Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Aron Guðmundsson skrifar 26. maí 2025 19:31 Magnaður ferill Arons Pálmarssonar fer að renna sitt skeið. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Eftir afar farsælan feril hyggst handboltamaðurinn Aron Pálmarsson leggja skóna á hilluna eftir yfirstandandi tímabil. Landsliðsþjálfari Íslands segir áhrifin af brotthvarfi hans eiga eftir að koma í ljós. Á alþjóðavísu standi Aron framarlega í sögulegu tilliti og hvað Ísland varðar séu hann og Ólafur Stefánsson þeir langbestu handboltamenn sem við höfum átt. Aron hringdi í Snorra Stein í síðustu viku og greindi honum frá ákvörðun sinni sem landsliðsþjálfarinn hefur mjög góðan skilning á því þrátt fyrir að gengi Arons innan vallar hafi verið framúrskarandi hafa meiðsli hrjáð hann yfir langan tíma. „Við áttum bara gott spjall um það og hann útskýrði bara hvað vakir fyrir honum með þessu og ég hef bara mjög góðan skilning á þessu, er aðeins inni í hans meiðslasögu og veit hvað hann þarf að glíma við dags daglega. Að hann hafi fundið það hjá sjálfum sér, þekkt sinn vitjunartíma hvað þetta varðar, er bara virðingarvert. Þetta er stór ákvörðun að taka fyrir alla handboltamenn. Hvað aldur varðar átti Aron kannski eitthvað smá eftir en maður ber bara virðingu fyrir þessu og skilur hann á margan hátt.“ Klippa: Snorri Steinn um ákvörðun Arons Kom þetta landsliðsþjálfaranum á óvart? „Svona já og nei. Auðvitað höfum við Aron átt alls konar spjöll. Stærsta gulrótin fyrir hann voru kannski Ólympíuleikarnir, að komast aftur á þá. Þegar að það klikkaði hjá okkur að komast á Ólympíuleikana í París horfði hann alveg í og talaði um Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028 þannig ég var svo sem alltaf að gæla við að hann gæti þraukað fram að því. Svo hefðum við bara þurft að finna út úr því í hvaða hlutverki það hefði verið. En á sama fór hakan á mér ekkert í gólfið þegar að símtalið frá honum kom og hann útskýrði mál sitt. En auðvitað er það alltaf þannig, þegar svona risa prófílar leggja skóna á hilluna, að það hefur alltaf einhver áhrif og maður er svona hugsi eftir það.“ Áhrifin eiga eftir að koma í ljós Aron hefur verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu frá því að hann steig sín fyrstu skref með liðinu árið 2008. Alls lék hann 184 A-landsleiki, skoraði heil 694 mörk og var hluti af bronsliði Íslands á EM árið 2010. Sem fyrirliði hefur hann farið fyrir íslenska landsliðinu og áhrifin af brotthvarfi hans eiga eftir að koma í ljós, nú þurfi aðrir að stíga upp. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íslenska landsliðið? „Auðvitað kemur þetta til með að hafa einhverja þýðingu. Hvaða þýðingu nákvæmlega fáum við ekki almennilegt svar við fyrr en á næsta stórmóti í janúar. Þegar að þú ert á stóra sviðinu og það reynir á þegar tilfinningarnar eru upp og niður eins og gengur og gerist. Þá kannski fyrst reynir á hópinn en á margan hátt erum við vanir því að spila án hans, hann hefur náttúrulega sína meiðslasögu og við höfum oft þurft að vera án hans í “minna mikilvægari leikjum“ það er að segja ekki á stórmóti. Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins og leikið stórt hlutverk í liðinu innan sem og utan vallar.Vísir/Vilhelm Hvað nákvæmlega kemur til með að gerast ætla ég ekki að fara rýna í eða pæla í of mikið. Ég bara vel næsta hóp og við tökum bara á því. Ég verð ekki með hugann við Aron þegar kemur að því og ég ekkert áhyggjur af hópnum sem slíkum. Það eru miklir leiðtogar innan liðsins, aðrir taka bara við keflinu af Aroni og þannig virkar þetta líka. Vonandi virkar það á jákvæðan hátt hvað þá sem fyrir eru varðar, þeir bara taka við keflinu og vaxa í þau hlutverk sem Aron hefur sinnt sem fyrirliði.“ Óli Stef, Aron, Karabatic og Mikkel Hansen Aron hefur undanfarna áratugi verið á meðal bestu handboltamanna heims og hvar sem hann hefur spilað hafa bikarar skilað sér í skápa hans félaga, stórlið á borð við Kiel, Barcelona, Vezprém, Álaborg og FH hafa notið góðs af því að hafa Aron innan sinna raða, ferill sem inniheldur nokkra tugi stórra titla að renna sitt skeið og enn gæti bæst í titlasafnið fram að lokum yfirstandandi tímabils. Hvaða sess hefur Aron skipað sér í handboltanum, bæði hvað Ísland varðar en einnig á alþjóðavísu? „Ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra en hann og Ólafur Stefánsson eru fyrir mína parta bara okkar lang, lang, lang bestu handboltamenn sem við höfum átt. Ég spilaði með þeim báðum og það er erfitt að lýsa því hversu góðir þeir eru. Það var bara allt þarna, aldrei vesen og þú þurftir ekki að hafa áhyggjur af neinu. Á alþjóðavísu eru þetta fyrir mína parta eru þetta Karabatic, Mikkel Hansen og Aron Pálmarsson. Hann er bara þar. Titlarnir, afrekin og liðin sem hann hefur spilað með held ég að tali bara sínu máli. Þetta er fáránlega góður leikmaður sem er að hætta og verður mikill söknuður af honum fyrir alla sem horfa á handbolta. “ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira
Aron hringdi í Snorra Stein í síðustu viku og greindi honum frá ákvörðun sinni sem landsliðsþjálfarinn hefur mjög góðan skilning á því þrátt fyrir að gengi Arons innan vallar hafi verið framúrskarandi hafa meiðsli hrjáð hann yfir langan tíma. „Við áttum bara gott spjall um það og hann útskýrði bara hvað vakir fyrir honum með þessu og ég hef bara mjög góðan skilning á þessu, er aðeins inni í hans meiðslasögu og veit hvað hann þarf að glíma við dags daglega. Að hann hafi fundið það hjá sjálfum sér, þekkt sinn vitjunartíma hvað þetta varðar, er bara virðingarvert. Þetta er stór ákvörðun að taka fyrir alla handboltamenn. Hvað aldur varðar átti Aron kannski eitthvað smá eftir en maður ber bara virðingu fyrir þessu og skilur hann á margan hátt.“ Klippa: Snorri Steinn um ákvörðun Arons Kom þetta landsliðsþjálfaranum á óvart? „Svona já og nei. Auðvitað höfum við Aron átt alls konar spjöll. Stærsta gulrótin fyrir hann voru kannski Ólympíuleikarnir, að komast aftur á þá. Þegar að það klikkaði hjá okkur að komast á Ólympíuleikana í París horfði hann alveg í og talaði um Ólympíuleikana í Los Angeles árið 2028 þannig ég var svo sem alltaf að gæla við að hann gæti þraukað fram að því. Svo hefðum við bara þurft að finna út úr því í hvaða hlutverki það hefði verið. En á sama fór hakan á mér ekkert í gólfið þegar að símtalið frá honum kom og hann útskýrði mál sitt. En auðvitað er það alltaf þannig, þegar svona risa prófílar leggja skóna á hilluna, að það hefur alltaf einhver áhrif og maður er svona hugsi eftir það.“ Áhrifin eiga eftir að koma í ljós Aron hefur verið máttarstólpi í íslenska landsliðinu frá því að hann steig sín fyrstu skref með liðinu árið 2008. Alls lék hann 184 A-landsleiki, skoraði heil 694 mörk og var hluti af bronsliði Íslands á EM árið 2010. Sem fyrirliði hefur hann farið fyrir íslenska landsliðinu og áhrifin af brotthvarfi hans eiga eftir að koma í ljós, nú þurfi aðrir að stíga upp. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íslenska landsliðið? „Auðvitað kemur þetta til með að hafa einhverja þýðingu. Hvaða þýðingu nákvæmlega fáum við ekki almennilegt svar við fyrr en á næsta stórmóti í janúar. Þegar að þú ert á stóra sviðinu og það reynir á þegar tilfinningarnar eru upp og niður eins og gengur og gerist. Þá kannski fyrst reynir á hópinn en á margan hátt erum við vanir því að spila án hans, hann hefur náttúrulega sína meiðslasögu og við höfum oft þurft að vera án hans í “minna mikilvægari leikjum“ það er að segja ekki á stórmóti. Aron Pálmarsson hefur verið fyrirliði íslenska landsliðsins og leikið stórt hlutverk í liðinu innan sem og utan vallar.Vísir/Vilhelm Hvað nákvæmlega kemur til með að gerast ætla ég ekki að fara rýna í eða pæla í of mikið. Ég bara vel næsta hóp og við tökum bara á því. Ég verð ekki með hugann við Aron þegar kemur að því og ég ekkert áhyggjur af hópnum sem slíkum. Það eru miklir leiðtogar innan liðsins, aðrir taka bara við keflinu af Aroni og þannig virkar þetta líka. Vonandi virkar það á jákvæðan hátt hvað þá sem fyrir eru varðar, þeir bara taka við keflinu og vaxa í þau hlutverk sem Aron hefur sinnt sem fyrirliði.“ Óli Stef, Aron, Karabatic og Mikkel Hansen Aron hefur undanfarna áratugi verið á meðal bestu handboltamanna heims og hvar sem hann hefur spilað hafa bikarar skilað sér í skápa hans félaga, stórlið á borð við Kiel, Barcelona, Vezprém, Álaborg og FH hafa notið góðs af því að hafa Aron innan sinna raða, ferill sem inniheldur nokkra tugi stórra titla að renna sitt skeið og enn gæti bæst í titlasafnið fram að lokum yfirstandandi tímabils. Hvaða sess hefur Aron skipað sér í handboltanum, bæði hvað Ísland varðar en einnig á alþjóðavísu? „Ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra en hann og Ólafur Stefánsson eru fyrir mína parta bara okkar lang, lang, lang bestu handboltamenn sem við höfum átt. Ég spilaði með þeim báðum og það er erfitt að lýsa því hversu góðir þeir eru. Það var bara allt þarna, aldrei vesen og þú þurftir ekki að hafa áhyggjur af neinu. Á alþjóðavísu eru þetta fyrir mína parta eru þetta Karabatic, Mikkel Hansen og Aron Pálmarsson. Hann er bara þar. Titlarnir, afrekin og liðin sem hann hefur spilað með held ég að tali bara sínu máli. Þetta er fáránlega góður leikmaður sem er að hætta og verður mikill söknuður af honum fyrir alla sem horfa á handbolta. “
Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið Ronaldo segir þessum kafla lokið Fótbolti Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Fótbolti Niðurbrotinn Klopp í sjokki Enski boltinn Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Íslenski boltinn Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Fótbolti Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sport Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Enski boltinn Greip í hár mótherja og kippti til og frá Fótbolti Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Fótbolti Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Sjá meira