Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 07:33 Tyrese Haliburton tapaði boltanum aldrei í nótt og átti algjöran stórleik. Getty/Gregory Shamus Það þarf ansi margt að ganga á til þess að það verði ekki Indiana Pacers og Oklahoma City Thunder sem spila um NBA-meistaratitilinn í ár. Bæði lið eru nú komin í 3-1 í einvígum sínum, í úrslitum austur- og vesturdeildar. Tyrese Haliburton fór fyrir Indiana í nótt þegar liðið vann sinn þriðja sigur gegn New York Knicks og átti sérstaklega magnaðan fyrri hálfleik. Lokatölur 130-121 í Gainbridge Fieldhouse í Indiana. TAKE A BOW, TYRESE HALIBURTON 👏🔥 32 PTS🔥 15 AST (0 TO)🔥 12 REB🔥 4 STL🔥 5 3PMHE HAS THE @Pacers ONE WIN AWAY FROM THE FINALS! pic.twitter.com/x3la65XvpG— NBA (@NBA) May 28, 2025 Haliburton skoraði 20 stig, átti tíu stoðsendingar og tók átta fráköst bara í fyrri hálfleiknum, og var því nálægt því að ná þrefaldri tvennu áður en leikurinn var hálfnaður. Hann var einnig öflugur í seinni hálfleiknum og endaði með 32 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst, og það án þess að tapa boltanum einu sinni. Hann er þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að ná 30-15-10-0 leik í úrslitakeppni NBA. Indiana getur núna tryggt sig inn í úrslitin í næsta leik en hann verður í Madison Square Garden annað kvöld. Indiana hefur ekki komist í úrslitin síðan árið 2000. 🏆 PLAYOFF BRACKET 🏆Pacers take a 3-1 series lead in East FinalsThe #NBAPlayoffs presented by Google continue Wednesday with Timberwolves (1-3) Thunder on ESPN at 8:30pm/et! pic.twitter.com/T115paOJbQ— NBA (@NBA) May 28, 2025 „Mér fannst ég bregðast liðinu í leik þrjú [106-100 tapi á heimavelli] svo mér fannst mikilvægt að koma inn í þennan leik og láta til mín taka,“ sagði Haliburton eftir sigurinn í nótt. „Strákarnir komu mér í stöður til að taka af skarið og spila minn leik. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ bætti hann við. Pascal Siakam skoraði 30 stig og Bennedict Mathurin kom með 20 stig af bekknum fyrir Indiana sem endaði í 4. sæti austurdeildarinnar. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir New York en Karl-Anthony Towns, sem meiddist í vinstra hnénu annan leikinn í röð og var haltrandi í lokin, skoraði 24 stig og OG Anunoby 22. „Við skoruðum 120 stig en vörnin okkar var ekki nógu góð,“ sagði Tom Thibodeau, þjálfari Knicks. „Haliburton er frábær leikmaður. Það er ekki hægt að láta einstaklinga verjast frábærum leikmönnum í þessari deild. Allt liðið þarf að gera það. Og ef einn leikmaður er ekki að sinna sinni vinnu þá líta allir illa út,“ sagði þjálfarinn. NBA Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Tyrese Haliburton fór fyrir Indiana í nótt þegar liðið vann sinn þriðja sigur gegn New York Knicks og átti sérstaklega magnaðan fyrri hálfleik. Lokatölur 130-121 í Gainbridge Fieldhouse í Indiana. TAKE A BOW, TYRESE HALIBURTON 👏🔥 32 PTS🔥 15 AST (0 TO)🔥 12 REB🔥 4 STL🔥 5 3PMHE HAS THE @Pacers ONE WIN AWAY FROM THE FINALS! pic.twitter.com/x3la65XvpG— NBA (@NBA) May 28, 2025 Haliburton skoraði 20 stig, átti tíu stoðsendingar og tók átta fráköst bara í fyrri hálfleiknum, og var því nálægt því að ná þrefaldri tvennu áður en leikurinn var hálfnaður. Hann var einnig öflugur í seinni hálfleiknum og endaði með 32 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst, og það án þess að tapa boltanum einu sinni. Hann er þar með fyrsti leikmaðurinn til þess að ná 30-15-10-0 leik í úrslitakeppni NBA. Indiana getur núna tryggt sig inn í úrslitin í næsta leik en hann verður í Madison Square Garden annað kvöld. Indiana hefur ekki komist í úrslitin síðan árið 2000. 🏆 PLAYOFF BRACKET 🏆Pacers take a 3-1 series lead in East FinalsThe #NBAPlayoffs presented by Google continue Wednesday with Timberwolves (1-3) Thunder on ESPN at 8:30pm/et! pic.twitter.com/T115paOJbQ— NBA (@NBA) May 28, 2025 „Mér fannst ég bregðast liðinu í leik þrjú [106-100 tapi á heimavelli] svo mér fannst mikilvægt að koma inn í þennan leik og láta til mín taka,“ sagði Haliburton eftir sigurinn í nótt. „Strákarnir komu mér í stöður til að taka af skarið og spila minn leik. Þetta var stór sigur fyrir okkur,“ bætti hann við. Pascal Siakam skoraði 30 stig og Bennedict Mathurin kom með 20 stig af bekknum fyrir Indiana sem endaði í 4. sæti austurdeildarinnar. Jalen Brunson skoraði 31 stig fyrir New York en Karl-Anthony Towns, sem meiddist í vinstra hnénu annan leikinn í röð og var haltrandi í lokin, skoraði 24 stig og OG Anunoby 22. „Við skoruðum 120 stig en vörnin okkar var ekki nógu góð,“ sagði Tom Thibodeau, þjálfari Knicks. „Haliburton er frábær leikmaður. Það er ekki hægt að láta einstaklinga verjast frábærum leikmönnum í þessari deild. Allt liðið þarf að gera það. Og ef einn leikmaður er ekki að sinna sinni vinnu þá líta allir illa út,“ sagði þjálfarinn.
NBA Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira