Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. maí 2025 10:55 Kristín Ella, Guðmundur og börnin þeirra þrjú. Íslensk móðir búsett í Texas í Bandaríkjunum er hugsi eftir að ungur piltur í blóma lífsins var skotinn til bana í útskriftarveislu um helgina en dóttir hennar var í veislunni. Hún veltir fyrir sér hvað verði til þess að börn og ungt fólk ákveði að vopnast þegar þau haldi úr húsi. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar. Kristín Ella Guðmundsdóttir er búsett í smábænum Uhland í Texas ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Þau fluttu út vegna vinnu eiginmannsins Guðmundar fyrir ári og helgin átti að vera tilefni til fögnuðar. Krakkar á átjánda aldursári útskrifuðust frá San Marcus high school á laugardaginn og haldin garðveisla þeim til heiðurs um kvöldið. Umfjöllun KVUE um ódæðið og hinn látna má sjá í spilaranum. Sautján ára dóttur Kristínar Ellu var boðið. Kristín Ella og Guðmundur skutluðu dótturinni og vinkonu í fögnuðinn og heilsuðu foreldrum Andrews Farias sem héldu veisluna í garðinum heima hjá sér. „Ekki grunaði mig að fjórum tímum síðar myndu þau ásamt yngri börnum sínum horfa upp á útskriftarbarnið sitt myrt fyrir framan sig á nákvæmlega sama stað og ég var að heilsa þeim. Því miður var sú raunin í þetta skiptið. Allt vegna þess að einu barni, datt í hug að mæta með byssu.“ Bakpokar og byssur bannaðar Kristín Ella segir í samtali við Vísi að partýið hafi átt að standa frá tíu um kvöldið og til eitt um nóttina. Ýmislegt er ólíkt því sem þekkist úr garðveislum hér heima. Meðal annars var bannað að mæta með bakpoka í partýið og sérstaklega tekið fram að byssur væru ekki leyfðar. „Við hringdum í dóttur okkar þegar klukkan var orðin eitt til að athuga hvort að systir vinkonu hennar væri ekki komin að sækja þær eins og til stóð. Á meðan símtalið átti sér stað heyrðum við byssuhvellina og allt fór í rugl í partýinu.“ Kristín Ella útskýrir að strákur og stelpa, gestir í veislunni, hafi byrjað að rífast og ekki látið orðaskipti nægja heldur farið að slást. Reyndi að stilla til friðar „Útskriftardrengurinn kemur að og ákveður að ganga á milli þeirra, en þá er hinn drengurinn búin að taka upp byssu og byrjar að skjóta. Hann hittir í nokkra krakka, þar á meðal stelpuna sem hann er að rífast við en annað skot fer beint í höfuðið á útskriftardrengnum sem hefur líklega látið lífið samstundis. Foreldrar hans sátu og horfðu upp á hann deyja fyrir framan nefið á sér án þess að hafa tækifæri til að geta aðhafst neitt.“ Andrew Farias að lokinni útskrift á laugardag áður en blásið var til veislunnar. Veislan leystist upp þar sem gestirnir flýðu í allar áttir undan piltinum vopnuðum byssu. „Dóttir mín og vinkona hennar þurftu að hlaupa í burtu og fela sig í næstu görðum og eyddu þar næsta klukkutímanum með okkur foreldrana á línunni þangað til hægt var að komast að þeim og sækja þær. Lögguþyrlur, sjúkrabílar og löggubílar voru út um allt en einnig hlaupandi krakkar í myrkrinu að fela sig þar sem drengurinn með byssuna flúði af vettvangi. Hann er enn ófundinn,“ segir Kristín Ella. Númer fjögur á fótboltavellinum. Veislan hafi verið á litlum sveitabæ þar sem eru engin götuljós og myrkrið því mikið. Því hafi lögreglan haft litla yfirsýn yfir hverjir voru í veislunni. Rannsókn málsins virðist ganga hægt og ekki rætt við krakkana sem voru í partýinu til að afla upplýsinga. Þá hefur engum gestanna verið boðin áfallahjálp. „Sem er svo sem skiljanlegt. Það er erfitt að halda utan um svona stóran atburð á litlum stað eins og Uhland er. En það er minningarstund á morgun, sem fótboltaliðið hans er að halda að mér skilst,“ segir Kristín Ella en Andrew spilaði fyrir ameríska fótboltalið skólans sem syrgir leikmann sinn. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna árásarinnar mannskæðu. „Af hverju er heimurinn okkar orðinn svona. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er í Ameríku og þar er aðgengi að byssum auðvelt. En þetta er ekki bara í USA. Vopnaburður og ofbeldi hefur snaraukist síðustu ár alls staðar í heiminum, líka á Íslandi, og erum við að lesa fréttir um mannskæðar árásir hér og þar. Hvernig gerist svona? Hvað verður til þess að ungt fólk og jafnvel börn ákveða að fara vopnuð út úr húsi? Við hvað eru þau hrædd? Hverju þurfa þau að verjast? Hvað er að ógna þeim?“ spyr Kristín Ella. Frá útskriftarveislunni síðastliðinn laugardag.Tasha Fennell Hún segir byssueign mjög algenga í Texas og hafa komið þeim mjög á óvart til að byrja með að sjá fólk með byssur á sér í matvöruverslunum. Það hafi þó vanist hratt. Börnin þeirra þrjú á táningsaldri hafi nokkrum sinnum lent í svokölluðu „lock down“ í skólanum vegna hættuástands. Í þeim tilfellum hafi hættu verið afstýrt skjótt eða raunveruleg hætta hafi ekki verið til staðar. Hún er mjög hugsi yfir vopnaburði barna, af öllum toga, og segir mikilvægt að laga og snúa ástandinu við á meðan það sé enn möguleiki. „Þetta er vandamál samfélagsins okkar, okkar foreldranna. Við þurfum að laga þetta saman. Við eigum að geta leyft börnunum okkar að hittast og hafa gaman, án þess að það hafi varanlegar afleiðingar, eða jafnvel endi líf þeirra, eins og við höfum nokkur dæmi um.“ Móðir syrgir son sinn Andrew Farias var átján ára gamall og nýútskrifaður úr San Marcus High School. Hann spilaði fótbolta og ætlaði að mennta sig frekar í University of Texas í haust. Shannon Vasquez, móðir hans, minnist sonar síns. Efnt hefur verið til söfnunar til að aðstoða fjölskyldu Andrew Farias við útfararkostnað. „Litli strákurinn minn lýsti upp hvert herbergi. Hann var stórkostlegur stóri og litli bróðir. Hann elskaði systkini sín og sjúpföður. Hann var þekktur fyrir stóra fallega brosið sit. Orð fá ekki lýst þeim sársauka sem ég finn. Ég hef misst minn besta vin. Ég elska öll börnin mín en Andrew átti sérstakt pláss í hjarta mér.“ Byssulöggjöfin í Texas er mjög frjálsleg. Fullorðnir mega bera skotvopn opinberlega án sérstaks leyfis, bæði haglabyssur og skammbyssur, svo lengi sem þeir eru ekki með dóm fyrir ákveðin afbrot. Lögin urðu enn frjálsari árið 2021 þegar fólk þurfti ekki lengur sérstakt „license to carry“ leyfi til að bera byssu. Byssur eru þó bannaðar á ákveðnum viðburðum og í ákveðnum byggingum svo sem skólum. Þá mega verslanir og fyrirtæki neita fólki um að bera vopn í sínum húsakynnum. Bandaríkin Skotvopn Íslendingar erlendis Vopnaburður barna og ungmenna Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Kristín Ella Guðmundsdóttir er búsett í smábænum Uhland í Texas ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum. Þau fluttu út vegna vinnu eiginmannsins Guðmundar fyrir ári og helgin átti að vera tilefni til fögnuðar. Krakkar á átjánda aldursári útskrifuðust frá San Marcus high school á laugardaginn og haldin garðveisla þeim til heiðurs um kvöldið. Umfjöllun KVUE um ódæðið og hinn látna má sjá í spilaranum. Sautján ára dóttur Kristínar Ellu var boðið. Kristín Ella og Guðmundur skutluðu dótturinni og vinkonu í fögnuðinn og heilsuðu foreldrum Andrews Farias sem héldu veisluna í garðinum heima hjá sér. „Ekki grunaði mig að fjórum tímum síðar myndu þau ásamt yngri börnum sínum horfa upp á útskriftarbarnið sitt myrt fyrir framan sig á nákvæmlega sama stað og ég var að heilsa þeim. Því miður var sú raunin í þetta skiptið. Allt vegna þess að einu barni, datt í hug að mæta með byssu.“ Bakpokar og byssur bannaðar Kristín Ella segir í samtali við Vísi að partýið hafi átt að standa frá tíu um kvöldið og til eitt um nóttina. Ýmislegt er ólíkt því sem þekkist úr garðveislum hér heima. Meðal annars var bannað að mæta með bakpoka í partýið og sérstaklega tekið fram að byssur væru ekki leyfðar. „Við hringdum í dóttur okkar þegar klukkan var orðin eitt til að athuga hvort að systir vinkonu hennar væri ekki komin að sækja þær eins og til stóð. Á meðan símtalið átti sér stað heyrðum við byssuhvellina og allt fór í rugl í partýinu.“ Kristín Ella útskýrir að strákur og stelpa, gestir í veislunni, hafi byrjað að rífast og ekki látið orðaskipti nægja heldur farið að slást. Reyndi að stilla til friðar „Útskriftardrengurinn kemur að og ákveður að ganga á milli þeirra, en þá er hinn drengurinn búin að taka upp byssu og byrjar að skjóta. Hann hittir í nokkra krakka, þar á meðal stelpuna sem hann er að rífast við en annað skot fer beint í höfuðið á útskriftardrengnum sem hefur líklega látið lífið samstundis. Foreldrar hans sátu og horfðu upp á hann deyja fyrir framan nefið á sér án þess að hafa tækifæri til að geta aðhafst neitt.“ Andrew Farias að lokinni útskrift á laugardag áður en blásið var til veislunnar. Veislan leystist upp þar sem gestirnir flýðu í allar áttir undan piltinum vopnuðum byssu. „Dóttir mín og vinkona hennar þurftu að hlaupa í burtu og fela sig í næstu görðum og eyddu þar næsta klukkutímanum með okkur foreldrana á línunni þangað til hægt var að komast að þeim og sækja þær. Lögguþyrlur, sjúkrabílar og löggubílar voru út um allt en einnig hlaupandi krakkar í myrkrinu að fela sig þar sem drengurinn með byssuna flúði af vettvangi. Hann er enn ófundinn,“ segir Kristín Ella. Númer fjögur á fótboltavellinum. Veislan hafi verið á litlum sveitabæ þar sem eru engin götuljós og myrkrið því mikið. Því hafi lögreglan haft litla yfirsýn yfir hverjir voru í veislunni. Rannsókn málsins virðist ganga hægt og ekki rætt við krakkana sem voru í partýinu til að afla upplýsinga. Þá hefur engum gestanna verið boðin áfallahjálp. „Sem er svo sem skiljanlegt. Það er erfitt að halda utan um svona stóran atburð á litlum stað eins og Uhland er. En það er minningarstund á morgun, sem fótboltaliðið hans er að halda að mér skilst,“ segir Kristín Ella en Andrew spilaði fyrir ameríska fótboltalið skólans sem syrgir leikmann sinn. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna árásarinnar mannskæðu. „Af hverju er heimurinn okkar orðinn svona. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er í Ameríku og þar er aðgengi að byssum auðvelt. En þetta er ekki bara í USA. Vopnaburður og ofbeldi hefur snaraukist síðustu ár alls staðar í heiminum, líka á Íslandi, og erum við að lesa fréttir um mannskæðar árásir hér og þar. Hvernig gerist svona? Hvað verður til þess að ungt fólk og jafnvel börn ákveða að fara vopnuð út úr húsi? Við hvað eru þau hrædd? Hverju þurfa þau að verjast? Hvað er að ógna þeim?“ spyr Kristín Ella. Frá útskriftarveislunni síðastliðinn laugardag.Tasha Fennell Hún segir byssueign mjög algenga í Texas og hafa komið þeim mjög á óvart til að byrja með að sjá fólk með byssur á sér í matvöruverslunum. Það hafi þó vanist hratt. Börnin þeirra þrjú á táningsaldri hafi nokkrum sinnum lent í svokölluðu „lock down“ í skólanum vegna hættuástands. Í þeim tilfellum hafi hættu verið afstýrt skjótt eða raunveruleg hætta hafi ekki verið til staðar. Hún er mjög hugsi yfir vopnaburði barna, af öllum toga, og segir mikilvægt að laga og snúa ástandinu við á meðan það sé enn möguleiki. „Þetta er vandamál samfélagsins okkar, okkar foreldranna. Við þurfum að laga þetta saman. Við eigum að geta leyft börnunum okkar að hittast og hafa gaman, án þess að það hafi varanlegar afleiðingar, eða jafnvel endi líf þeirra, eins og við höfum nokkur dæmi um.“ Móðir syrgir son sinn Andrew Farias var átján ára gamall og nýútskrifaður úr San Marcus High School. Hann spilaði fótbolta og ætlaði að mennta sig frekar í University of Texas í haust. Shannon Vasquez, móðir hans, minnist sonar síns. Efnt hefur verið til söfnunar til að aðstoða fjölskyldu Andrew Farias við útfararkostnað. „Litli strákurinn minn lýsti upp hvert herbergi. Hann var stórkostlegur stóri og litli bróðir. Hann elskaði systkini sín og sjúpföður. Hann var þekktur fyrir stóra fallega brosið sit. Orð fá ekki lýst þeim sársauka sem ég finn. Ég hef misst minn besta vin. Ég elska öll börnin mín en Andrew átti sérstakt pláss í hjarta mér.“ Byssulöggjöfin í Texas er mjög frjálsleg. Fullorðnir mega bera skotvopn opinberlega án sérstaks leyfis, bæði haglabyssur og skammbyssur, svo lengi sem þeir eru ekki með dóm fyrir ákveðin afbrot. Lögin urðu enn frjálsari árið 2021 þegar fólk þurfti ekki lengur sérstakt „license to carry“ leyfi til að bera byssu. Byssur eru þó bannaðar á ákveðnum viðburðum og í ákveðnum byggingum svo sem skólum. Þá mega verslanir og fyrirtæki neita fólki um að bera vopn í sínum húsakynnum.
Bandaríkin Skotvopn Íslendingar erlendis Vopnaburður barna og ungmenna Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira