Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Rafn Ágúst Ragnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. maí 2025 21:42 Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir haug hjálpargagna bíða við landamærin á meðan börn svelta. Vísir/Samsett Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir ísraelsk stjórnvöld hleypa litlum sem engum hjálpargögnum á Gasasvæðið. Að óbreyttu muni fjöldi barna og fullorðinna svelta í hel eða deyja af völdum læknanlegra sjúkdóma. Þrýstingur á að Ísrael hleypi hjálparstofnunum inn á Gasa með mat og mannúðaraðstoð fer vaxandi, en ástandið á svæðinu er afar slæmt. Stór hluti íbúa er háður þeirri litlu aðstoð sem fæst. Fjöldi fólks kom saman við góðgerðareldhús í Gasaborg í gær í von um að fá úthlutað heitum mat. Í þessu eldhúsi sem og fleirum á Gasasvæðinu eru þó færri sem hafa fengið en viljað síðustu daga og vikur þar sem matur, lyf og aðrar nauðsynjar eru víða af skornum skammti og örvæntingin alltumlykjandi. Færri fá en þurfa.AP/Abdel Kareem Hana Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í gær hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. Örfáir trukkar fyrir milljónir manna „Við höfum gríðarlega miklar áhyggjur. Við höfum ógnarmagn af birgðum hinum megin við landamærin sem við bíðum eftir að geta komið inn á svæðið en enn sem komið er eru þetta bara örfáir trukkar sem hafa komist inn á svæðið til að mæta þörfum tveggja milljóna manna,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hún segir að Ísraelum, sem hernámsaðilum á svæðinu, beri lagaleg skylda að tryggja aðgengi mannúðargagna. „Ég skil ekki hvernig svona ástand getur í fyrsta lagi fengið að verða og svo fengið að vara svona lengi. Það eru bráðum þrír mánuðir síðan það var lokað fyrir aðgengi hjálpargagna inn á svæðið. Allar mannúðarstofnanir eru að tala óskaplega skýrt og strangt og við sjáum fleiri ríkisstjórnir taka undir en ástandið er því sem næst óbreytt,“ segir Birna. Hvað fær að fara inn á svæðið? „Þetta er rétt öðru hvoru megin við hundrað bíla sem fengið hafa að fara inn á allra síðustu dögum þegar það er áætlað að það þyrfti svona fimm til sex hundruð bíla á dag til að mæta þörfinni. Það sem hefur fengið að fara inn er hveiti, þannig að fyrstu bakaríin hófu starfsemi aftur. Lækningavörur og svo eitthvað af næringu fyrir ungabörn, svona formúlu. Svo er svo margt sem fær ekki að fara inn, eiginlega flest fær ekki að fara inn og þar á meðal gas til að elda mat, tjöld. Fólk hefst við í rústum og við megum ekki fara inn með tjöld á svæðið,“ segir hún. Vannærð börn deyi úr læknanlegum sjúkdómum Útbreidd vannæring meðal barnshafandi kvenna valdi því að börn fæðist langt fyrir tímann. Nóg sé til af hitakössum, Ísraelsmegin við landamærin. Þeir fá ekki að fara inn. „Ástandið er þannig að börn og fullorðnir eru að deyja úr hungri. Það er mikill vatnsskortur líka. Það hafa engar birgðir komist til Norður-Gasa og vannærð börn eru mjög veik fyrir öðrum sjúkdómum. Að óbreyttu munu fleiri börn deyja úr hungri og læknanlegum sjúkdómum en þyrftu að gera,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira
Þrýstingur á að Ísrael hleypi hjálparstofnunum inn á Gasa með mat og mannúðaraðstoð fer vaxandi, en ástandið á svæðinu er afar slæmt. Stór hluti íbúa er háður þeirri litlu aðstoð sem fæst. Fjöldi fólks kom saman við góðgerðareldhús í Gasaborg í gær í von um að fá úthlutað heitum mat. Í þessu eldhúsi sem og fleirum á Gasasvæðinu eru þó færri sem hafa fengið en viljað síðustu daga og vikur þar sem matur, lyf og aðrar nauðsynjar eru víða af skornum skammti og örvæntingin alltumlykjandi. Færri fá en þurfa.AP/Abdel Kareem Hana Stór hluti þeirra tveggja milljóna sem búa á gasa hefur að undanförnu þurft að treysta á mannúðaraðstoð. Ísraelsk stjórnvöld sem halda Gasa í herkví eru nú undir auknum alþjóðlegum þrýstingi að greiða götu þeirra sem geti farið með vistir og hjálpargögn inn á svæðið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum sem eru helsti bandamaður Ísraela hafa til að mynda kallað eftir slíkum aðgerðum. Í gær hleyptu Ísraelar fleiri en hundrað sendiferðabílum inn á svæðið en talsmenn SÞ segja að minsnt 600 bílar þurfa að fara inn á svæðið á degi hverjum svo hægt sé að mæta ástandinu. Auk þess sem upplausnarástandð á Gasa hafi orðið til þess að erfitt sé að dreifa hjálpargögnum sem rati í auknum mæli ekki á áfangastað. Örfáir trukkar fyrir milljónir manna „Við höfum gríðarlega miklar áhyggjur. Við höfum ógnarmagn af birgðum hinum megin við landamærin sem við bíðum eftir að geta komið inn á svæðið en enn sem komið er eru þetta bara örfáir trukkar sem hafa komist inn á svæðið til að mæta þörfum tveggja milljóna manna,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Hún segir að Ísraelum, sem hernámsaðilum á svæðinu, beri lagaleg skylda að tryggja aðgengi mannúðargagna. „Ég skil ekki hvernig svona ástand getur í fyrsta lagi fengið að verða og svo fengið að vara svona lengi. Það eru bráðum þrír mánuðir síðan það var lokað fyrir aðgengi hjálpargagna inn á svæðið. Allar mannúðarstofnanir eru að tala óskaplega skýrt og strangt og við sjáum fleiri ríkisstjórnir taka undir en ástandið er því sem næst óbreytt,“ segir Birna. Hvað fær að fara inn á svæðið? „Þetta er rétt öðru hvoru megin við hundrað bíla sem fengið hafa að fara inn á allra síðustu dögum þegar það er áætlað að það þyrfti svona fimm til sex hundruð bíla á dag til að mæta þörfinni. Það sem hefur fengið að fara inn er hveiti, þannig að fyrstu bakaríin hófu starfsemi aftur. Lækningavörur og svo eitthvað af næringu fyrir ungabörn, svona formúlu. Svo er svo margt sem fær ekki að fara inn, eiginlega flest fær ekki að fara inn og þar á meðal gas til að elda mat, tjöld. Fólk hefst við í rústum og við megum ekki fara inn með tjöld á svæðið,“ segir hún. Vannærð börn deyi úr læknanlegum sjúkdómum Útbreidd vannæring meðal barnshafandi kvenna valdi því að börn fæðist langt fyrir tímann. Nóg sé til af hitakössum, Ísraelsmegin við landamærin. Þeir fá ekki að fara inn. „Ástandið er þannig að börn og fullorðnir eru að deyja úr hungri. Það er mikill vatnsskortur líka. Það hafa engar birgðir komist til Norður-Gasa og vannærð börn eru mjög veik fyrir öðrum sjúkdómum. Að óbreyttu munu fleiri börn deyja úr hungri og læknanlegum sjúkdómum en þyrftu að gera,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Sjá meira