Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 26. maí 2025 13:00 „Við höfum litla rödd í umræðunni – sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Þessi orð opinbers starfsmanns úr nýlegri könnun Viskukomu upp í hugann við lestur skýrslu Viðskiptaráðs um starfsöryggi á opinbera markaðnum. Þar er opinbert starfsfólk málað upp sem forréttindastétt og dragbítar á verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er villandi og skaðleg nálgun sem dregur athygli frá raunverulegum umbótatækifærum í rekstri, tækifærum sem níu af hverjum 10 sérfræðingum ríkisinssjá og styðja. Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað. Ekki of mörg og ekki oflaunuð Atvinnulífið hefur ítrekað haldið því fram að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus, en er það svo? Á árunum 2014–2024 jókst fjöldi starfandi á aldrinum 25–64 ára um 33% á almenna markaðnum en um 18% á hinum opinbera (opinber fyrirtæki meðtalin). Það þýðir að störfum í einkageiranum hefur fjölgaðnær tvöfalt hraðar en opinberum störfum síðustu tíu ár. Opinber störf eru þá ekki oflaunuð eins og atvinnulífið heldur fram. Sérfræðingar í opinberum störfum eru að meðaltali 17% lægri launaðir en á almennum markaði þegar horft er til heildarlauna fullvinnandi. Fullyrðingar um að opinber störf séu oflaunuð og opinberir starfsmenn of margir eru annað hvort illa ígrunduð alhæfing eða meðvituð blekking. Ekki í bómul Í skýrslu Viðskiptaráðs er því haldið fram að opinberir starfsmenn búi við nær skilyrðislaust starfsöryggi. En er það rétt? Á árinu 2022 var starfsmannavelta í ráðuneytum allt að 29% og þó tilfærslur í starfi hafi verið meginreglan voru margir starfslokasamningar gerðir. Uppsagnarvernd á opinbera markaðnum er vissulega meiri en á hinum almenna en það er rangt að halda því fram að opinberir starfsmenn njóti ósnertanlegra forréttinda. Skipulagsbreytingum er ítrekað beitt og stjórnendur hafa svigrúm til að taka á erfiðum málum og skapa hvata. Heimild: Skýrsla Ríkisendurskoðunar, 2023. Fjárfestum í opinberri þjónustu Atvinnulífið tönnlast ítrekað á þeirri kreddu að opinbert starfsfólk skapi ekki verðmæti. Sagt er að samhengi verðmætasköpunar gangi í eina átt; frá einkamarkaði til hins opinbera. En staðreyndin er sú að verðmætasköpun á mörkuðunum tveimur er samofin og opinberi geirinn veitir þjónustu sem er oft langt undir markaðsverði sem ráðast myndi á frjálsum markaði – á kostnað launafólks og aðallega kvenna. Launakjör í opinbera geiranum þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í umönnun og menningargeiranum, eru lægri en þar sem karlar eru í meirihluta. Það er óumdeilt samfélagsmein sem þarf þjóðarátak til að uppræta. Öflug fjárfesting í opinberri þjónustu er nauðsynleg til að styrkja samfélagsinnviði og vinna gegn ójöfnuði sem fer ört vaxandi. Það er hagur okkar allra – líka fyrirtækja á almenna markaðnum. Ef Viðskiptaráð vill raunverulega stuðla að bættum opinberum rekstri, þá væri nær að nálgast verkefnið með meiri auðmýkt og með færri yfirlýsingum. Sýnum fólki sem knýr verðmætasköpun áfram virðingu, hvort sem það starfar hjá einkafyrirtækjum eða á opinberum markaði. Höfundur er formaður Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
„Við höfum litla rödd í umræðunni – sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Þessi orð opinbers starfsmanns úr nýlegri könnun Viskukomu upp í hugann við lestur skýrslu Viðskiptaráðs um starfsöryggi á opinbera markaðnum. Þar er opinbert starfsfólk málað upp sem forréttindastétt og dragbítar á verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er villandi og skaðleg nálgun sem dregur athygli frá raunverulegum umbótatækifærum í rekstri, tækifærum sem níu af hverjum 10 sérfræðingum ríkisinssjá og styðja. Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað. Ekki of mörg og ekki oflaunuð Atvinnulífið hefur ítrekað haldið því fram að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus, en er það svo? Á árunum 2014–2024 jókst fjöldi starfandi á aldrinum 25–64 ára um 33% á almenna markaðnum en um 18% á hinum opinbera (opinber fyrirtæki meðtalin). Það þýðir að störfum í einkageiranum hefur fjölgaðnær tvöfalt hraðar en opinberum störfum síðustu tíu ár. Opinber störf eru þá ekki oflaunuð eins og atvinnulífið heldur fram. Sérfræðingar í opinberum störfum eru að meðaltali 17% lægri launaðir en á almennum markaði þegar horft er til heildarlauna fullvinnandi. Fullyrðingar um að opinber störf séu oflaunuð og opinberir starfsmenn of margir eru annað hvort illa ígrunduð alhæfing eða meðvituð blekking. Ekki í bómul Í skýrslu Viðskiptaráðs er því haldið fram að opinberir starfsmenn búi við nær skilyrðislaust starfsöryggi. En er það rétt? Á árinu 2022 var starfsmannavelta í ráðuneytum allt að 29% og þó tilfærslur í starfi hafi verið meginreglan voru margir starfslokasamningar gerðir. Uppsagnarvernd á opinbera markaðnum er vissulega meiri en á hinum almenna en það er rangt að halda því fram að opinberir starfsmenn njóti ósnertanlegra forréttinda. Skipulagsbreytingum er ítrekað beitt og stjórnendur hafa svigrúm til að taka á erfiðum málum og skapa hvata. Heimild: Skýrsla Ríkisendurskoðunar, 2023. Fjárfestum í opinberri þjónustu Atvinnulífið tönnlast ítrekað á þeirri kreddu að opinbert starfsfólk skapi ekki verðmæti. Sagt er að samhengi verðmætasköpunar gangi í eina átt; frá einkamarkaði til hins opinbera. En staðreyndin er sú að verðmætasköpun á mörkuðunum tveimur er samofin og opinberi geirinn veitir þjónustu sem er oft langt undir markaðsverði sem ráðast myndi á frjálsum markaði – á kostnað launafólks og aðallega kvenna. Launakjör í opinbera geiranum þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í umönnun og menningargeiranum, eru lægri en þar sem karlar eru í meirihluta. Það er óumdeilt samfélagsmein sem þarf þjóðarátak til að uppræta. Öflug fjárfesting í opinberri þjónustu er nauðsynleg til að styrkja samfélagsinnviði og vinna gegn ójöfnuði sem fer ört vaxandi. Það er hagur okkar allra – líka fyrirtækja á almenna markaðnum. Ef Viðskiptaráð vill raunverulega stuðla að bættum opinberum rekstri, þá væri nær að nálgast verkefnið með meiri auðmýkt og með færri yfirlýsingum. Sýnum fólki sem knýr verðmætasköpun áfram virðingu, hvort sem það starfar hjá einkafyrirtækjum eða á opinberum markaði. Höfundur er formaður Visku stéttarfélags.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun