„Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. maí 2025 22:07 Stefán Arnarson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Ernir Stefán Arnarson, þjálfari Hauka, var eðlilega svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Valskonum í kvöld. Tapið þýðir að Valur er Íslandsmeistari þriðja árið í röð. „Við vorum heilt yfir að spila vel í svona 25 mínútur í fyrri hálfleik,“ sagði Stefán í leikslok. „Svo koma þarna þrjú mörk og við missum leikmenn í fjórar mínútur út af. Þá kemur þessi munur sem við náum eiginlega aldrei að brúa. Svo vorum við í einhverjar mínútur út af í seinni og það hafði áhrif. En Valur var að spila þetta virkilega vel og þetta er auðvitað frábært lið, bæði þjálfarar og leikmenn, og þau unnu þetta sannfærandi.“ Eftir að hafa lent þremur mörkum undir í lok fyrri hálfleiks unnu Haukar sig aftur inn í leikinn og minnkuðu niður í eitt mark. Gestirnir misstu Val hins vegar fljótt aftur fram úr sér og Stefán segir að leikurinn hafi í raun farið á þeim kafla. „Þetta fór svolítið á þeim kafla. En heilt yfir gerðum við margt vel í þessum leik. En eins og ég hef alltaf sagt þá erum við að spila á móti sterku Valsliði. Þær eru bara betri en við í dag og vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt.“ Þá segir hann erfitt að glíma við Valslið sem virðist hafa svör við öllu sem hann og hans lið hendir í þær. „Þetta er bara vel þjálfað lið og þær ná að taka taktinn úr sóknarleiknum. Þær eru með klóka leikmenn og leystu það sem við vorum að gera. Við reyndum margt og sumt gekk, en annað ekki.“ Að lokum segist hann þó horfa jákvæðum augum á tímabilið í heild sinni. „Ég er bara ánægður með tímabilið. Við verðum bikarmeistarar - fyrsti bikar Hauka í kvennaflokki í tuttugu ár - og annað sæti í Íslandsmótinu. Þetta er ungt og efnilegt lið þannig við erum ánægð með veturinn. En ef við hefðum auðvitað viljað gera betur í þessum leikjum,“ sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
„Við vorum heilt yfir að spila vel í svona 25 mínútur í fyrri hálfleik,“ sagði Stefán í leikslok. „Svo koma þarna þrjú mörk og við missum leikmenn í fjórar mínútur út af. Þá kemur þessi munur sem við náum eiginlega aldrei að brúa. Svo vorum við í einhverjar mínútur út af í seinni og það hafði áhrif. En Valur var að spila þetta virkilega vel og þetta er auðvitað frábært lið, bæði þjálfarar og leikmenn, og þau unnu þetta sannfærandi.“ Eftir að hafa lent þremur mörkum undir í lok fyrri hálfleiks unnu Haukar sig aftur inn í leikinn og minnkuðu niður í eitt mark. Gestirnir misstu Val hins vegar fljótt aftur fram úr sér og Stefán segir að leikurinn hafi í raun farið á þeim kafla. „Þetta fór svolítið á þeim kafla. En heilt yfir gerðum við margt vel í þessum leik. En eins og ég hef alltaf sagt þá erum við að spila á móti sterku Valsliði. Þær eru bara betri en við í dag og vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt.“ Þá segir hann erfitt að glíma við Valslið sem virðist hafa svör við öllu sem hann og hans lið hendir í þær. „Þetta er bara vel þjálfað lið og þær ná að taka taktinn úr sóknarleiknum. Þær eru með klóka leikmenn og leystu það sem við vorum að gera. Við reyndum margt og sumt gekk, en annað ekki.“ Að lokum segist hann þó horfa jákvæðum augum á tímabilið í heild sinni. „Ég er bara ánægður með tímabilið. Við verðum bikarmeistarar - fyrsti bikar Hauka í kvennaflokki í tuttugu ár - og annað sæti í Íslandsmótinu. Þetta er ungt og efnilegt lið þannig við erum ánægð með veturinn. En ef við hefðum auðvitað viljað gera betur í þessum leikjum,“ sagði Stefán að lokum.
Olís-deild kvenna Haukar Valur Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira