„Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2025 07:02 Edwards flýgur að körfunni. William Purnell/Getty Images Anthony Edwards, stórstjarna Minnesota Timberwolves í NBA-deildinni í körfubolta, var vissulega stigahæstur í síðasta leik liðsins en það verður þó ekki sagt að hann hafi skotið boltanum vel. Hann þarf að lyfta leik sínum á næsta getustig og þá mögulega eiga Úlfarnir möguleika gegn ógnarsterku liði Oklahoma City Thunder. Hinn 23 ára gamli Edwards er oftast nær einfaldlega kallaður Ant en hann gekk svo langt að kalla sjálfan sig „sannleikann“ (e. truth) þegar hann ræddi við forsetann fyrrverandi Barack Obama fyrir Ólympíuleikana á síðasta ári. @thesportingnews It doesn’t matter if you’re President Obama, Ant is gonna keep it real with you 😂🔥 #anthonyedwards #president #obama #basketball #lebron #nba ♬ original sound - The Sporting News Eftir að fara nokkuð létt með Los Angeles Lakers og Golden State Warriors virðast úlfarnir frá Minnasota hafa lent á vegg gegn eldingunni frá Oklahoma City. Þegar tveir leikir eru búnir er staðan 2-0 OKC í vil og það verður ekki annað sagt en báðir sigrar hafi verið virkilega sannfærandi. Sannleikurinn sjálfur skoraði 32 stig síðast þegar liðin mættust og varð þar með stigahæsti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Verandi aðeins 23 ára gamall þá er það mikið afrek. Það breytir hins vegar ekki því að hann hitti aðeins úr 13 af 35 skotum sínum í opnum leik. Sérstaklega var Ant kaldur fyrir utan þriggja stiga línuna, þar hitti hann aðeins úr einu af níu skotum. BELIEVE THAT 🐺 Anthony Edwards is the Timberwolves' new all-time leading scorer in the playoffs 👏 pic.twitter.com/Ph5xNxGzJZ— ESPN (@espn) May 23, 2025 Stórstjarnan var langt í frá eini leikmaður Minnesota sem skaut boltanum illa í leiknum en þar sem allt fer í gegnum Edwards þarf hann að eiga betri leik sóknarlega ætli Minnesota sér að eiga einhvern möguleika í einvíginu. Svo þarf liðið að sjálfsögðu að spila betri vörn en OKC hefur nú skorað samtals 232 stig í leikjunum tveimur. Þriðji leikur liðanna fer fram í nótt. Útsending Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 00.30. Körfubolti NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Edwards er oftast nær einfaldlega kallaður Ant en hann gekk svo langt að kalla sjálfan sig „sannleikann“ (e. truth) þegar hann ræddi við forsetann fyrrverandi Barack Obama fyrir Ólympíuleikana á síðasta ári. @thesportingnews It doesn’t matter if you’re President Obama, Ant is gonna keep it real with you 😂🔥 #anthonyedwards #president #obama #basketball #lebron #nba ♬ original sound - The Sporting News Eftir að fara nokkuð létt með Los Angeles Lakers og Golden State Warriors virðast úlfarnir frá Minnasota hafa lent á vegg gegn eldingunni frá Oklahoma City. Þegar tveir leikir eru búnir er staðan 2-0 OKC í vil og það verður ekki annað sagt en báðir sigrar hafi verið virkilega sannfærandi. Sannleikurinn sjálfur skoraði 32 stig síðast þegar liðin mættust og varð þar með stigahæsti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Verandi aðeins 23 ára gamall þá er það mikið afrek. Það breytir hins vegar ekki því að hann hitti aðeins úr 13 af 35 skotum sínum í opnum leik. Sérstaklega var Ant kaldur fyrir utan þriggja stiga línuna, þar hitti hann aðeins úr einu af níu skotum. BELIEVE THAT 🐺 Anthony Edwards is the Timberwolves' new all-time leading scorer in the playoffs 👏 pic.twitter.com/Ph5xNxGzJZ— ESPN (@espn) May 23, 2025 Stórstjarnan var langt í frá eini leikmaður Minnesota sem skaut boltanum illa í leiknum en þar sem allt fer í gegnum Edwards þarf hann að eiga betri leik sóknarlega ætli Minnesota sér að eiga einhvern möguleika í einvíginu. Svo þarf liðið að sjálfsögðu að spila betri vörn en OKC hefur nú skorað samtals 232 stig í leikjunum tveimur. Þriðji leikur liðanna fer fram í nótt. Útsending Stöðvar 2 Sport 2 hefst klukkan 00.30.
Körfubolti NBA Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt Sjá meira