Athæfi Freys og Eggerts vekur athygli í Noregi Aron Guðmundsson skrifar 26. maí 2025 10:32 Freyr Alexandersson og Eggert Aron Guðmundsson sóttu sigur í greipar FK Haugesund í gær Vísir/Samsett mynd Félagsleg færni Íslendinganna Freys Alexanderssonar, þjálfara norska úrvalsdeildarliðsins Brann í fótbolta og Eggerts Arons Guðmundssonar, leikmanns liðsins hefur vakið athygli hjá fjölmiðlum í Noregi og fengu stuðningsmenn Brann að njóta góðs af því eftir sigurleik í gær. Eftir 2-0 sigur á útivelli gegn FK Haugesund í gær ferðaðist Brann liðið aftur heim til Bergen með rútu og svo bílaferju hluta leiðar. Það gerðu stuðningsmenn Brann liðsins einnig og sökum úrslita leiksins voru þeir hinir allra kátustu um borð í ferjunni. Í frétt Bergens Avisen segir að leikmenn Brann hafi ætlað sér að verja tímanum í ferjunni inni í rútunni í stað þess að spóka sig um í ferjunni meðal stuðningsmanna í gleðinni. Það hafi hins vegar ekki verið raunin hjá Íslendingnum Eggerti Aroni Guðmundssyni sem tók af skarið og heilsaði fyrstu upp á stuðningsmenn. Eggert Aron hefur byrjað afar vel sem leikmaður Brann eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Elfsborg í Svíþjóð fyrir tímabilið og segir í frétt Bergens Avisen að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann liðsins hafi þurft að draga hina leikmenn liðsins úr rútunni. „Ég sagði við þá að það myndi gera þeim gott að fara aðeins út úr rútunni og fá sér frískt loft og að það væri frábær stemning í ferjunni. Sagði þeim að heilsa upp á fólkið og að þeir mættu síðan fara aftur í rútuna eftir það.“ Ekki allir leikmenn Brann liðsins hafi farið úr rútunni en Eggert Aron gaf sér góðan tíma til þess að tala við stuðningsmenn Brann og gefa eiginhandaráritanir. Brann hefur farið vel af stað undir stjórn Freys í norsku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í 2.sæti deildarinnar með tuttugu stig, þremur stigum á eftir toppliði Viking en með leik til góða. Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Eftir 2-0 sigur á útivelli gegn FK Haugesund í gær ferðaðist Brann liðið aftur heim til Bergen með rútu og svo bílaferju hluta leiðar. Það gerðu stuðningsmenn Brann liðsins einnig og sökum úrslita leiksins voru þeir hinir allra kátustu um borð í ferjunni. Í frétt Bergens Avisen segir að leikmenn Brann hafi ætlað sér að verja tímanum í ferjunni inni í rútunni í stað þess að spóka sig um í ferjunni meðal stuðningsmanna í gleðinni. Það hafi hins vegar ekki verið raunin hjá Íslendingnum Eggerti Aroni Guðmundssyni sem tók af skarið og heilsaði fyrstu upp á stuðningsmenn. Eggert Aron hefur byrjað afar vel sem leikmaður Brann eftir að hann gekk í raðir liðsins frá Elfsborg í Svíþjóð fyrir tímabilið og segir í frétt Bergens Avisen að Freyr Alexandersson, þjálfari Brann liðsins hafi þurft að draga hina leikmenn liðsins úr rútunni. „Ég sagði við þá að það myndi gera þeim gott að fara aðeins út úr rútunni og fá sér frískt loft og að það væri frábær stemning í ferjunni. Sagði þeim að heilsa upp á fólkið og að þeir mættu síðan fara aftur í rútuna eftir það.“ Ekki allir leikmenn Brann liðsins hafi farið úr rútunni en Eggert Aron gaf sér góðan tíma til þess að tala við stuðningsmenn Brann og gefa eiginhandaráritanir. Brann hefur farið vel af stað undir stjórn Freys í norsku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur í 2.sæti deildarinnar með tuttugu stig, þremur stigum á eftir toppliði Viking en með leik til góða.
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira