Kaldvík fær stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 13:28 Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík og félagar hans hjá fyrirtækinu hafa verið dæmd til að greiða stjórnvaldssekt vegna brota á lögum um dýravelferð. mast/kaldvík Lögð hefur verið stjórnvaldssekt á Kaldvík að upphæð 500.000 króna vegna brota á lögum um dýravelferð. MAST segir að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt er. Vísir greindi frá þessu máli á sínum tíma, sem varðaði stórfelldan laxadauða sem var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði. En þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Hjá Kaldvík drápust í nóvember 470 þúsund fiskar, í desember 758 þúsund og í janúar 381 þúsund fiskar. Var það vegna þess að hitastig sjávar lækkaði snarpt en undirliggjandi bakteríur geri fiskinn veikan fyrir. „Þegar eftirlitsmenn voru á staðnum var engin alvöru tilraun gerð til að fjarlægja sveimara. Einungis 3 – 4 sveimarar voru teknir úr hverri kví, en að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví. Ástandið var sérstaklega slæmt í kvíum 2 og 4,“ sagði Karl Steinar Óskarsson deildarstjóri fiskeldisstöðvar í samtali við Vísi. Hann tók saman skýrslu um málið ásamt Wija Ariany sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma. Einnig var rætt við Kaldvík vegna málsins og sagði Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík eða yfir öllum aðgerðum hjá Kaldvík, segir að þó sum atriði í skýrslu MAST hafi komið flatt uppá þau hljóti þau engu að síður að vera sammála um meginatriðin. „Staðan í Svarthamarsvík hefur verið krefjandi í nokkurn tíma núna vegna erfiðra umhverfisáhrifa. Hins vegar teljum við okkur hafa tekist á við vandann af ábyrgð með góðri aðstoð bæði innan sem utan fyrirtækisins,“ sagði Kjartan meðal annars í samtali við Vísi. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Múlaþing Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
MAST segir að fyrirtækið hafi vanrækt að fjarlægja sjúka eða slasaða fiska úr eldiskvíum og aflífa þá eins og skylt er. Vísir greindi frá þessu máli á sínum tíma, sem varðaði stórfelldan laxadauða sem var í nóvember, desember og janúar í sjókvíum í Berufirði. En þar er fiskeldisfyrirtækið Kaldvík með aðstöðu. Fyrirtækið þurfti að farga tugþúsundum eldislaxa sem voru ýmist dauðir vegna vetrarsára eða áttu sér enga lífsvon vegna þess hversu illa leiknir þeir voru. Hjá Kaldvík drápust í nóvember 470 þúsund fiskar, í desember 758 þúsund og í janúar 381 þúsund fiskar. Var það vegna þess að hitastig sjávar lækkaði snarpt en undirliggjandi bakteríur geri fiskinn veikan fyrir. „Þegar eftirlitsmenn voru á staðnum var engin alvöru tilraun gerð til að fjarlægja sveimara. Einungis 3 – 4 sveimarar voru teknir úr hverri kví, en að jafnaði voru 1.000 – 3.000 illa farnir sveimarar í hverri kví. Ástandið var sérstaklega slæmt í kvíum 2 og 4,“ sagði Karl Steinar Óskarsson deildarstjóri fiskeldisstöðvar í samtali við Vísi. Hann tók saman skýrslu um málið ásamt Wija Ariany sérgreinadýralæknir fisksjúkdóma. Einnig var rætt við Kaldvík vegna málsins og sagði Kjartan Lindbøl, sem er COO hjá Kaldvík eða yfir öllum aðgerðum hjá Kaldvík, segir að þó sum atriði í skýrslu MAST hafi komið flatt uppá þau hljóti þau engu að síður að vera sammála um meginatriðin. „Staðan í Svarthamarsvík hefur verið krefjandi í nokkurn tíma núna vegna erfiðra umhverfisáhrifa. Hins vegar teljum við okkur hafa tekist á við vandann af ábyrgð með góðri aðstoð bæði innan sem utan fyrirtækisins,“ sagði Kjartan meðal annars í samtali við Vísi.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Sjávarútvegur Múlaþing Umhverfismál Fiskeldi Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira