Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júní 2025 10:03 Katy Perry og Orlando Bloom á MTV-hátíðinni í fyrra. Þau virðast ekki hafa borið saman brækur sínar fyrir hátíðina. Getty Poppsöngkonan Katy Perry og leikarinn Orlando Bloom eru hætt saman eftir margra ára samband ef marka má dægurmiðla vestanhafs. Síðustu vikur hafa borist reglulegar fréttir af erfiðleikum í sambandi þeirra. „Katy og Orlando eru hætt saman en eru enn vinir,“ segir heimildarmaður US Weekly sem er sagður náinn parinu um stöðu mála. Hin 40 ára Perry og hinn 48 ára Bloom eiga saman dótturina Daisy og hafa verið saman með hléum frá 2016. „Katy er auðvitað í uppnámi en er fegin að þurfa ekki að fara í gegnum annan skilnað, því það var versta tímabilið í lífi hennar,“ sagði sami heimildarmaður en Perry skildi við leikarann Russell Brand árið 2012 eftir tveggja ára hjónaband. Skilnaðurinn er sagður hafa verið lengi á leiðinni og sambandið verið á hálum ís undanfarna mánuði. Parið hefur verið lítið saman frá því Perry fór í Lifetimes-tónleikaferðalag sitt fyrr á árinu. Annar heimildarmaður US Weekly segir það hafa verið altalað meðal fólks í kringum parið að sambandið væri að líða undir lok. Í síðustu viku var greint frá því að parið hefði rifist mikið yfir þátttöku Perry í geimskoti Blue Origin í apríl. Bloom hafi fundist geimferðalagið stutta vera „vandræðalegt“ og „aulahrollsvaldandi“. Perry var aftur á móti sár yfir því að unnustinn skyldi ekki styðja sig betur. Perry og Bloom voru fyrst orðuð hvort við annað í janúar 2016 þegar sást til þeirra saman í eftirpartýum eftir Golden Globes-hátíðina það árið. Parið hætti stuttlega saman í mars 2017 og byrjuðu svo aftur saman 2018. Þau trúlofuðust síðan á Valentínusardag 2019 og ári síðar tilkynnti Perry að hún ætti von á barni. Dóttirin Daisy Dove fæddist í ágúst 2020 en Bloom á fyrir fjórtán ára soninn Flynn. Þrátt fyrir að hafa verið trúlofuð í sex ár segir heimildarmaður að parið hafi aldrei skipulagt brúðkaup eða valið sér dagsetningu. Kannski það hafi verið fyrir bestu. Ástin og lífið Tímamót Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Katy Perry opinberar óléttu í nýju tónlistarmyndbandi Tónlistarkonan Katy Perry tilkynnti í morgun að hún ætti von á barni með leikaranum Orlando Bloom, unnusta hennar. 5. mars 2020 07:25 Titraði af hamingju þegar Orlando Bloom bað hennar Leikarinn Orlando Bloom bað söngkonunnar Katy Perry á Valentínusardaginn. 16. febrúar 2019 15:45 Katy Perry raðaði bestu elskhugunum upp eftir styrkleika Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð. 12. júní 2017 14:30 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
„Katy og Orlando eru hætt saman en eru enn vinir,“ segir heimildarmaður US Weekly sem er sagður náinn parinu um stöðu mála. Hin 40 ára Perry og hinn 48 ára Bloom eiga saman dótturina Daisy og hafa verið saman með hléum frá 2016. „Katy er auðvitað í uppnámi en er fegin að þurfa ekki að fara í gegnum annan skilnað, því það var versta tímabilið í lífi hennar,“ sagði sami heimildarmaður en Perry skildi við leikarann Russell Brand árið 2012 eftir tveggja ára hjónaband. Skilnaðurinn er sagður hafa verið lengi á leiðinni og sambandið verið á hálum ís undanfarna mánuði. Parið hefur verið lítið saman frá því Perry fór í Lifetimes-tónleikaferðalag sitt fyrr á árinu. Annar heimildarmaður US Weekly segir það hafa verið altalað meðal fólks í kringum parið að sambandið væri að líða undir lok. Í síðustu viku var greint frá því að parið hefði rifist mikið yfir þátttöku Perry í geimskoti Blue Origin í apríl. Bloom hafi fundist geimferðalagið stutta vera „vandræðalegt“ og „aulahrollsvaldandi“. Perry var aftur á móti sár yfir því að unnustinn skyldi ekki styðja sig betur. Perry og Bloom voru fyrst orðuð hvort við annað í janúar 2016 þegar sást til þeirra saman í eftirpartýum eftir Golden Globes-hátíðina það árið. Parið hætti stuttlega saman í mars 2017 og byrjuðu svo aftur saman 2018. Þau trúlofuðust síðan á Valentínusardag 2019 og ári síðar tilkynnti Perry að hún ætti von á barni. Dóttirin Daisy Dove fæddist í ágúst 2020 en Bloom á fyrir fjórtán ára soninn Flynn. Þrátt fyrir að hafa verið trúlofuð í sex ár segir heimildarmaður að parið hafi aldrei skipulagt brúðkaup eða valið sér dagsetningu. Kannski það hafi verið fyrir bestu.
Ástin og lífið Tímamót Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Katy Perry opinberar óléttu í nýju tónlistarmyndbandi Tónlistarkonan Katy Perry tilkynnti í morgun að hún ætti von á barni með leikaranum Orlando Bloom, unnusta hennar. 5. mars 2020 07:25 Titraði af hamingju þegar Orlando Bloom bað hennar Leikarinn Orlando Bloom bað söngkonunnar Katy Perry á Valentínusardaginn. 16. febrúar 2019 15:45 Katy Perry raðaði bestu elskhugunum upp eftir styrkleika Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð. 12. júní 2017 14:30 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Tónlist Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Katy Perry opinberar óléttu í nýju tónlistarmyndbandi Tónlistarkonan Katy Perry tilkynnti í morgun að hún ætti von á barni með leikaranum Orlando Bloom, unnusta hennar. 5. mars 2020 07:25
Titraði af hamingju þegar Orlando Bloom bað hennar Leikarinn Orlando Bloom bað söngkonunnar Katy Perry á Valentínusardaginn. 16. febrúar 2019 15:45
Katy Perry raðaði bestu elskhugunum upp eftir styrkleika Í spjallþættinum Late Late show með Bretanum James Corden er oft á dagskrá liðurinn Spill Your Guts or Fill Your Guts sem gengur út á það að maður á annað hvort að svara erfiðri spurningu eða borða einhvern algjöran viðbjóð. 12. júní 2017 14:30