„Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 07:32 Karl-Anthony Towns lét ekkert stoppa sig í sigrinum í nótt. Getty/Gregory Shamus New York Knicks hafa gert það að ákveðinni listgrein í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í ár að vinna upp stórt forskot mótherjanna. Það gerði liðið einnig í gærkvöld, í mögnuðum 106-100 sigri á Indiana Pacers. Knicks sótti þennan sigur á útivöll en Indiana er áfram yfir í einvíginu, 2-1. Vinna þarf fjóra leiki til að verða austurdeildarmeistarar og spila úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. Karl-Anthony Towns fór á kostum fyrir Knicks í lokaleikhlutanum og skoraði alls 24 stig í leiknum auk þess að taka 15 fráköst, í afar torsóttum sigri. Knicks lentu nefnilega heilum tuttugu stigum undir, 55-35, þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum í gær. Don't count 'em out 😤 pic.twitter.com/12HaqxKYol— Sports Illustrated (@SInow) May 26, 2025 Þetta er í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni sem liðið vinnur leik eftir að hafa lent tuttugu stigum undir, oftast allra frá árinu 1998. Áður höfðu Knicks lent tuttugu stigum undir í tveimur sigurleikja sinna gegn fráfarandi meisturum Boston Celtics. Óhætt er að segja að Towns hafi leitt endurkomuna í gær en hann skoraði 20 af 24 stigum sínum í síðasta leikhlutanum, með Jalen Brunson á bekknum eftir fimm villur. OH MY GOODNESS KAT 🤯 pic.twitter.com/pHHMbmIuRH— NBA TV (@NBATV) May 26, 2025 Knicks voru sextán stigum undir um miðjan þriðja leikhluta og enn tíu stigum undir þegar fjórði leikhlutinn var að hefjast. „Það er alvöru próf að lenda tuttugu stigum undir,“ sagði Towns eftir leik og bætti við: „Þetta var svona kvöld þar sem menn þurfa það hugarfar að þeir séu ódrepandi.“ Liðin mætast aftur annað kvöld á miðnætti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld er hins vegar leikur Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves á dagskrá og hefst útsending klukkan hálfeitt í nótt. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira
Knicks sótti þennan sigur á útivöll en Indiana er áfram yfir í einvíginu, 2-1. Vinna þarf fjóra leiki til að verða austurdeildarmeistarar og spila úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn. Karl-Anthony Towns fór á kostum fyrir Knicks í lokaleikhlutanum og skoraði alls 24 stig í leiknum auk þess að taka 15 fráköst, í afar torsóttum sigri. Knicks lentu nefnilega heilum tuttugu stigum undir, 55-35, þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum í gær. Don't count 'em out 😤 pic.twitter.com/12HaqxKYol— Sports Illustrated (@SInow) May 26, 2025 Þetta er í þriðja sinn í þessari úrslitakeppni sem liðið vinnur leik eftir að hafa lent tuttugu stigum undir, oftast allra frá árinu 1998. Áður höfðu Knicks lent tuttugu stigum undir í tveimur sigurleikja sinna gegn fráfarandi meisturum Boston Celtics. Óhætt er að segja að Towns hafi leitt endurkomuna í gær en hann skoraði 20 af 24 stigum sínum í síðasta leikhlutanum, með Jalen Brunson á bekknum eftir fimm villur. OH MY GOODNESS KAT 🤯 pic.twitter.com/pHHMbmIuRH— NBA TV (@NBATV) May 26, 2025 Knicks voru sextán stigum undir um miðjan þriðja leikhluta og enn tíu stigum undir þegar fjórði leikhlutinn var að hefjast. „Það er alvöru próf að lenda tuttugu stigum undir,“ sagði Towns eftir leik og bætti við: „Þetta var svona kvöld þar sem menn þurfa það hugarfar að þeir séu ódrepandi.“ Liðin mætast aftur annað kvöld á miðnætti, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Í kvöld er hins vegar leikur Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves á dagskrá og hefst útsending klukkan hálfeitt í nótt.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Sjá meira