Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar 26. maí 2025 13:00 „Við höfum litla rödd í umræðunni – sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Þessi orð opinbers starfsmanns úr nýlegri könnun Viskukomu upp í hugann við lestur skýrslu Viðskiptaráðs um starfsöryggi á opinbera markaðnum. Þar er opinbert starfsfólk málað upp sem forréttindastétt og dragbítar á verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er villandi og skaðleg nálgun sem dregur athygli frá raunverulegum umbótatækifærum í rekstri, tækifærum sem níu af hverjum 10 sérfræðingum ríkisinssjá og styðja. Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað. Ekki of mörg og ekki oflaunuð Atvinnulífið hefur ítrekað haldið því fram að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus, en er það svo? Á árunum 2014–2024 jókst fjöldi starfandi á aldrinum 25–64 ára um 33% á almenna markaðnum en um 18% á hinum opinbera (opinber fyrirtæki meðtalin). Það þýðir að störfum í einkageiranum hefur fjölgaðnær tvöfalt hraðar en opinberum störfum síðustu tíu ár. Opinber störf eru þá ekki oflaunuð eins og atvinnulífið heldur fram. Sérfræðingar í opinberum störfum eru að meðaltali 17% lægri launaðir en á almennum markaði þegar horft er til heildarlauna fullvinnandi. Fullyrðingar um að opinber störf séu oflaunuð og opinberir starfsmenn of margir eru annað hvort illa ígrunduð alhæfing eða meðvituð blekking. Ekki í bómul Í skýrslu Viðskiptaráðs er því haldið fram að opinberir starfsmenn búi við nær skilyrðislaust starfsöryggi. En er það rétt? Á árinu 2022 var starfsmannavelta í ráðuneytum allt að 29% og þó tilfærslur í starfi hafi verið meginreglan voru margir starfslokasamningar gerðir. Uppsagnarvernd á opinbera markaðnum er vissulega meiri en á hinum almenna en það er rangt að halda því fram að opinberir starfsmenn njóti ósnertanlegra forréttinda. Skipulagsbreytingum er ítrekað beitt og stjórnendur hafa svigrúm til að taka á erfiðum málum og skapa hvata. Heimild: Skýrsla Ríkisendurskoðunar, 2023. Fjárfestum í opinberri þjónustu Atvinnulífið tönnlast ítrekað á þeirri kreddu að opinbert starfsfólk skapi ekki verðmæti. Sagt er að samhengi verðmætasköpunar gangi í eina átt; frá einkamarkaði til hins opinbera. En staðreyndin er sú að verðmætasköpun á mörkuðunum tveimur er samofin og opinberi geirinn veitir þjónustu sem er oft langt undir markaðsverði sem ráðast myndi á frjálsum markaði – á kostnað launafólks og aðallega kvenna. Launakjör í opinbera geiranum þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í umönnun og menningargeiranum, eru lægri en þar sem karlar eru í meirihluta. Það er óumdeilt samfélagsmein sem þarf þjóðarátak til að uppræta. Öflug fjárfesting í opinberri þjónustu er nauðsynleg til að styrkja samfélagsinnviði og vinna gegn ójöfnuði sem fer ört vaxandi. Það er hagur okkar allra – líka fyrirtækja á almenna markaðnum. Ef Viðskiptaráð vill raunverulega stuðla að bættum opinberum rekstri, þá væri nær að nálgast verkefnið með meiri auðmýkt og með færri yfirlýsingum. Sýnum fólki sem knýr verðmætasköpun áfram virðingu, hvort sem það starfar hjá einkafyrirtækjum eða á opinberum markaði. Höfundur er formaður Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kæri Lars Agnar Tómas Möller Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
„Við höfum litla rödd í umræðunni – sem mótvægi við þær háværu raddir sem tala okkur niður.“ Þessi orð opinbers starfsmanns úr nýlegri könnun Viskukomu upp í hugann við lestur skýrslu Viðskiptaráðs um starfsöryggi á opinbera markaðnum. Þar er opinbert starfsfólk málað upp sem forréttindastétt og dragbítar á verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er villandi og skaðleg nálgun sem dregur athygli frá raunverulegum umbótatækifærum í rekstri, tækifærum sem níu af hverjum 10 sérfræðingum ríkisinssjá og styðja. Byggjum málflutning okkar á staðreyndum. Staðreyndin er sú að víða er vegið að starfsöryggi opinbers starfsfólks þótt áminningarskyldan veiti vernd. Opinbert starfsfólk er þá hvorki of margt né oflaunað. Ekki of mörg og ekki oflaunuð Atvinnulífið hefur ítrekað haldið því fram að fjölgun opinberra starfsmanna sé stjórnlaus, en er það svo? Á árunum 2014–2024 jókst fjöldi starfandi á aldrinum 25–64 ára um 33% á almenna markaðnum en um 18% á hinum opinbera (opinber fyrirtæki meðtalin). Það þýðir að störfum í einkageiranum hefur fjölgaðnær tvöfalt hraðar en opinberum störfum síðustu tíu ár. Opinber störf eru þá ekki oflaunuð eins og atvinnulífið heldur fram. Sérfræðingar í opinberum störfum eru að meðaltali 17% lægri launaðir en á almennum markaði þegar horft er til heildarlauna fullvinnandi. Fullyrðingar um að opinber störf séu oflaunuð og opinberir starfsmenn of margir eru annað hvort illa ígrunduð alhæfing eða meðvituð blekking. Ekki í bómul Í skýrslu Viðskiptaráðs er því haldið fram að opinberir starfsmenn búi við nær skilyrðislaust starfsöryggi. En er það rétt? Á árinu 2022 var starfsmannavelta í ráðuneytum allt að 29% og þó tilfærslur í starfi hafi verið meginreglan voru margir starfslokasamningar gerðir. Uppsagnarvernd á opinbera markaðnum er vissulega meiri en á hinum almenna en það er rangt að halda því fram að opinberir starfsmenn njóti ósnertanlegra forréttinda. Skipulagsbreytingum er ítrekað beitt og stjórnendur hafa svigrúm til að taka á erfiðum málum og skapa hvata. Heimild: Skýrsla Ríkisendurskoðunar, 2023. Fjárfestum í opinberri þjónustu Atvinnulífið tönnlast ítrekað á þeirri kreddu að opinbert starfsfólk skapi ekki verðmæti. Sagt er að samhengi verðmætasköpunar gangi í eina átt; frá einkamarkaði til hins opinbera. En staðreyndin er sú að verðmætasköpun á mörkuðunum tveimur er samofin og opinberi geirinn veitir þjónustu sem er oft langt undir markaðsverði sem ráðast myndi á frjálsum markaði – á kostnað launafólks og aðallega kvenna. Launakjör í opinbera geiranum þar sem konur eru í meirihluta, svo sem í umönnun og menningargeiranum, eru lægri en þar sem karlar eru í meirihluta. Það er óumdeilt samfélagsmein sem þarf þjóðarátak til að uppræta. Öflug fjárfesting í opinberri þjónustu er nauðsynleg til að styrkja samfélagsinnviði og vinna gegn ójöfnuði sem fer ört vaxandi. Það er hagur okkar allra – líka fyrirtækja á almenna markaðnum. Ef Viðskiptaráð vill raunverulega stuðla að bættum opinberum rekstri, þá væri nær að nálgast verkefnið með meiri auðmýkt og með færri yfirlýsingum. Sýnum fólki sem knýr verðmætasköpun áfram virðingu, hvort sem það starfar hjá einkafyrirtækjum eða á opinberum markaði. Höfundur er formaður Visku stéttarfélags.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun