Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 26. maí 2025 13:00 „Við höfum litla rödd í umræðunni – sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Þessi orð opinbers starfsmanns úr nýlegri könnun Viskukomu upp í hugann við lestur skýrslu Viðskiptaráðs um starfsöryggi á opinbera markaðnum. Þar er opinbert starfsfólk málað upp sem forréttindastétt og dragbítar á verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er villandi og skaðleg nálgun sem dregur athygli frá raunverulegum umbótatækifærum í rekstri, tækifærum sem níu af hverjum 10 sérfræðingum ríkisinssjá og styðja. Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað. Ekki of mörg og ekki oflaunuð Atvinnulífið hefur ítrekað haldið því fram að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus, en er það svo? Á árunum 2014–2024 jókst fjöldi starfandi á aldrinum 25–64 ára um 33% á almenna markaðnum en um 18% á hinum opinbera (opinber fyrirtæki meðtalin). Það þýðir að störfum í einkageiranum hefur fjölgaðnær tvöfalt hraðar en opinberum störfum síðustu tíu ár. Opinber störf eru þá ekki oflaunuð eins og atvinnulífið heldur fram. Sérfræðingar í opinberum störfum eru að meðaltali 17% lægri launaðir en á almennum markaði þegar horft er til heildarlauna fullvinnandi. Fullyrðingar um að opinber störf séu oflaunuð og opinberir starfsmenn of margir eru annað hvort illa ígrunduð alhæfing eða meðvituð blekking. Ekki í bómul Í skýrslu Viðskiptaráðs er því haldið fram að opinberir starfsmenn búi við nær skilyrðislaust starfsöryggi. En er það rétt? Á árinu 2022 var starfsmannavelta í ráðuneytum allt að 29% og þó tilfærslur í starfi hafi verið meginreglan voru margir starfslokasamningar gerðir. Uppsagnarvernd á opinbera markaðnum er vissulega meiri en á hinum almenna en það er rangt að halda því fram að opinberir starfsmenn njóti ósnertanlegra forréttinda. Skipulagsbreytingum er ítrekað beitt og stjórnendur hafa svigrúm til að taka á erfiðum málum og skapa hvata. Heimild: Skýrsla Ríkisendurskoðunar, 2023. Fjárfestum í opinberri þjónustu Atvinnulífið tönnlast ítrekað á þeirri kreddu að opinbert starfsfólk skapi ekki verðmæti. Sagt er að samhengi verðmætasköpunar gangi í eina átt; frá einkamarkaði til hins opinbera. En staðreyndin er sú að verðmætasköpun á mörkuðunum tveimur er samofin og opinberi geirinn veitir þjónustu sem er oft langt undir markaðsverði sem ráðast myndi á frjálsum markaði – á kostnað launafólks og aðallega kvenna. Launakjör í opinbera geiranum þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í umönnun og menningargeiranum, eru lægri en þar sem karlar eru í meirihluta. Það er óumdeilt samfélagsmein sem þarf þjóðarátak til að uppræta. Öflug fjárfesting í opinberri þjónustu er nauðsynleg til að styrkja samfélagsinnviði og vinna gegn ójöfnuði sem fer ört vaxandi. Það er hagur okkar allra – líka fyrirtækja á almenna markaðnum. Ef Viðskiptaráð vill raunverulega stuðla að bættum opinberum rekstri, þá væri nær að nálgast verkefnið með meiri auðmýkt og með færri yfirlýsingum. Sýnum fólki sem knýr verðmætasköpun áfram virðingu, hvort sem það starfar hjá einkafyrirtækjum eða á opinberum markaði. Höfundur er formaður Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
„Við höfum litla rödd í umræðunni – sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Þessi orð opinbers starfsmanns úr nýlegri könnun Viskukomu upp í hugann við lestur skýrslu Viðskiptaráðs um starfsöryggi á opinbera markaðnum. Þar er opinbert starfsfólk málað upp sem forréttindastétt og dragbítar á verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er villandi og skaðleg nálgun sem dregur athygli frá raunverulegum umbótatækifærum í rekstri, tækifærum sem níu af hverjum 10 sérfræðingum ríkisinssjá og styðja. Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað. Ekki of mörg og ekki oflaunuð Atvinnulífið hefur ítrekað haldið því fram að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus, en er það svo? Á árunum 2014–2024 jókst fjöldi starfandi á aldrinum 25–64 ára um 33% á almenna markaðnum en um 18% á hinum opinbera (opinber fyrirtæki meðtalin). Það þýðir að störfum í einkageiranum hefur fjölgaðnær tvöfalt hraðar en opinberum störfum síðustu tíu ár. Opinber störf eru þá ekki oflaunuð eins og atvinnulífið heldur fram. Sérfræðingar í opinberum störfum eru að meðaltali 17% lægri launaðir en á almennum markaði þegar horft er til heildarlauna fullvinnandi. Fullyrðingar um að opinber störf séu oflaunuð og opinberir starfsmenn of margir eru annað hvort illa ígrunduð alhæfing eða meðvituð blekking. Ekki í bómul Í skýrslu Viðskiptaráðs er því haldið fram að opinberir starfsmenn búi við nær skilyrðislaust starfsöryggi. En er það rétt? Á árinu 2022 var starfsmannavelta í ráðuneytum allt að 29% og þó tilfærslur í starfi hafi verið meginreglan voru margir starfslokasamningar gerðir. Uppsagnarvernd á opinbera markaðnum er vissulega meiri en á hinum almenna en það er rangt að halda því fram að opinberir starfsmenn njóti ósnertanlegra forréttinda. Skipulagsbreytingum er ítrekað beitt og stjórnendur hafa svigrúm til að taka á erfiðum málum og skapa hvata. Heimild: Skýrsla Ríkisendurskoðunar, 2023. Fjárfestum í opinberri þjónustu Atvinnulífið tönnlast ítrekað á þeirri kreddu að opinbert starfsfólk skapi ekki verðmæti. Sagt er að samhengi verðmætasköpunar gangi í eina átt; frá einkamarkaði til hins opinbera. En staðreyndin er sú að verðmætasköpun á mörkuðunum tveimur er samofin og opinberi geirinn veitir þjónustu sem er oft langt undir markaðsverði sem ráðast myndi á frjálsum markaði – á kostnað launafólks og aðallega kvenna. Launakjör í opinbera geiranum þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í umönnun og menningargeiranum, eru lægri en þar sem karlar eru í meirihluta. Það er óumdeilt samfélagsmein sem þarf þjóðarátak til að uppræta. Öflug fjárfesting í opinberri þjónustu er nauðsynleg til að styrkja samfélagsinnviði og vinna gegn ójöfnuði sem fer ört vaxandi. Það er hagur okkar allra – líka fyrirtækja á almenna markaðnum. Ef Viðskiptaráð vill raunverulega stuðla að bættum opinberum rekstri, þá væri nær að nálgast verkefnið með meiri auðmýkt og með færri yfirlýsingum. Sýnum fólki sem knýr verðmætasköpun áfram virðingu, hvort sem það starfar hjá einkafyrirtækjum eða á opinberum markaði. Höfundur er formaður Visku stéttarfélags.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun