Sást ekki til sólar fyrir mýi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 23. maí 2025 20:02 Hér má sjá svipmyndir sem lýsa ástandinu á Mývatni á mánudag ágætlega. Vísir/skjáskot Vistfræðingur sem staddur var á Mývatni þegar mýflugnager vaknaði til lísins segir annað eins ekki hafa sést í yfir hálfa öld. Að hans sögn sást ekki til sólar þrátt fyrir að það væri heiðskírt. Mýflugur á Mývatni telst sjaldan sem mikið fréttaefni enda ber vatnið gjarnan nafn með rentu. Í blíðviðrinu á mánudaginn var mýflugumagnið þó þannig að það gat ekki talist eðlilegt. Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur sem var á miðju vatninu þegar flugurnar spruttu skyndilega upp segir um afar óvanalegan atburð að ræða. „Við erum út á vatninu þegar að Mýið í raun vaknar. Það er að koma úr vatninu þessi litla topp fluga. Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt. Það sem er að gerast, er að karldýrin eru að leita af kvenndýrum. Þegar þær koma saman þá mynda þau sverma. Yfirleitt er þetta yfir kannski eyjum eða fjörukönntum eða eitthvað slíkt á vatninu. En í þessu tilviki þá var svo mikið af flugu að það mynduðust flákar og mýið byrjaði í raun að sverma yfir sjálfu sér.“ 30 til 50 sentímetra þykkt Sölvi Rúnar tekur við af Árna Einarssyni í sumar við að leiða faglegt rannsóknarstarf við vatnið. Árni hafi verið alveg jafn undrandi. „Í 50 ára sögu Árna í Mývatnssveit við rannsóknir þá hafði hann aldrei séð annað eins. Það eru aðstæður sem eru að spila þarna inn í. Það er gott veður, það er logn og smá gjóla. Þetta var alveg 30 til 50 sentímetra þykkt á vatninu. Það myrkraði, við sáum ekki til sólar og það var heiðskírt.“ Fjöldi mýflugna sé mjög jákvætt fyrir lífríkið á svæðinu. „Þessi síðustu þrjú mýlausu ár, eða mýlaus í mýverskum skilningi. Það er að valda því að þetta eru lægstu talningar til dæmis á fuglum sem við höfum veirð að sjá.“ Blóðbað á Mývatni Andstætt því sem maður myndi halda var ekki var óbærilegt að vera á vatninu að sögn Sölva og hvetur hann alla til að sækja í mýið. „Við stoppum þarna í klukkutíma og þetta var bara svona eitt af undrum veraldrar. Þessi tegund, það sem við köllum slæðumý, hún er ekkert að spá í okkur. Það er annað með bitmýið sem er miklu tengdara straumvatni. Ef þú ferð niður við Laxá þá færðu það sem að Mývetningar kalla varginn. Þetta var þó vissulega óþægilegt, því þú gast hvergi lagt hönd niður eða sest í bátinn þá varðstu bara blautur á rassinum. Þú varðst algjörlega grænn af flugnablóði í raun. Þetta var mjög merkilegt.“ Bara blóðbað semsagt? „Já bókstaflega, lyktin af þessu er ekkert sérstök.“ Dýr Þingeyjarsveit Skordýr Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira
Mýflugur á Mývatni telst sjaldan sem mikið fréttaefni enda ber vatnið gjarnan nafn með rentu. Í blíðviðrinu á mánudaginn var mýflugumagnið þó þannig að það gat ekki talist eðlilegt. Sölvi Rúnar Vignisson vistfræðingur sem var á miðju vatninu þegar flugurnar spruttu skyndilega upp segir um afar óvanalegan atburð að ræða. „Við erum út á vatninu þegar að Mýið í raun vaknar. Það er að koma úr vatninu þessi litla topp fluga. Þetta var í rauninni alveg ótrúlegt. Það sem er að gerast, er að karldýrin eru að leita af kvenndýrum. Þegar þær koma saman þá mynda þau sverma. Yfirleitt er þetta yfir kannski eyjum eða fjörukönntum eða eitthvað slíkt á vatninu. En í þessu tilviki þá var svo mikið af flugu að það mynduðust flákar og mýið byrjaði í raun að sverma yfir sjálfu sér.“ 30 til 50 sentímetra þykkt Sölvi Rúnar tekur við af Árna Einarssyni í sumar við að leiða faglegt rannsóknarstarf við vatnið. Árni hafi verið alveg jafn undrandi. „Í 50 ára sögu Árna í Mývatnssveit við rannsóknir þá hafði hann aldrei séð annað eins. Það eru aðstæður sem eru að spila þarna inn í. Það er gott veður, það er logn og smá gjóla. Þetta var alveg 30 til 50 sentímetra þykkt á vatninu. Það myrkraði, við sáum ekki til sólar og það var heiðskírt.“ Fjöldi mýflugna sé mjög jákvætt fyrir lífríkið á svæðinu. „Þessi síðustu þrjú mýlausu ár, eða mýlaus í mýverskum skilningi. Það er að valda því að þetta eru lægstu talningar til dæmis á fuglum sem við höfum veirð að sjá.“ Blóðbað á Mývatni Andstætt því sem maður myndi halda var ekki var óbærilegt að vera á vatninu að sögn Sölva og hvetur hann alla til að sækja í mýið. „Við stoppum þarna í klukkutíma og þetta var bara svona eitt af undrum veraldrar. Þessi tegund, það sem við köllum slæðumý, hún er ekkert að spá í okkur. Það er annað með bitmýið sem er miklu tengdara straumvatni. Ef þú ferð niður við Laxá þá færðu það sem að Mývetningar kalla varginn. Þetta var þó vissulega óþægilegt, því þú gast hvergi lagt hönd niður eða sest í bátinn þá varðstu bara blautur á rassinum. Þú varðst algjörlega grænn af flugnablóði í raun. Þetta var mjög merkilegt.“ Bara blóðbað semsagt? „Já bókstaflega, lyktin af þessu er ekkert sérstök.“
Dýr Þingeyjarsveit Skordýr Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Sjá meira