Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 10:32 Shai Gilgeous-Alexander í viðtali efitr magnaða frammistöðu sína í nótt. Getty/David Berding Oklahoma City Thunder hafði betur í spennuleik gegn Minnesota Timberwolves í nótt, 128-126, og er nú 3-1 yfir í einvígi liðanna í úrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta. Náfrændur voru stigahæstir í liðunum. Minnesota minnkaði muninn í 123-121 þegar 23 sekúndur voru eftir og við tók mikil vítabarátta í lokin. Nickeil Alexander-Walker braut á þessum kafla tvívegis á frænda sínum, Shai Gilgeous-Alexander, en sá síðarnefndi stóðst álagið vel á vítalínunni og það skilaði sigri. Gilgeous-Alexander og Alexander-Walker þekkja það afar vel að kljást í körfubolta en pabbi Gilgeous-Alexander og mamma Alexander-Walker eru systkini. Þeir ólust upp í aðeins tuttugu mínútna fjarlægð hvor frá öðrum, í Toronto í Kanada, og léku sér oft saman ásamt Thomasi, yngri bróður Shai. Í nótt voru frændurnir í aðalhlutverkum því Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig fyrir Thunder, átti 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. SGA DROPS A NEAR 40-POINT TRIPLE DOUBLE 🤯⚡️ 40 PTS⚡️ 10 AST⚡️ 9 REBThe @okcthunder take a 3-1 Western Conference Finals lead! pic.twitter.com/Lu44iHcoLs— NBA (@NBA) May 27, 2025 Alexander-Walker átti ekki alveg sama stórleik en endaði stigahæstur hjá Timberwolves með 23 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst. „Hann var virkilega góður í kvöld,“ sagði Gilgeous-Alexander um frænda sinn og hélt áfram: "Stuff we've dreamt about for our whole lives..."- SGA on facing his cousin Nickeil Alexander-Walker 🥺 pic.twitter.com/VInhxyR099— NBA (@NBA) May 27, 2025 „Manni fannst hann varla klikka á skoti. Það kemur mér ekki á óvart því ég veit hvernig körfuboltamaður hann er. Hann getur alltaf átt svona leiki. Virkilega góður körfuboltamaður, með frábæra tilfinningu og hæfileika. Það er bara tímaspursmál hvenær hann springur,“ sagði MVP-leikmaðurinn og bætti við: „Það var ofurgaman að glíma við hann, á þessu stigi, hálfan leikinn fannst manni. Stundum hafði hann betur og stundum ég. Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um alla ævi. Það er klikkað að það skuli vera að gerast.“ Thunder getur núna tryggt sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar með sigri á heimavelli annað kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan hálfeitt. Í kvöld eru það hins vegar Indiana Pacers og New York Knicks sem mætast og hefst útsendingin á miðnætti. NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Minnesota minnkaði muninn í 123-121 þegar 23 sekúndur voru eftir og við tók mikil vítabarátta í lokin. Nickeil Alexander-Walker braut á þessum kafla tvívegis á frænda sínum, Shai Gilgeous-Alexander, en sá síðarnefndi stóðst álagið vel á vítalínunni og það skilaði sigri. Gilgeous-Alexander og Alexander-Walker þekkja það afar vel að kljást í körfubolta en pabbi Gilgeous-Alexander og mamma Alexander-Walker eru systkini. Þeir ólust upp í aðeins tuttugu mínútna fjarlægð hvor frá öðrum, í Toronto í Kanada, og léku sér oft saman ásamt Thomasi, yngri bróður Shai. Í nótt voru frændurnir í aðalhlutverkum því Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig fyrir Thunder, átti 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. SGA DROPS A NEAR 40-POINT TRIPLE DOUBLE 🤯⚡️ 40 PTS⚡️ 10 AST⚡️ 9 REBThe @okcthunder take a 3-1 Western Conference Finals lead! pic.twitter.com/Lu44iHcoLs— NBA (@NBA) May 27, 2025 Alexander-Walker átti ekki alveg sama stórleik en endaði stigahæstur hjá Timberwolves með 23 stig, gaf 6 stoðsendingar og tók 4 fráköst. „Hann var virkilega góður í kvöld,“ sagði Gilgeous-Alexander um frænda sinn og hélt áfram: "Stuff we've dreamt about for our whole lives..."- SGA on facing his cousin Nickeil Alexander-Walker 🥺 pic.twitter.com/VInhxyR099— NBA (@NBA) May 27, 2025 „Manni fannst hann varla klikka á skoti. Það kemur mér ekki á óvart því ég veit hvernig körfuboltamaður hann er. Hann getur alltaf átt svona leiki. Virkilega góður körfuboltamaður, með frábæra tilfinningu og hæfileika. Það er bara tímaspursmál hvenær hann springur,“ sagði MVP-leikmaðurinn og bætti við: „Það var ofurgaman að glíma við hann, á þessu stigi, hálfan leikinn fannst manni. Stundum hafði hann betur og stundum ég. Þetta er eitthvað sem okkur hefur dreymt um alla ævi. Það er klikkað að það skuli vera að gerast.“ Thunder getur núna tryggt sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar með sigri á heimavelli annað kvöld. Bein útsending hefst á Stöð 2 Sport 2 klukkan hálfeitt. Í kvöld eru það hins vegar Indiana Pacers og New York Knicks sem mætast og hefst útsendingin á miðnætti.
NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira