Bandaríkjanna í janúar 2021.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira