Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Bjarki Sigurðsson skrifar 26. maí 2025 12:18 Tæp tíu prósent Íslendinga voru með lyfseðil fyrir svefnlyfjum árið 2020. Getty/Sergey Mironov Íslendingar nota margfalt meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir. Varasamt sé að taka lyfin, þá sérstaklega til lengri tíma. Aðstandandi átaks til vitundarvakningar um lyfin segir eldra fólk verða að vera meðvitaðra um skaðsemi lyfjanna. Tæp tíu prósent þjóðarinnar voru með lyfseðil fyrir svefnlyf árið 2020. Það er margfalt meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Næst okkur koma Norðmenn með tvöfalt lægra hlutfall. Danir nota sex sinnum minna magn af svefnlyfjum miðað við höfðatölu. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi varaformaður Landssambands eldri borgara, segir lyfjanotkunina mun meiri hjá eldra fólki. Notkunin sé einnig hættulegust fyrir eldri borgara. „Það sem er alvarlegt í þessu er til dæmis ef fólk fær flensu, eru fjórum sinni meiri líkur á að það fái lungnabólgu ef það tekur svefnlyf. Svo eru tuttugu sinnum meiri líkur á að þú deyir en ef þú færð flensu og tekur ekki svefnlyf,“ segir Drífa. Drífa Sigfúsdóttir er ein af aðstandendum verkefnisins Sofðu vel. Þessar tölur komu fram við undirbúning á átaksverkefni embættis landlæknis um notkun svefnlyfja, Sofðu vel. Drífa var ein af átta sem kom að skipulagningunni og hefur mestar áhyggjur af notkun eldra fólks á lyfjunum. „Þá er þetta sá hópur sem er í mestri áhættu á að lenda fyrir illum áhrifum af svefnlyfjum. Þau eru ágæt til að ná kannski reglu á svefninn en það er ekki ætlast til þess að þau séu tekin lengur en í fjórar vikur. Þá á að hætta að nota þau. Ég þekki dæmi í minni fjölskyldu þar sem viðkomandi var búinn að taka svefnlyf í yfir tíu ár. Sá datt og brotnaði. Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk á þessum aldri að brotna. Hjá fólki yfir áttrætt er ekkert víst að beinin grói yfirhöfuð. Það er ekkert öruggt að þau grói svo það hjálpi sæmilega,“ segir Drífa. Lyf Eldri borgarar Svefn Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Tæp tíu prósent þjóðarinnar voru með lyfseðil fyrir svefnlyf árið 2020. Það er margfalt meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Næst okkur koma Norðmenn með tvöfalt lægra hlutfall. Danir nota sex sinnum minna magn af svefnlyfjum miðað við höfðatölu. Drífa Sigfúsdóttir, fyrrverandi varaformaður Landssambands eldri borgara, segir lyfjanotkunina mun meiri hjá eldra fólki. Notkunin sé einnig hættulegust fyrir eldri borgara. „Það sem er alvarlegt í þessu er til dæmis ef fólk fær flensu, eru fjórum sinni meiri líkur á að það fái lungnabólgu ef það tekur svefnlyf. Svo eru tuttugu sinnum meiri líkur á að þú deyir en ef þú færð flensu og tekur ekki svefnlyf,“ segir Drífa. Drífa Sigfúsdóttir er ein af aðstandendum verkefnisins Sofðu vel. Þessar tölur komu fram við undirbúning á átaksverkefni embættis landlæknis um notkun svefnlyfja, Sofðu vel. Drífa var ein af átta sem kom að skipulagningunni og hefur mestar áhyggjur af notkun eldra fólks á lyfjunum. „Þá er þetta sá hópur sem er í mestri áhættu á að lenda fyrir illum áhrifum af svefnlyfjum. Þau eru ágæt til að ná kannski reglu á svefninn en það er ekki ætlast til þess að þau séu tekin lengur en í fjórar vikur. Þá á að hætta að nota þau. Ég þekki dæmi í minni fjölskyldu þar sem viðkomandi var búinn að taka svefnlyf í yfir tíu ár. Sá datt og brotnaði. Það hefur mjög alvarlegar afleiðingar fyrir fólk á þessum aldri að brotna. Hjá fólki yfir áttrætt er ekkert víst að beinin grói yfirhöfuð. Það er ekkert öruggt að þau grói svo það hjálpi sæmilega,“ segir Drífa.
Lyf Eldri borgarar Svefn Heilbrigðismál Heilsa Embætti landlæknis Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira